Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er merkingin í að 'ryðja sér til rúms'?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að ryðja sér til rúms er notað í merkingunni 'dreifast, breiðast út, hljóta almenna viðurkenningu'. Það er þekkt þegar í fornu máli í eiginlegri merkingu. Í Flateyjarbók stendur til dæmis:
ek spurða þá, hvar ek skyldi sitja. Hann bað mik þar sitja sem ek gæta rutt mér til rúms ok kippt manni ór sæti.
Þarna er greinilegt að sá sem spurður var lagði til að spyrjandinn kæmi sér í sæti með handafli og ryddi öðrum burt.

Þeir sem ætla að setjast með þessum herramönnum þurfa að ryðja sér til rúms.

Merkingin 'dreifast, breiðast út, hljóta almenna viðurkenningu' virðist ekki notuð fyrr en á 19. öld, samkvæmt dæmum í ritmálssafni Orðabókar Háskólans, en er nú algeng í málinu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.10.2007

Spyrjandi

Þórleifur Friðriksson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er merkingin í að 'ryðja sér til rúms'?“ Vísindavefurinn, 19. október 2007. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6859.

Guðrún Kvaran. (2007, 19. október). Hver er merkingin í að 'ryðja sér til rúms'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6859

Guðrún Kvaran. „Hver er merkingin í að 'ryðja sér til rúms'?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2007. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6859>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er merkingin í að 'ryðja sér til rúms'?
Orðasambandið að ryðja sér til rúms er notað í merkingunni 'dreifast, breiðast út, hljóta almenna viðurkenningu'. Það er þekkt þegar í fornu máli í eiginlegri merkingu. Í Flateyjarbók stendur til dæmis:

ek spurða þá, hvar ek skyldi sitja. Hann bað mik þar sitja sem ek gæta rutt mér til rúms ok kippt manni ór sæti.
Þarna er greinilegt að sá sem spurður var lagði til að spyrjandinn kæmi sér í sæti með handafli og ryddi öðrum burt.

Þeir sem ætla að setjast með þessum herramönnum þurfa að ryðja sér til rúms.

Merkingin 'dreifast, breiðast út, hljóta almenna viðurkenningu' virðist ekki notuð fyrr en á 19. öld, samkvæmt dæmum í ritmálssafni Orðabókar Háskólans, en er nú algeng í málinu.

Mynd: