Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er efnagreining?

Efnagreiningar eru mikilvægt svið innan efnafræðinnar. Þeim má skipta í tvo meginþætti, það er eigindlegar (e. qualitative) og megindlegar eða magnbundnar (e. quantitative) efnagreiningar.

Efnagreingar eru mikilvægt svið innan efnafræðinnar. Hægt er að skipta efnagreiningum í annars vegar eigindlegar efnagreiningar og hins vegar megindlegar efnagreiningar.

Með eigindlegum efnagreiningum er viðfangsefnið að finna hvaða efni eru til staðar í því efni sem er til rannsóknar. Með megindlegu efnagreiningunum er hins vegar verið að finna hversu mikið af ákveðnu efni er til staðar. Í þessum tilfellum er oft um það að ræða að finna styrk efnis í lausn, oftast vatnslausn. Ef við leysum tiltekið magn af efni upp í ákveðnu rúmmáli af vökva og finnum síðan styrk efnis í lausninni, er einfalt mál að finna magn efnisins. Í þessu tilfelli væri títrun gjarnan notuð en um verður hægt að lesa í sérstöku svari eftir sama höfund.

Mynd:

Útgáfudagur

16.10.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

prófessor í efnafræði við HA

Tilvísun

Sigþór Pétursson. „Hvað er efnagreining?“ Vísindavefurinn, 16. október 2014. Sótt 16. ágúst 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=68328.

Sigþór Pétursson. (2014, 16. október). Hvað er efnagreining? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68328

Sigþór Pétursson. „Hvað er efnagreining?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2014. Vefsíða. 16. ágú. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68328>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gullfótur

Áður fyrr voru margir gjaldmiðlar sagðir vera á gullfæti. Það merkir að sérhver peningaseðill eða mynt er ávísun á tiltekið magn af gulli. Síðasti gjaldmiðill sem verulegu máli skiptir fór endanlega af gullfæti 15. ágúst árið 1971. Þá lýsti Bandaríkjaforseti því yfir að ríkið myndi ekki lengur skipta á gulli og dollurum.