Sólin Sólin Rís 02:59 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:30 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík

Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?

Guðmundur EggertssonMargir hafa spreytt sig á því að skilgreina hugtakið líf en það er eins og skilgreiningarnar vilji gleymast jafnóðum og þær eru settar fram. Líklega er það vegna þess að þær eru yfirleitt aðeins lýsingar á helstu eiginleikum lífvera sem hvort eð er eru öllum kunnugir. Skilgreiningar er ekki þörf til að greina lífverur frá öðrum fyrirbærum jarðar því þær skera sig augljóslega úr. Og líf jarðar er eina lífið sem við þekkjum.

Í skilgreiningum er gjarnan tekið fram að lífverur hafi flókin en vel skipulögð efnaskipti og æxlist þannig að nýir einstaklingar líkist þeim fyrri en séu þó ekki nákvæmlega eins. Breytingarnar séu ýmist óarfgengar eða arfgengar. Vegna arfgengu breytinganna og áhrifa umhverfis taki lífverurnar breytingum í tímans rás, þær þróist.

Þannig má í stuttu máli draga fram helstu eiginleika hins lifandi en ljóst er að enginn einn þeirra nægir til skilgreiningar á lífinu. Reyna má að setja fram þrengri skilgreiningu, til dæmis í þá veru að líf sé fólgið í samstillingu efnaskipta þar sem frumur eru starfseiningar og kjarnsýrusameindir notaðar til þess að varðveita boð um gerð prótína en þau hvati síðan þau efnaskipti sem nauðsynleg eru til viðhalds,vaxtar og æxlunar.

Slík skilgreining er þó einungis nánari lýsing á því eina lífi sem við þekkjum og óvíst hvort hún ætti við um annað líf í alheimi ef til er. Að margra áliti eru þessi atriði þó einmitt kjarni málsins og líf óhugsandi án boðberandi stórsameinda á borð við kjarnsýrur og starfssameinda á borð við prótín.

Það er einkum tvennt sem hugsanlega gæti orðið til að bæta fræðilegar skilgreiningar á lífi. Í fyrsta lagi aukin þekking á uppruna lífs úr lífvana efni og í öðru lagi kynni af lífi á öðrum reikistjörnum, til dæmis á Mars. Væri það líf líkt okkar lífi eða allt öðruvísi líf?

Sjá einnig svar við spurningunni: Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?


Mynd: DOE Human Genome Program (HB)

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

24.7.2000

Spyrjandi

Geir Þórarinsson

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2000. Sótt 27. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=687.

Guðmundur Eggertsson. (2000, 24. júlí). Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=687

Guðmundur Eggertsson. „Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2000. Vefsíða. 27. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=687>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?


Margir hafa spreytt sig á því að skilgreina hugtakið líf en það er eins og skilgreiningarnar vilji gleymast jafnóðum og þær eru settar fram. Líklega er það vegna þess að þær eru yfirleitt aðeins lýsingar á helstu eiginleikum lífvera sem hvort eð er eru öllum kunnugir. Skilgreiningar er ekki þörf til að greina lífverur frá öðrum fyrirbærum jarðar því þær skera sig augljóslega úr. Og líf jarðar er eina lífið sem við þekkjum.

Í skilgreiningum er gjarnan tekið fram að lífverur hafi flókin en vel skipulögð efnaskipti og æxlist þannig að nýir einstaklingar líkist þeim fyrri en séu þó ekki nákvæmlega eins. Breytingarnar séu ýmist óarfgengar eða arfgengar. Vegna arfgengu breytinganna og áhrifa umhverfis taki lífverurnar breytingum í tímans rás, þær þróist.

Þannig má í stuttu máli draga fram helstu eiginleika hins lifandi en ljóst er að enginn einn þeirra nægir til skilgreiningar á lífinu. Reyna má að setja fram þrengri skilgreiningu, til dæmis í þá veru að líf sé fólgið í samstillingu efnaskipta þar sem frumur eru starfseiningar og kjarnsýrusameindir notaðar til þess að varðveita boð um gerð prótína en þau hvati síðan þau efnaskipti sem nauðsynleg eru til viðhalds,vaxtar og æxlunar.

Slík skilgreining er þó einungis nánari lýsing á því eina lífi sem við þekkjum og óvíst hvort hún ætti við um annað líf í alheimi ef til er. Að margra áliti eru þessi atriði þó einmitt kjarni málsins og líf óhugsandi án boðberandi stórsameinda á borð við kjarnsýrur og starfssameinda á borð við prótín.

Það er einkum tvennt sem hugsanlega gæti orðið til að bæta fræðilegar skilgreiningar á lífi. Í fyrsta lagi aukin þekking á uppruna lífs úr lífvana efni og í öðru lagi kynni af lífi á öðrum reikistjörnum, til dæmis á Mars. Væri það líf líkt okkar lífi eða allt öðruvísi líf?

Sjá einnig svar við spurningunni: Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?


Mynd: DOE Human Genome Program (HB)...