Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur?

Hersir Sigurgeirsson

Endurskoðuð útgáfa af þessu svari var birt 16.6.2016. Hægt er að lesa hana hér: Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað íslenska ríkið hingað til ef hann hefði verið samþykktur?

Hefðu Lee Buchheit-samningarnir svokölluðu verið samþykktir hefðu greiðslur ríkissjóðs vegna þeirra, þegar þetta er ritað hinn 9. júní 2015, nú þegar numið alls 59 milljörðum króna. Að gefnu óbreyttu gengi punds og evru næsta árið og að gefinni áætlun slitastjórnar Landsbankans um greiðslu forgangskrafna hefðu heildargreiðslur ríkissjóðs vegna samninganna numið um 67 milljörðum króna þegar þeir hefðu verið að fullu uppgerðir hinn 15. júní 2016.

Í frumvarpi að lögum nr. 13/2011, um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samningana, sem samþykkt voru á Alþingi í lok árs 2010, var sett fram áætlun um það hvað samningarnir myndu kosta ríkissjóð að gefnum tilteknum forsendum. Niðurstaðan var að heildargreiðslur ríkissjóðs vegna samninganna myndu nema 47 milljörðum króna á tímabilinu 1. janúar 2011 til 15. júní 2016 og að þá væri skuld ríkissjóðs vegna samninganna að fullu greidd.

Hefðu Lee Buchheit-samningarnir svokölluðu verið samþykktir hefðu greiðslur ríkissjóðs vegna þeirra, þegar þetta er ritað hinn 9. júní 2015, nú þegar numið alls 59 milljörðum króna. Rétt er taka fram að sú tala er sett fram miðað við þá þróun sem orðið hefur frá því samningunum var hafnað. Á myndinni sést Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslands í Icesave-deilunni.

Í töflu 1 er tekin saman áætlunin í frumvarpinu, áætlunin sem hér er sett fram og fjárhæðir sem þegar hefðu verið greiddar vegna samninganna, hefðu þeir verið samþykktir.

Áætlun 2010Áætlun 2015Þar af greitt
Fjárhæð til greiðslu hinn 1. janúar 2011 262525
Samtals vaxtagreiðslur 2011 til 2016505654
Eftirstöðvar skuldbindingar í júní 2016-860
Greiðslur frá tryggingarsjóðnum-20-20-20
Heildargreiðslur ríkissjóðs486759

Tafla 1. Greiðslur af Lee Buchheit-samningunum skv. áætlun í frumvarpi að lögum nr. 13/2011 (Áætlun 2010), greiðslur skv. nýrri áætlun (Áætlun 2015) og þær greiðslur sem þegar hefðu verið greiddar vegna samninganna hinn 9. júní 2015 (Þar af greitt). Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Heimild: Frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra, bls. 12, og eigin útreikningar.

Samkvæmt áætluninni sem hér er sett fram hefðu vaxtagreiðslur því verið 6 milljörðum króna hærri en áætlað var árið 2010, sem má rekja annars vegar til óhagstæðari þróunar gengis gjaldmiðla en gert var ráð fyrir og hins vegar til þess að greiðslur úr slitabúinu hafa borist aðeins síðar en gert var ráð fyrir. Eftirstöðvar skuldbindinganna í júní 2016 hefðu einnig verið um 14 milljörðum króna hærri en áætlað var árið 2010 og er helsta ástæða þess styrking breska pundsins gagnvart krónu.

Í frumvarpinu var einnig sett fram fráviksáætlun miðað við aðrar forsendur og voru niðurstöður hennar að ef þróunin yrði mjög hagstæð gætu heildargreiðslur ríkissjóðs jafnvel orðið einungis 12 milljarðar króna en allt að 113 milljörðum yrði þróunin mjög óhagstæð.

Nánar um áætlunina

Í frumvarpi að lögum nr. 13/2011 eru ítarlegar upplýsingar um samningana og samningarnir sjálfir eru fylgiskjöl með frumvarpinu. Allar upplýsingar um samningana sem hér er vísað til eru fengnar úr frumvarpinu og fylgiskjölum þess.

Einn stærsti áhrifaþáttur á hugsanlegar greiðslur ríkissjóðs vegna samninganna eru greiðslur forgangskrafna úr slitabúi Landsbankans, bæði fjárhæð þeirra og tímasetning. Því hærri sem greiðslurnar eru í heildina, þeim mun minni hefði skuld Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) í lok tímabilsins verið og greiðsla ríkissjóðs því lægri. Því fyrr sem greiðslurnar berast því hraðar hefði höfuðstóll skuldar TIF lækkað og því vaxtagreiðslur ríkissjóðs orðið lægri.

Þegar frumvarpið var lagt fram námu eignir slitabús Landsbankans um 86% af forgangskröfum. Í áætluninni í frumvarpinu var gert ráð fyrir að þróun erlendra gjaldmiðla og ávöxtun eigna búsins yrðu með þeim hætti að eignir búsins myndu nægja til að greiða 92% af forgangskröfum. Þá var gert ráð fyrir að útgreiðslur úr búinu myndu hefjast á árinu 2011 og yrði að fullu lokið hinn 15. júní 2016.

Þessi áætlun reyndist nokkuð varfærin því ljóst hefur verið í nokkurn tíma að eignir slitabús Landsbankans munu duga til að greiða forgangskröfur að fullu. Þegar þetta er ritað hafa 86% af forgangskröfum búsins þegar verið greiddar. Greiðslur til forgangskröfuhafa hófust í lok árs 2011, í samræmi við áætlunina í frumvarpinu, og hafa verið nokkuð stöðugar síðan. Þá hefur slitastjórn Landsbankans sótt um undanþágu til að greiða um 9% af kröfunum til viðbótar hið fyrsta og áætlar að greiðslum verði að fullu lokið fyrir árslok. Í töflu 2 er yfirlit yfir greiðslur slitabús Landsbankans til forgangskröfuhafa, sem og hlutdeild TIF í greiðslunum, hefðu samningarnir verið samþykktir.

DagsetningGreiðsla allsHlutur TIF
2. des. 2011409,9203,4
15. maí 2012172,385,5
9. okt. 201280,039,7
12. sept. 201367,233,3
23. des. 2014402,7199,8
1. júl. 2015123,561,3
1. jan. 201672,435,9
Alls1.328,0659,0

Tafla 2. Greiðslur slitabús Landsbankans til forgangskröfuhafa og hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) í hverri greiðslu hefðu Lee Buchheit-samningarnir verið samþykktir. Áætlaðar greiðslur skáletraðar. Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Heimild: LBI (2015a), LBI (2015b) og Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2015). Nákvæm dagsetning greiðslunnar í maí 2012 liggur ekki fyrir og er hún hér áætluð um miðjan mánuð.

Eins og fram kemur í töflu 2 nema forgangskröfur í slitabú Landsbankans alls 1.328 milljörðum króna. Hefðu Lee Buchheit-samningarnir verið samþykktir hefði TIF fengið framseldar kröfur breska og hollenska ríkisins að höfuðstól 659 milljarðar króna. Sjóðurinn hefði að auki fengið vaxtakröfur ríkjanna framseldar en samkvæmt sérstöku ákvæði í samningunum hefðu greiðslur slitabúsins vegna þeirra þó runnið að fullu til breska og hollenska ríkisins ef TIF hefði fengið fullar heimtur af kröfu sinni, eins og reyndist vera. Því er ekki tekið sérstakt tillit til vaxtakrafnanna hér og gert ráð fyrir að hlutdeild TIF í hverri greiðslu hefði numið 49,6% af heildargreiðslunni, það er 659/1.328.

Lee Buchheit-samningarnir voru tveir, annars vegar við breska ríkið og hins vegar hollenska ríkið. Hefðu þeir verið samþykktir hefði skuld TIF við breska ríkið numið 2,35 milljörðum punda og við hollenska ríkið 1,322 milljörðum evra. Vextir af skuldinni við breska ríkið voru 3,3% og við hollenska ríkið 3,0% og skyldu greiðast ársfjórðungslega. Miðað við gengi punds og evru á fyrsta vaxtadegi samninganna, hinn 1. október 2009, var höfuðstóll skuldarinnar að jafnvirði 706 milljörðum króna þann dag, en miðað við gengið á fyrsta greiðsludegi vaxta, hinn 1. janúar 2011, var hann að jafnvirði 623 milljarða króna.

Höfuðstólsgreiðslur af skuld TIF skyldu greiddar í myntum skuldarinnar, pundum og evrum, innan fjögurra daga frá því að greiðslur úr slitabúi Landsbankans bárust í hvert sinn. Hér er gert ráð fyrir að TIF hafi greitt samdægurs á miðgengi punds og evru á hverjum tíma. Í töflu 3 má sjá dagsetningar og fjárhæðir vaxtagreiðslna ríkissjóðs og höfuðstólsgreiðslna TIF vegna samninganna, hefðu þeir verið samþykktir. Til hliðsjónar er einnig sýnt gengi punds og evru sem notað er til að umreikna fjárhæðir í pundum og evrum í krónur á hverjum tíma.

DagsetningEftir-stöðvarVaxta-greiðslaHöfuðstóls-greiðslaGengi GBPGengi EUR
1. okt. 2009706,0 198,64180,93
1. jan. 2011622,825,0-178,47153,80
1. apr. 2011646,25,1-183,83162,03
1. júl. 2011649,45,2-183,07165,79
1. okt. 2011643,65,2-184,15159,45
2. des. 2011444,33,5203,4185,76159,72
1. jan. 2012449,41,2-189,43158,84
1. apr. 2012479,43,8-202,46168,73
15. maí 2012389,71,885,5203,18162,79
1. júl. 2012377,01,6-196,17158,23
1. okt. 2012382,93,1-199,81159,60
9. okt. 2012336,90,339,7195,91158,12
1. jan. 2013359,12,6-208,15169,80
1. apr. 2013329,02,6-188,51159,40
1. júl. 2013329,62,6-188,03161,15
12. sept. 2013300,92,133,3191,93161,24
1. okt. 2013305,80,5-195,48163,09
1. jan. 2014297,42,4-190,21158,50
1. apr. 2014293,02,3-187,73155,54
1. júl. 2014297,82,4-192,97154,20
1. okt. 2014300,22,4-196,17152,55
23. des. 2014102,52,2199,8196,92154,75
1. jan. 2015102,70,1-197,66154,27
1. apr. 2015103,10,8-202,57147,50
1. júl. 201542,20,861,3203,16148,35
1. okt. 201542,20,3-203,16148,35
1. jan. 20166,30,335,9203,16148,35
1. apr. 20166,30,1-203,16148,35
15. jún. 20166,30,0-203,16148,35
Alls 6,380,5659,0

Tafla 3. Áætlaðar eftirstöðvar höfuðstóls, vaxtagreiðslur ríkissjóðs og höfuðstólsgreiðslur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna Lee Buchheit-samninganna. Allar fjárhæðir í milljörðum króna og áætlaðar greiðslur skáletraðar. Til hliðsjónar er einnig gengi punds og evru sem notað er til að umreikna fjárhæðir í pundum og evrum í krónur á hverjum tíma. Heimild: Frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra, LBI (2015a), LBI (2015b), Seðlabanki Íslands og eigin útreikningar.

Heildarvaxtagreiðslur ríkissjóðs hefðu því numið 80,5 milljörðum króna og eftirstöðvar skuldar TIF hinn 15. júní 2016, sem ríkissjóður hefði borið ábyrgð á, um 6,3 milljarðar króna, og greiðslur vegna samninganna því alls 86,8 milljarðar króna. Til lækkunar hefði komið greiðsla úr sjóðum TIF að fjárhæð 20 milljarðar króna svo greiðslur ríkissjóðs hefðu numið um 66,8 milljörðum króna.

Að lokum verður að setja þann fyrirvara við þessa áætlun að hún er sett fram miðað við þá þróun sem orðið hefur frá því samningunum var hafnað. Hugsanlegt er hins vegar að samþykkt samninganna hefði haft áhrif á þróunina og þá hefði niðurstaðan að sjálfsögðu getað verið önnur. Samþykkt samninganna hefði sem dæmi getað haft áhrif á þróun gengis krónunnar, hvort sem er til styrkingar eða veikingar. Hefði krónan styrkst hefðu greiðslur ríkissjóðs verið lægri en hærri hefði hún veikst. Þá hefði samþykkt samninganna einnig getað haft áhrif á tímasetningar á útgreiðslum úr slitabúi Landsbankans. Hinn 13. mars 2012 voru sett lög sem afnámu sérstaka undanþágu slitabúa frá fjármagnshöftum til að greiða til kröfuhafa (Lög nr. 17/2012). Eftir það hefur slitabú Landsbankans þurft að sækja um undanþágu til Seðlabankans til að greiða til forgangskröfuhafa. Undanþágubeiðnin vegna greiðslunnar hinn 23. desember 2014 var langan tíma í meðförum Seðlabankans og ríkisstjórnar. Ef ríkissjóður hefði haft beina fjárhagslega hagsmuni af því að greiðslan færi fram fyrr er hugsanlegt að afgreiðsla undanþágubeiðninnar hefði tekið skemmri tíma. Vaxtagreiðslur vegna samninganna hefðu þá verið nokkrum milljörðum króna lægri.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Hersir Sigurgeirsson

prófessor í fjármálum, viðskiptafræðideild HÍ

Útgáfudagur

11.6.2015

Spyrjandi

Jón Ingólfur Magnússon

Tilvísun

Hersir Sigurgeirsson. „Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2015. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68935.

Hersir Sigurgeirsson. (2015, 11. júní). Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68935

Hersir Sigurgeirsson. „Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2015. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68935>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur?
Endurskoðuð útgáfa af þessu svari var birt 16.6.2016. Hægt er að lesa hana hér: Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað íslenska ríkið hingað til ef hann hefði verið samþykktur?

Hefðu Lee Buchheit-samningarnir svokölluðu verið samþykktir hefðu greiðslur ríkissjóðs vegna þeirra, þegar þetta er ritað hinn 9. júní 2015, nú þegar numið alls 59 milljörðum króna. Að gefnu óbreyttu gengi punds og evru næsta árið og að gefinni áætlun slitastjórnar Landsbankans um greiðslu forgangskrafna hefðu heildargreiðslur ríkissjóðs vegna samninganna numið um 67 milljörðum króna þegar þeir hefðu verið að fullu uppgerðir hinn 15. júní 2016.

Í frumvarpi að lögum nr. 13/2011, um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samningana, sem samþykkt voru á Alþingi í lok árs 2010, var sett fram áætlun um það hvað samningarnir myndu kosta ríkissjóð að gefnum tilteknum forsendum. Niðurstaðan var að heildargreiðslur ríkissjóðs vegna samninganna myndu nema 47 milljörðum króna á tímabilinu 1. janúar 2011 til 15. júní 2016 og að þá væri skuld ríkissjóðs vegna samninganna að fullu greidd.

Hefðu Lee Buchheit-samningarnir svokölluðu verið samþykktir hefðu greiðslur ríkissjóðs vegna þeirra, þegar þetta er ritað hinn 9. júní 2015, nú þegar numið alls 59 milljörðum króna. Rétt er taka fram að sú tala er sett fram miðað við þá þróun sem orðið hefur frá því samningunum var hafnað. Á myndinni sést Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslands í Icesave-deilunni.

Í töflu 1 er tekin saman áætlunin í frumvarpinu, áætlunin sem hér er sett fram og fjárhæðir sem þegar hefðu verið greiddar vegna samninganna, hefðu þeir verið samþykktir.

Áætlun 2010Áætlun 2015Þar af greitt
Fjárhæð til greiðslu hinn 1. janúar 2011 262525
Samtals vaxtagreiðslur 2011 til 2016505654
Eftirstöðvar skuldbindingar í júní 2016-860
Greiðslur frá tryggingarsjóðnum-20-20-20
Heildargreiðslur ríkissjóðs486759

Tafla 1. Greiðslur af Lee Buchheit-samningunum skv. áætlun í frumvarpi að lögum nr. 13/2011 (Áætlun 2010), greiðslur skv. nýrri áætlun (Áætlun 2015) og þær greiðslur sem þegar hefðu verið greiddar vegna samninganna hinn 9. júní 2015 (Þar af greitt). Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Heimild: Frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra, bls. 12, og eigin útreikningar.

Samkvæmt áætluninni sem hér er sett fram hefðu vaxtagreiðslur því verið 6 milljörðum króna hærri en áætlað var árið 2010, sem má rekja annars vegar til óhagstæðari þróunar gengis gjaldmiðla en gert var ráð fyrir og hins vegar til þess að greiðslur úr slitabúinu hafa borist aðeins síðar en gert var ráð fyrir. Eftirstöðvar skuldbindinganna í júní 2016 hefðu einnig verið um 14 milljörðum króna hærri en áætlað var árið 2010 og er helsta ástæða þess styrking breska pundsins gagnvart krónu.

Í frumvarpinu var einnig sett fram fráviksáætlun miðað við aðrar forsendur og voru niðurstöður hennar að ef þróunin yrði mjög hagstæð gætu heildargreiðslur ríkissjóðs jafnvel orðið einungis 12 milljarðar króna en allt að 113 milljörðum yrði þróunin mjög óhagstæð.

Nánar um áætlunina

Í frumvarpi að lögum nr. 13/2011 eru ítarlegar upplýsingar um samningana og samningarnir sjálfir eru fylgiskjöl með frumvarpinu. Allar upplýsingar um samningana sem hér er vísað til eru fengnar úr frumvarpinu og fylgiskjölum þess.

Einn stærsti áhrifaþáttur á hugsanlegar greiðslur ríkissjóðs vegna samninganna eru greiðslur forgangskrafna úr slitabúi Landsbankans, bæði fjárhæð þeirra og tímasetning. Því hærri sem greiðslurnar eru í heildina, þeim mun minni hefði skuld Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) í lok tímabilsins verið og greiðsla ríkissjóðs því lægri. Því fyrr sem greiðslurnar berast því hraðar hefði höfuðstóll skuldar TIF lækkað og því vaxtagreiðslur ríkissjóðs orðið lægri.

Þegar frumvarpið var lagt fram námu eignir slitabús Landsbankans um 86% af forgangskröfum. Í áætluninni í frumvarpinu var gert ráð fyrir að þróun erlendra gjaldmiðla og ávöxtun eigna búsins yrðu með þeim hætti að eignir búsins myndu nægja til að greiða 92% af forgangskröfum. Þá var gert ráð fyrir að útgreiðslur úr búinu myndu hefjast á árinu 2011 og yrði að fullu lokið hinn 15. júní 2016.

Þessi áætlun reyndist nokkuð varfærin því ljóst hefur verið í nokkurn tíma að eignir slitabús Landsbankans munu duga til að greiða forgangskröfur að fullu. Þegar þetta er ritað hafa 86% af forgangskröfum búsins þegar verið greiddar. Greiðslur til forgangskröfuhafa hófust í lok árs 2011, í samræmi við áætlunina í frumvarpinu, og hafa verið nokkuð stöðugar síðan. Þá hefur slitastjórn Landsbankans sótt um undanþágu til að greiða um 9% af kröfunum til viðbótar hið fyrsta og áætlar að greiðslum verði að fullu lokið fyrir árslok. Í töflu 2 er yfirlit yfir greiðslur slitabús Landsbankans til forgangskröfuhafa, sem og hlutdeild TIF í greiðslunum, hefðu samningarnir verið samþykktir.

DagsetningGreiðsla allsHlutur TIF
2. des. 2011409,9203,4
15. maí 2012172,385,5
9. okt. 201280,039,7
12. sept. 201367,233,3
23. des. 2014402,7199,8
1. júl. 2015123,561,3
1. jan. 201672,435,9
Alls1.328,0659,0

Tafla 2. Greiðslur slitabús Landsbankans til forgangskröfuhafa og hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) í hverri greiðslu hefðu Lee Buchheit-samningarnir verið samþykktir. Áætlaðar greiðslur skáletraðar. Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Heimild: LBI (2015a), LBI (2015b) og Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2015). Nákvæm dagsetning greiðslunnar í maí 2012 liggur ekki fyrir og er hún hér áætluð um miðjan mánuð.

Eins og fram kemur í töflu 2 nema forgangskröfur í slitabú Landsbankans alls 1.328 milljörðum króna. Hefðu Lee Buchheit-samningarnir verið samþykktir hefði TIF fengið framseldar kröfur breska og hollenska ríkisins að höfuðstól 659 milljarðar króna. Sjóðurinn hefði að auki fengið vaxtakröfur ríkjanna framseldar en samkvæmt sérstöku ákvæði í samningunum hefðu greiðslur slitabúsins vegna þeirra þó runnið að fullu til breska og hollenska ríkisins ef TIF hefði fengið fullar heimtur af kröfu sinni, eins og reyndist vera. Því er ekki tekið sérstakt tillit til vaxtakrafnanna hér og gert ráð fyrir að hlutdeild TIF í hverri greiðslu hefði numið 49,6% af heildargreiðslunni, það er 659/1.328.

Lee Buchheit-samningarnir voru tveir, annars vegar við breska ríkið og hins vegar hollenska ríkið. Hefðu þeir verið samþykktir hefði skuld TIF við breska ríkið numið 2,35 milljörðum punda og við hollenska ríkið 1,322 milljörðum evra. Vextir af skuldinni við breska ríkið voru 3,3% og við hollenska ríkið 3,0% og skyldu greiðast ársfjórðungslega. Miðað við gengi punds og evru á fyrsta vaxtadegi samninganna, hinn 1. október 2009, var höfuðstóll skuldarinnar að jafnvirði 706 milljörðum króna þann dag, en miðað við gengið á fyrsta greiðsludegi vaxta, hinn 1. janúar 2011, var hann að jafnvirði 623 milljarða króna.

Höfuðstólsgreiðslur af skuld TIF skyldu greiddar í myntum skuldarinnar, pundum og evrum, innan fjögurra daga frá því að greiðslur úr slitabúi Landsbankans bárust í hvert sinn. Hér er gert ráð fyrir að TIF hafi greitt samdægurs á miðgengi punds og evru á hverjum tíma. Í töflu 3 má sjá dagsetningar og fjárhæðir vaxtagreiðslna ríkissjóðs og höfuðstólsgreiðslna TIF vegna samninganna, hefðu þeir verið samþykktir. Til hliðsjónar er einnig sýnt gengi punds og evru sem notað er til að umreikna fjárhæðir í pundum og evrum í krónur á hverjum tíma.

DagsetningEftir-stöðvarVaxta-greiðslaHöfuðstóls-greiðslaGengi GBPGengi EUR
1. okt. 2009706,0 198,64180,93
1. jan. 2011622,825,0-178,47153,80
1. apr. 2011646,25,1-183,83162,03
1. júl. 2011649,45,2-183,07165,79
1. okt. 2011643,65,2-184,15159,45
2. des. 2011444,33,5203,4185,76159,72
1. jan. 2012449,41,2-189,43158,84
1. apr. 2012479,43,8-202,46168,73
15. maí 2012389,71,885,5203,18162,79
1. júl. 2012377,01,6-196,17158,23
1. okt. 2012382,93,1-199,81159,60
9. okt. 2012336,90,339,7195,91158,12
1. jan. 2013359,12,6-208,15169,80
1. apr. 2013329,02,6-188,51159,40
1. júl. 2013329,62,6-188,03161,15
12. sept. 2013300,92,133,3191,93161,24
1. okt. 2013305,80,5-195,48163,09
1. jan. 2014297,42,4-190,21158,50
1. apr. 2014293,02,3-187,73155,54
1. júl. 2014297,82,4-192,97154,20
1. okt. 2014300,22,4-196,17152,55
23. des. 2014102,52,2199,8196,92154,75
1. jan. 2015102,70,1-197,66154,27
1. apr. 2015103,10,8-202,57147,50
1. júl. 201542,20,861,3203,16148,35
1. okt. 201542,20,3-203,16148,35
1. jan. 20166,30,335,9203,16148,35
1. apr. 20166,30,1-203,16148,35
15. jún. 20166,30,0-203,16148,35
Alls 6,380,5659,0

Tafla 3. Áætlaðar eftirstöðvar höfuðstóls, vaxtagreiðslur ríkissjóðs og höfuðstólsgreiðslur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna Lee Buchheit-samninganna. Allar fjárhæðir í milljörðum króna og áætlaðar greiðslur skáletraðar. Til hliðsjónar er einnig gengi punds og evru sem notað er til að umreikna fjárhæðir í pundum og evrum í krónur á hverjum tíma. Heimild: Frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra, LBI (2015a), LBI (2015b), Seðlabanki Íslands og eigin útreikningar.

Heildarvaxtagreiðslur ríkissjóðs hefðu því numið 80,5 milljörðum króna og eftirstöðvar skuldar TIF hinn 15. júní 2016, sem ríkissjóður hefði borið ábyrgð á, um 6,3 milljarðar króna, og greiðslur vegna samninganna því alls 86,8 milljarðar króna. Til lækkunar hefði komið greiðsla úr sjóðum TIF að fjárhæð 20 milljarðar króna svo greiðslur ríkissjóðs hefðu numið um 66,8 milljörðum króna.

Að lokum verður að setja þann fyrirvara við þessa áætlun að hún er sett fram miðað við þá þróun sem orðið hefur frá því samningunum var hafnað. Hugsanlegt er hins vegar að samþykkt samninganna hefði haft áhrif á þróunina og þá hefði niðurstaðan að sjálfsögðu getað verið önnur. Samþykkt samninganna hefði sem dæmi getað haft áhrif á þróun gengis krónunnar, hvort sem er til styrkingar eða veikingar. Hefði krónan styrkst hefðu greiðslur ríkissjóðs verið lægri en hærri hefði hún veikst. Þá hefði samþykkt samninganna einnig getað haft áhrif á tímasetningar á útgreiðslum úr slitabúi Landsbankans. Hinn 13. mars 2012 voru sett lög sem afnámu sérstaka undanþágu slitabúa frá fjármagnshöftum til að greiða til kröfuhafa (Lög nr. 17/2012). Eftir það hefur slitabú Landsbankans þurft að sækja um undanþágu til Seðlabankans til að greiða til forgangskröfuhafa. Undanþágubeiðnin vegna greiðslunnar hinn 23. desember 2014 var langan tíma í meðförum Seðlabankans og ríkisstjórnar. Ef ríkissjóður hefði haft beina fjárhagslega hagsmuni af því að greiðslan færi fram fyrr er hugsanlegt að afgreiðsla undanþágubeiðninnar hefði tekið skemmri tíma. Vaxtagreiðslur vegna samninganna hefðu þá verið nokkrum milljörðum króna lægri.

Heimildir:

Myndir:

...