Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Elektra sem elektruduld er kennd við?

Elektra var dóttir Agamemnons, konungs í Mýkenu, og Klýtæmnestru. Hennar er ekki getið í kviðum Hómers en tveir forngrískir harmleikir um Elektru eru varðveittir, annar þeirra er Elektra Sófóklesar en hinn er Elektra Evripídesar. Auk þess kemur Elektra fyrir í þríleiknum Óresteiu eftir Æskýlos.


Teikning af Elektru og Órestes úr bók sem Alfred Church tók saman 1897.

Agamemnon leiddi her Grikkja til Tróju en við heimkomuna var hann myrtur af konu sinni og friðli hennar Ægisþosi. Síðar lögðu Elektra og bróðir hennar Órestes á ráðin um að hefna föður síns. Órestes drap Ægisþos og Klýtæmnestru. Fyrir vikið var hann eltur af refsinornunum en Elektra stóð ávallt með bróður sínum. Hún giftist síðar Pýladesi, vini Órestesar.

Hollusta Elektru við föður sinn og andúð hennar á móður sinni er ástæða þess að elektruduld er kennd við Elektru.

Frekara lesefni:

Mynd:

Útgáfudagur

23.10.2007

Spyrjandi

Jón Gústafsson

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Elektra sem elektruduld er kennd við?“ Vísindavefurinn, 23. október 2007. Sótt 18. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6863.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 23. október). Hver var Elektra sem elektruduld er kennd við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6863

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Elektra sem elektruduld er kennd við?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2007. Vefsíða. 18. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6863>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.