Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir textinn lorem ipsum?

Geir Þ. Þórarinsson

Lorem ipsum merkir alls ekki neitt. Þetta er hins vegar brot úr latneskri málsgrein eftir rómverska stjórnmálamanninn og rithöfundinn Marcus Tullius Cicero. Í heild sinni er málsgreinin svona:

nemo enim ipsam voluptatem, quia voluptas sit, aspernatur aut odit aut fugit, sed quia consequuntur magni dolores eos, qui ratione voluptatem sequi nesciunt, neque porro quisquam est, qui dolorem ipsum, quia dolor sit, amet, consectetur, adipisci velit, sed quia non numquam eius modi tempora incidunt, ut labore et dolore magnam aliquam quaerat voluptatem.

Málsgreinina mætti þýða þannig:

Því enginn hafnar eða hatar eða flýr ánægju sem slíka af því að hún er ánægja, heldur af því að mikill sársauki fylgir henni fyrir þá sem kunna ekki að leita ánægjunnar skynsamlega; né heldur elskar nokkur maður sársauka sem slíkan af því að hann er sársauki, leitar hans og vill finna til hans, heldur af því að stundum vill svo til að með striti og sársauka getur hann haft einhverja mikla ánægju.

Orðin qui dolorem ipsum … amet merkja sem sagt “sem elskar sársauka sem slíkan”.

Málsgreinin er úr ritinu De finibus bonorum et malorum eða Um endimörk góðs og ills (I.32) sem er eitt af meginritum Ciceros um siðfræði. Hún kemur fyrir þegar Lucius Manlius Torquatus, annar þátttakandi samræðunnar, útskýrir viðhorf epikúringa til ánægju og óþæginda.


Lorem ipsum er merkingarlaus texti, búinn til úr brotum úr latneskri málsgrein eftir Cicero.

Þessi latneski texti er stundum notaður sem sýnitexti svo að sjá megi hvernig texti kæmi út, til dæmis á vefsíðu eða í bók. Oftast er textinn ekki hafður í heild sinni, heldur er einungis brotum úr honum raðað saman þar sem stundum vantar fyrri eða seinni hluta orða. Þannig kemur út óskiljanlegur texti. Ástæðan er sú að sýnitextinn á ekki að draga athyglina að merkingu orðanna og frá útlitinu.

Þeir sem vilja búa til merkingarlausan lorem ipsum-texta geta gert það á þessari síðu hér.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

1.11.2007

Spyrjandi

Vigdís Hlíf Sigurðardóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað merkir textinn lorem ipsum?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2007, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6878.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 1. nóvember). Hvað merkir textinn lorem ipsum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6878

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað merkir textinn lorem ipsum?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2007. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6878>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir textinn lorem ipsum?
Lorem ipsum merkir alls ekki neitt. Þetta er hins vegar brot úr latneskri málsgrein eftir rómverska stjórnmálamanninn og rithöfundinn Marcus Tullius Cicero. Í heild sinni er málsgreinin svona:

nemo enim ipsam voluptatem, quia voluptas sit, aspernatur aut odit aut fugit, sed quia consequuntur magni dolores eos, qui ratione voluptatem sequi nesciunt, neque porro quisquam est, qui dolorem ipsum, quia dolor sit, amet, consectetur, adipisci velit, sed quia non numquam eius modi tempora incidunt, ut labore et dolore magnam aliquam quaerat voluptatem.

Málsgreinina mætti þýða þannig:

Því enginn hafnar eða hatar eða flýr ánægju sem slíka af því að hún er ánægja, heldur af því að mikill sársauki fylgir henni fyrir þá sem kunna ekki að leita ánægjunnar skynsamlega; né heldur elskar nokkur maður sársauka sem slíkan af því að hann er sársauki, leitar hans og vill finna til hans, heldur af því að stundum vill svo til að með striti og sársauka getur hann haft einhverja mikla ánægju.

Orðin qui dolorem ipsum … amet merkja sem sagt “sem elskar sársauka sem slíkan”.

Málsgreinin er úr ritinu De finibus bonorum et malorum eða Um endimörk góðs og ills (I.32) sem er eitt af meginritum Ciceros um siðfræði. Hún kemur fyrir þegar Lucius Manlius Torquatus, annar þátttakandi samræðunnar, útskýrir viðhorf epikúringa til ánægju og óþæginda.


Lorem ipsum er merkingarlaus texti, búinn til úr brotum úr latneskri málsgrein eftir Cicero.

Þessi latneski texti er stundum notaður sem sýnitexti svo að sjá megi hvernig texti kæmi út, til dæmis á vefsíðu eða í bók. Oftast er textinn ekki hafður í heild sinni, heldur er einungis brotum úr honum raðað saman þar sem stundum vantar fyrri eða seinni hluta orða. Þannig kemur út óskiljanlegur texti. Ástæðan er sú að sýnitextinn á ekki að draga athyglina að merkingu orðanna og frá útlitinu.

Þeir sem vilja búa til merkingarlausan lorem ipsum-texta geta gert það á þessari síðu hér.

Mynd:...