Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er munurinn á asna og múlasna?

Jón Már Halldórsson

Munurinn á asna (Equus africanus asinus) og múlasna er einfaldlega sá að asni er tegund hestdýra en múlasni er blendingur hests og esnu (kvendýr asna). Á ensku nefnast þessi dýr hinny.

Múlasni er blendingur hests og esnu.

Múlasni líkist venjulega móðurinni að líkamsstærð en er með kröftugan fótaburð og tagl eins og hestur. Eyru múlasnans eru stutt og höfuðlagið er mjóslegið líkt og á hesti. Ekki þykja hljóðin sem koma frá þessum blendingum fögur, einhvers konar hnegg. Menn hafa ekki haft mikið álit á þessum dýrum og enn minni áhugi á ræktun þeirra. Frá fornu fari er þó undantekning á þessu á Írlandi, því þar hafa smábændur haft góð not af þessum dýrum.

Einnig eru til blendingar sem eru afkvæmi hryssu og asna og nefnast þeir múldýr. Þessi dýr eru venjulega stór og skrokkmikil eins og hestur, feikna harðgerð og dugmikil og góð reiðdýr. Þau hafa granna fætur, löng eyru, skúfhala og snubbóttan haus líkt og asninn og eru því ólík múlösnum. Þau hrína eins og asninn og eru ólíkt viljugri en múlasnar.

Bæði múlasnar og múldýr eru ófrjó enda komin undan einstaklingum ólíkra tegunda.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.1.2015

Spyrjandi

Einar Guðmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á asna og múlasna?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2015. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68840.

Jón Már Halldórsson. (2015, 12. janúar). Hver er munurinn á asna og múlasna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68840

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á asna og múlasna?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2015. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68840>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á asna og múlasna?
Munurinn á asna (Equus africanus asinus) og múlasna er einfaldlega sá að asni er tegund hestdýra en múlasni er blendingur hests og esnu (kvendýr asna). Á ensku nefnast þessi dýr hinny.

Múlasni er blendingur hests og esnu.

Múlasni líkist venjulega móðurinni að líkamsstærð en er með kröftugan fótaburð og tagl eins og hestur. Eyru múlasnans eru stutt og höfuðlagið er mjóslegið líkt og á hesti. Ekki þykja hljóðin sem koma frá þessum blendingum fögur, einhvers konar hnegg. Menn hafa ekki haft mikið álit á þessum dýrum og enn minni áhugi á ræktun þeirra. Frá fornu fari er þó undantekning á þessu á Írlandi, því þar hafa smábændur haft góð not af þessum dýrum.

Einnig eru til blendingar sem eru afkvæmi hryssu og asna og nefnast þeir múldýr. Þessi dýr eru venjulega stór og skrokkmikil eins og hestur, feikna harðgerð og dugmikil og góð reiðdýr. Þau hafa granna fætur, löng eyru, skúfhala og snubbóttan haus líkt og asninn og eru því ólík múlösnum. Þau hrína eins og asninn og eru ólíkt viljugri en múlasnar.

Bæði múlasnar og múldýr eru ófrjó enda komin undan einstaklingum ólíkra tegunda.

Mynd:

...