Þar kemur meðal annars fram að að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni sem ljósið frá friðarsúlunni hennar Yoko Ono drífur. Ef við erum með nógu góð tæki getum við "séð" eða skynjað ljósið býsna langt utan úr geimnum. Við bendum lesendum á að lesa allt svarið. Jón Reykdal tók myndirnar af ljóssúlunni og hér fyrir neðan eru fjórar myndar af henni, til viðbótar við þá sem er í svarinu hans Ara.




Myndir: Jón Reykdal tók myndirnar af friðarsúlunni að beiðni Vísindavefsins og færum við honum bestu þakkir. © Jón Reykdal.