Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur nafnið Sandgerði?

Svavar Sigmundsson

Sagt er að Sandgerði og Uppsalir hafi verið ein jörð en síðan skipst. Talið er að þar hafi verið byggt fyrst á fyrstu áratugum byggðar í landinu (Landið þitt Ísland IV:12). Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 er sagt að sjór og sandur brjóti nokkuð á túnin (III:59).



Sandgerði.

Nafnið er auðskilið. Hlaðið hefur verið gerði, annaðhvort til þess að halda skepnum eða vegna kornræktar. Þar hefur jarðvegur verið sandborinn. Hugsanlegt er líka að gerði hafi verið hlaðið þar til að varna ágangi sands.

Mynd: Mats - Íslandsmyndasafn

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

23.10.2007

Spyrjandi

Markús Viðarsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur nafnið Sandgerði? “ Vísindavefurinn, 23. október 2007. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6864.

Svavar Sigmundsson. (2007, 23. október). Hvaðan kemur nafnið Sandgerði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6864

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur nafnið Sandgerði? “ Vísindavefurinn. 23. okt. 2007. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6864>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafnið Sandgerði?
Sagt er að Sandgerði og Uppsalir hafi verið ein jörð en síðan skipst. Talið er að þar hafi verið byggt fyrst á fyrstu áratugum byggðar í landinu (Landið þitt Ísland IV:12). Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 er sagt að sjór og sandur brjóti nokkuð á túnin (III:59).



Sandgerði.

Nafnið er auðskilið. Hlaðið hefur verið gerði, annaðhvort til þess að halda skepnum eða vegna kornræktar. Þar hefur jarðvegur verið sandborinn. Hugsanlegt er líka að gerði hafi verið hlaðið þar til að varna ágangi sands.

Mynd: Mats - Íslandsmyndasafn...