Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?
Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis en síðar var sambandið notað á veraldlegri hátt. Halldór Halldórsson prófessor skrifaði ítarlega grein um þetta orðasamband í bókinni Ævisögur orða sem kom út hjá Almenna bókafélaginu 1986 (15–42). Það sem hér fer á eftir styðst við þá grein.

Orðtakið virðist íslenskt að uppruna. Elstu ritheimildir eru frá síðari hluta 19. aldar en það er vafalaust miklu eldra. Halldór telur að það muni vera frá kaþólskum tíma þegar kristin trú var mikilvægur þáttur daglegs lífs sem og trúin á píslarvætti dýrlinga. Það getur þó ekki verið eldra en merkingin 'Drottinn Guð' eða 'Kristur' sem fram kemur á 14. öld.

Að baki orðtaksins er sagan um riddarana fjörutíu sem Halldór prentar aftan við greinina. Sagan virðist hafa þekkst hérlendis þegar á 12. öld. Hún segir frá fjörutíu kristnum mönnum sem í íslensku gerðinni voru kallaðir riddarar. Licinius keisari Rómaveldis lét pynta þá og drepa árið 320. Það gerði hann með því að láta leiða þá nakta út á ísi lagt vatn. Á vatnsbakkanum var ker með volgu vatni til þess að freista þeirra til að afneita kristni. Það gerðu þeir ekki og næsta morgun voru allir nema yngsti riddarinn látnir. Sá dó í fangi móður sinnar. Gott var að heita á þann sem dó píslarvættisdauða og því hefur ekki þótt saka að nefna riddarana fjörutíu ef mikið lá við í sömu andrá og Krist eða Drottin.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.10.2007

Spyrjandi

Friðgeir Sveinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?“ Vísindavefurinn, 15. október 2007. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6848.

Guðrún Kvaran. (2007, 15. október). Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6848

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2007. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6848>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?
Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis en síðar var sambandið notað á veraldlegri hátt. Halldór Halldórsson prófessor skrifaði ítarlega grein um þetta orðasamband í bókinni Ævisögur orða sem kom út hjá Almenna bókafélaginu 1986 (15–42). Það sem hér fer á eftir styðst við þá grein.

Orðtakið virðist íslenskt að uppruna. Elstu ritheimildir eru frá síðari hluta 19. aldar en það er vafalaust miklu eldra. Halldór telur að það muni vera frá kaþólskum tíma þegar kristin trú var mikilvægur þáttur daglegs lífs sem og trúin á píslarvætti dýrlinga. Það getur þó ekki verið eldra en merkingin 'Drottinn Guð' eða 'Kristur' sem fram kemur á 14. öld.

Að baki orðtaksins er sagan um riddarana fjörutíu sem Halldór prentar aftan við greinina. Sagan virðist hafa þekkst hérlendis þegar á 12. öld. Hún segir frá fjörutíu kristnum mönnum sem í íslensku gerðinni voru kallaðir riddarar. Licinius keisari Rómaveldis lét pynta þá og drepa árið 320. Það gerði hann með því að láta leiða þá nakta út á ísi lagt vatn. Á vatnsbakkanum var ker með volgu vatni til þess að freista þeirra til að afneita kristni. Það gerðu þeir ekki og næsta morgun voru allir nema yngsti riddarinn látnir. Sá dó í fangi móður sinnar. Gott var að heita á þann sem dó píslarvættisdauða og því hefur ekki þótt saka að nefna riddarana fjörutíu ef mikið lá við í sömu andrá og Krist eða Drottin....