Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um bardagalistir ninja?

Lilja Björg Jökulsdóttir

Bardagalistir ninja byggjast á samansafni aðferða og fræða sem nefnast einu nafni ninjutsu (忍術).

Iðkendur ninjutsu voru svokallaðir shinobi eða ninja. Þeir fengu leiðsögn í meðferð vopna ásamt því að fá þjálfun í bardagatækni og herkænsku. Þeir lærðu hvernig mætti leynast og fara um eins og skuggi og þurftu að sýna mikinn sjálfsaga, andlegan styrk og þrautseigju. Mikilvægasti hluti af hugmyndafræði ninjutsu var einmitt að gefast aldrei upp og komast í gegnum alla erfiðleika. Vegna þessara eiginleika ninja voru þeir oft ráðnir sem launmorðingjar.

Þótt ninjutsu sé undir áhrifum frá kínverskri njósnatækni og hugmyndafræði Sun Tzu (544 f.Kr. - 496 f.Kr.), sem skrifaði hina þekktu bók The Art of War, er talið að það sé upprunnið frá Iga héraði í Japan. Til eru ýmsar sögur af því hvernig ninjutsu hafi orðið til. Ein útgáfan segir að grundvallaratriði ninjutsu hafi fyrst verið kennd við japanska fjölskyldu sem hafi flúið til fjalla eftir að hafa tapað bardaga. Þar blandaðist fólkið og bardagalist þeirra við flóttafólk frá Kína. Þannig hafi þessi bardagalist þróast á meira en 300 árum og myndað svo það sem nefnt var ninjutsu.

Nútíma ninjutsu byggir oftast á Bujinkan Budo Taijutsu sjálfsvarnarkerfinu. Þrátt fyrir langa og dularfulla sögu ninjutsu getur hver sem er lagt stund á þessa bardagalist í dag og er víða boðið upp á kennslu í þessum fræðum. Ninjutsu telst jafnframt aðeins vera ein grein japanskrar bardagalistar í dag.

Í ninjutsu eru skilgreindar átján greinar sem þarf að leggja stund á til að verða fullnuma ninja. Þessar greinar eru:

 • Seishin-teki kyōyō (andleg næmni)
 • Taijutsu (óvopnaður bardagi)
 • Ninja ken (sverðbardagi)
 • Bōjutsu (stafaslagur)
 • Shurikenjutsu (kasthnífar)
 • Sōjutsu (einvígi)
 • Naginatajutsu (stangarslagur)
 • Kusarigamajutsu (keðju og sigðar vopn)
 • Kayakujutsu (eldur og sprengingar)
 • Hensōjutsu (felubúningar og persónugerving)
 • Shinobi-iri (laumuspil og innbrotstækni)
 • Bajutsu (hestamennska)
 • Sui-ren (vatnsþjálfun)
 • Bōrayaku (herkænska)
 • Chōhō (njósnir)
 • Intonjutsu (flótti og leynd)
 • Tenmon (veðurfræði)
 • Chi-mon (landafræði)

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

12.10.2007

Spyrjandi

Eyþór Þrastarson

Tilvísun

Lilja Björg Jökulsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um bardagalistir ninja?“ Vísindavefurinn, 12. október 2007. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6846.

Lilja Björg Jökulsdóttir. (2007, 12. október). Hvað getið þið sagt mér um bardagalistir ninja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6846

Lilja Björg Jökulsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um bardagalistir ninja?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2007. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6846>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um bardagalistir ninja?
Bardagalistir ninja byggjast á samansafni aðferða og fræða sem nefnast einu nafni ninjutsu (忍術).

Iðkendur ninjutsu voru svokallaðir shinobi eða ninja. Þeir fengu leiðsögn í meðferð vopna ásamt því að fá þjálfun í bardagatækni og herkænsku. Þeir lærðu hvernig mætti leynast og fara um eins og skuggi og þurftu að sýna mikinn sjálfsaga, andlegan styrk og þrautseigju. Mikilvægasti hluti af hugmyndafræði ninjutsu var einmitt að gefast aldrei upp og komast í gegnum alla erfiðleika. Vegna þessara eiginleika ninja voru þeir oft ráðnir sem launmorðingjar.

Þótt ninjutsu sé undir áhrifum frá kínverskri njósnatækni og hugmyndafræði Sun Tzu (544 f.Kr. - 496 f.Kr.), sem skrifaði hina þekktu bók The Art of War, er talið að það sé upprunnið frá Iga héraði í Japan. Til eru ýmsar sögur af því hvernig ninjutsu hafi orðið til. Ein útgáfan segir að grundvallaratriði ninjutsu hafi fyrst verið kennd við japanska fjölskyldu sem hafi flúið til fjalla eftir að hafa tapað bardaga. Þar blandaðist fólkið og bardagalist þeirra við flóttafólk frá Kína. Þannig hafi þessi bardagalist þróast á meira en 300 árum og myndað svo það sem nefnt var ninjutsu.

Nútíma ninjutsu byggir oftast á Bujinkan Budo Taijutsu sjálfsvarnarkerfinu. Þrátt fyrir langa og dularfulla sögu ninjutsu getur hver sem er lagt stund á þessa bardagalist í dag og er víða boðið upp á kennslu í þessum fræðum. Ninjutsu telst jafnframt aðeins vera ein grein japanskrar bardagalistar í dag.

Í ninjutsu eru skilgreindar átján greinar sem þarf að leggja stund á til að verða fullnuma ninja. Þessar greinar eru:

 • Seishin-teki kyōyō (andleg næmni)
 • Taijutsu (óvopnaður bardagi)
 • Ninja ken (sverðbardagi)
 • Bōjutsu (stafaslagur)
 • Shurikenjutsu (kasthnífar)
 • Sōjutsu (einvígi)
 • Naginatajutsu (stangarslagur)
 • Kusarigamajutsu (keðju og sigðar vopn)
 • Kayakujutsu (eldur og sprengingar)
 • Hensōjutsu (felubúningar og persónugerving)
 • Shinobi-iri (laumuspil og innbrotstækni)
 • Bajutsu (hestamennska)
 • Sui-ren (vatnsþjálfun)
 • Bōrayaku (herkænska)
 • Chōhō (njósnir)
 • Intonjutsu (flótti og leynd)
 • Tenmon (veðurfræði)
 • Chi-mon (landafræði)

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....