Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er Fjallið eina?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fjallið eina er ekki aðeins nafn á einu fjalli eins og ætla mætti, heldur þremur, ef fjöll skyldi kalla. Þau eru þessi:

  1. Móbergshnjúkur (223 m) skammt vestan við Krýsuvíkurveg, norður af Sveifluhálsi í Gullbringusýslu, fyrir sunnan eða suðvestan Óbrinnishólabruna (Landið þitt I:200). (Mynd í Ólafur Þorvaldsson, Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir (1999), bls. 27, og kort á bls. 18).
  2. Ávöl alda (401 m) í Árnessýslu, austan undir Bláfjöllum í Reykjanesfjallgarði (Landið þitt I:200). (Kort í Árbók Ferðafélagsins 2003, bls. 84). Þór Vigfússon lýsir því svo í Árbókinni: “Fjallið eina (401 m) kúrir í móbergi sínu í nokkurri lægð þannig að það blasir ekki við víða. Er mun meiri feimnisbragur yfir því en hinu uppsperrta Geitafelli.” (bls. 82).
  3. Lágt fell (210 m) í Vatnsleysustrandarhreppi í Gullbringusýslu. Því er þannig lýst í örnefnaskrá: “Vestan við Höskuldarvelli er norðurendi á frekar lágu felli, sem er mjög langt og mjótt og liggur til suðurs. Heitir það Oddafell, stundum nefnt Fjallið eina.” (Örnefnaskrá Stóru- og Minni-Vatnsleysu). Sesselja G. Guðmundsdóttir segir í bók sinni, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, að við vesturjaðar Höskuldarvalla sé “Oddafell sem Þ. Thoroddsen kallar Fjallið Eina og er það eina heimildin um þetta nafn á fellinu. Líklega hefur verið einhver nafnaruglingur hjá Thoroddsen því Fjallið eina er til á þessum slóðum eða nokkrum kílómetrum norðaustan við Dyngjur.” (bls. 108). (Mynd á bls. 104). (Sbr. Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:177-179 (1913)).

Kirkja á Eynhallow (Eyin helga) í Orkneyjum, en það er hliðstætt nafn við Fjallið eina.

Hliðstætt nafn við Fjallið eina er Heiðin há í námunda við Fjallið eina nr. 2. Önnur hliðstæða er Hverinn eini, sem nefndur er í Vallaannál (Annálar I:452). Sagt er þar frá þjófum sem höfðust við undir skúta nokkrum á Selsvöllum upp af Grindavík. Í annálnum segir svo: “Leizt þeim þá eigi að vera þar lengur, og fóru norður aptur með fjallinu í helli þann, er skammt er frá hverinum Eini.” Í neðanmálsgrein segir útgefandi að eflaust sé réttara: “Hverinum eina (sbr. Fjallið eina, þar allskammt frá).” (bls. 452nm). Þá er átt við Oddafellið en hverinn er við suðurenda þess. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir að Hverinn eini beri nafn af því að hann liggi “einn út af fyrir sig” (II:177) (1974). Sesselja G. Guðmundsdóttir segir, að merkingin geti verið ‘sá frábæri, einstaki’ (bls. 113), en líklegust er merkingin ‘stakur, út af fyrir sig’.

Önnur hliðstæða er Eyin há í Mýrdal, sem nú heitir Pétursey, kennd við Pétur postula.

Í Færeyjum eru til mörg hliðstætt mynduð örnefni, til dæmis Heyggjurin Eini (Christian Matras, Fjallið Mikla, Áin í Dal, Millum Fjarða og Urð Mans, í Greinaval – málfröðigreinir (Tórshavn 2000), bls. 299). Hann nefnir þar íslenskt dæmi, Hóllinn eini, en það hefur ekki fundist hér við eftirgrennslan. Í Orkneyjum er örnefnið Eynhallow (Eyin helga) en það nafn er einnig þekkt í Noregi (nú Helgöy). Á Hjaltlandi er einnig Papa Stour og Papa Little (Papey stóra og Papey litla) sem eru mynduð eins, það er með eftirsettu lýsingarorði.

Myndun þessara örnefna á sér hliðstæðu í nafni fyrirtækisins Fjallið hvíta ehf. í Garðabæ.

Kvæði eftir Grétar Ó. Fells, Fjallið eina, sem birtist í ljóðabókinni Grös: ljóð og stökur 1946, á þó líklega ekki við neitt af áðurnefndum fjöllum.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

30.10.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvar er Fjallið eina?“ Vísindavefurinn, 30. október 2014, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68373.

Svavar Sigmundsson. (2014, 30. október). Hvar er Fjallið eina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68373

Svavar Sigmundsson. „Hvar er Fjallið eina?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2014. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68373>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er Fjallið eina?
Fjallið eina er ekki aðeins nafn á einu fjalli eins og ætla mætti, heldur þremur, ef fjöll skyldi kalla. Þau eru þessi:

  1. Móbergshnjúkur (223 m) skammt vestan við Krýsuvíkurveg, norður af Sveifluhálsi í Gullbringusýslu, fyrir sunnan eða suðvestan Óbrinnishólabruna (Landið þitt I:200). (Mynd í Ólafur Þorvaldsson, Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir (1999), bls. 27, og kort á bls. 18).
  2. Ávöl alda (401 m) í Árnessýslu, austan undir Bláfjöllum í Reykjanesfjallgarði (Landið þitt I:200). (Kort í Árbók Ferðafélagsins 2003, bls. 84). Þór Vigfússon lýsir því svo í Árbókinni: “Fjallið eina (401 m) kúrir í móbergi sínu í nokkurri lægð þannig að það blasir ekki við víða. Er mun meiri feimnisbragur yfir því en hinu uppsperrta Geitafelli.” (bls. 82).
  3. Lágt fell (210 m) í Vatnsleysustrandarhreppi í Gullbringusýslu. Því er þannig lýst í örnefnaskrá: “Vestan við Höskuldarvelli er norðurendi á frekar lágu felli, sem er mjög langt og mjótt og liggur til suðurs. Heitir það Oddafell, stundum nefnt Fjallið eina.” (Örnefnaskrá Stóru- og Minni-Vatnsleysu). Sesselja G. Guðmundsdóttir segir í bók sinni, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, að við vesturjaðar Höskuldarvalla sé “Oddafell sem Þ. Thoroddsen kallar Fjallið Eina og er það eina heimildin um þetta nafn á fellinu. Líklega hefur verið einhver nafnaruglingur hjá Thoroddsen því Fjallið eina er til á þessum slóðum eða nokkrum kílómetrum norðaustan við Dyngjur.” (bls. 108). (Mynd á bls. 104). (Sbr. Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:177-179 (1913)).

Kirkja á Eynhallow (Eyin helga) í Orkneyjum, en það er hliðstætt nafn við Fjallið eina.

Hliðstætt nafn við Fjallið eina er Heiðin há í námunda við Fjallið eina nr. 2. Önnur hliðstæða er Hverinn eini, sem nefndur er í Vallaannál (Annálar I:452). Sagt er þar frá þjófum sem höfðust við undir skúta nokkrum á Selsvöllum upp af Grindavík. Í annálnum segir svo: “Leizt þeim þá eigi að vera þar lengur, og fóru norður aptur með fjallinu í helli þann, er skammt er frá hverinum Eini.” Í neðanmálsgrein segir útgefandi að eflaust sé réttara: “Hverinum eina (sbr. Fjallið eina, þar allskammt frá).” (bls. 452nm). Þá er átt við Oddafellið en hverinn er við suðurenda þess. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir að Hverinn eini beri nafn af því að hann liggi “einn út af fyrir sig” (II:177) (1974). Sesselja G. Guðmundsdóttir segir, að merkingin geti verið ‘sá frábæri, einstaki’ (bls. 113), en líklegust er merkingin ‘stakur, út af fyrir sig’.

Önnur hliðstæða er Eyin há í Mýrdal, sem nú heitir Pétursey, kennd við Pétur postula.

Í Færeyjum eru til mörg hliðstætt mynduð örnefni, til dæmis Heyggjurin Eini (Christian Matras, Fjallið Mikla, Áin í Dal, Millum Fjarða og Urð Mans, í Greinaval – málfröðigreinir (Tórshavn 2000), bls. 299). Hann nefnir þar íslenskt dæmi, Hóllinn eini, en það hefur ekki fundist hér við eftirgrennslan. Í Orkneyjum er örnefnið Eynhallow (Eyin helga) en það nafn er einnig þekkt í Noregi (nú Helgöy). Á Hjaltlandi er einnig Papa Stour og Papa Little (Papey stóra og Papey litla) sem eru mynduð eins, það er með eftirsettu lýsingarorði.

Myndun þessara örnefna á sér hliðstæðu í nafni fyrirtækisins Fjallið hvíta ehf. í Garðabæ.

Kvæði eftir Grétar Ó. Fells, Fjallið eina, sem birtist í ljóðabókinni Grös: ljóð og stökur 1946, á þó líklega ekki við neitt af áðurnefndum fjöllum.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Mynd:

...