Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er klappað og klárt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Góðan daginn - var að velta fyrir mér... Hver er uppruni orðatiltækisins "klappað og klárt"?

Orðatiltækið klappað og klárt er fengið að láni úr dönsku, klappet og klart, á seinni hluta 19. aldar eftir því sem best verður séð. Orðasambandið þekkist í dönsku frá því snemma á 18. öld og var fyrst í stað einkum notað um trúlofun eða hjónaband sem búið var að ganga frá og sammælast um. Síðan víkkaði merkingin og sambandið er nú notað um allt það sem er alveg tilbúið og frá gengið. Sambærilegt orðatiltæki í þýsku er klip und klar.

Orðasambandið 'klappað og kárt' var fyrst í stað einkum notað um trúlofun eða hjónaband sem búið var að ganga frá og sammælast um.

Á timarit.is er elsta íslensk heimild í blaðinu Norðanfara frá 1879 og næstu dæmi eru úr Þjóðólfi 1885 og 1889. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er elsta heimild úr útgáfu á bréfum Valtýs Guðmundssonar sem hann skrifaði móður sinni og stjúpa á árunum 1878–1927. Að baki liggur sögnin að klappa 'banka, berja, hamra' og lýsingarorðið klár í merkingunni 'tilbúinn, fullgerður'.

Að baki orðasambandinu 'klappað og klárt' liggur sögnin að klappa 'banka, berja, hamra' og lýsingarorðið klár í merkingunni fullgerður.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.2.2015

Spyrjandi

Vilhjálmur Heimir Baldursson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er klappað og klárt?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2015, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68879.

Guðrún Kvaran. (2015, 25. febrúar). Hvað er klappað og klárt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68879

Guðrún Kvaran. „Hvað er klappað og klárt?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2015. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68879>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er klappað og klárt?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Góðan daginn - var að velta fyrir mér... Hver er uppruni orðatiltækisins "klappað og klárt"?

Orðatiltækið klappað og klárt er fengið að láni úr dönsku, klappet og klart, á seinni hluta 19. aldar eftir því sem best verður séð. Orðasambandið þekkist í dönsku frá því snemma á 18. öld og var fyrst í stað einkum notað um trúlofun eða hjónaband sem búið var að ganga frá og sammælast um. Síðan víkkaði merkingin og sambandið er nú notað um allt það sem er alveg tilbúið og frá gengið. Sambærilegt orðatiltæki í þýsku er klip und klar.

Orðasambandið 'klappað og kárt' var fyrst í stað einkum notað um trúlofun eða hjónaband sem búið var að ganga frá og sammælast um.

Á timarit.is er elsta íslensk heimild í blaðinu Norðanfara frá 1879 og næstu dæmi eru úr Þjóðólfi 1885 og 1889. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er elsta heimild úr útgáfu á bréfum Valtýs Guðmundssonar sem hann skrifaði móður sinni og stjúpa á árunum 1878–1927. Að baki liggur sögnin að klappa 'banka, berja, hamra' og lýsingarorðið klár í merkingunni 'tilbúinn, fullgerður'.

Að baki orðasambandinu 'klappað og klárt' liggur sögnin að klappa 'banka, berja, hamra' og lýsingarorðið klár í merkingunni fullgerður.

Myndir:

...