Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?

Stefán Ingi Valdimarsson og Sævar Helgi Bragason

Talið er að bjartasta þekkta stjarnan (og ein sú massamesta) sé í þoku sem kallast á ensku "Pistol Nebula" eða "Skammbyssuþokan". Stjarnan er í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, staðsett nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, og er talið að hún sé 100 sinnum massameiri en sólin okkar og 10 milljón sinnum bjartari.

Stjarnan er afar fjarri okkur og óskýr vegna ryks sem er á milli hennar og jarðar, og var tilvist hennar staðfest með innrauðri myndavél Hubblesjónaukans. Árið 1990 sáu menn fyrst stjörnuna, sem liggur í miðju "Skammbyssuþokunnar", og var hún nefnd "Skammbyssustjarnan". Fimm árum síðar sögðu stjörnufræðingar frá því að "Skammbyssustjarnan" væri svo massamikil að frá henni væri komið allt það efni sem myndar "Skammbyssuþokuna". Athuganir með Hubblesjónaukanum sýna skyldleika í litrófi stjörnunnar og þokunnar en það staðfestir að stjarnan sé úr sama efni og þokan. Vísbendingar gefa til kynna að stjarnan geisli frá sér 10 milljón sinnum meira ljósi en sólin okkar og að hún sé um það bil 100 sinnum massameiri. Stjarnan er það stór að jörðin myndi lenda inni í henni ef hún birtist í miðju sólkerfis okkar. Þar sem stjarnan er afar björt og brennir því mjög miklu efni á skömmum tíma mun hún lifa stutt og hljóta skyndilegan endi. Hún er líklega aðeins um 1 til 3 milljón ára gömul (afar stuttur tími á stjarnfræðilegum mælikvarða!) og gæti endað ævina í stórkostlegri sprengingu, það er sem sprengistjarna (e. supernova), eftir minna en 3 milljónir ára. Til samanburðar má nefna að sólin okkar er á miðri leið í 10 milljarða ára líftíma sínum.

Þessi nýuppgötvaða stjarna gæti verið einhvers konar "týndur hlekkur" á milli venjulegra heitra stjarna og svo hinna framandi Wolf-Rayet stjarna sem hafa misst ytri lög sín. Hugsanlegt er að innan við tugur stjarna á borð við Skammbyssustjörnuna hafi myndast í allri Vetrarbrautinni sem þó inniheldur hundruð milljarða stjarna! Stjörnufræðingar vita ekki enn hvernig svona massamikil stjarna myndast, og vita lítið með vissu um þróun hennar í smáatriðum þó aðalatriðin séu þekkt.



Til þess að ljósmynda þessa stjörnu notuðu stjörnufræðingar innrauða myndavél Hubblesjónaukans sem kallast "Near-Infrared Camera and Multi-Object Spectrometer" (NICMOS). Myndin sem hér fylgir sýnir okkur gjósandi stjörnu og gasið (rauða þokan umhverfis hana) sem hún hefur sent frá sér. Svo virðist sem stjarnan hafi blásið frá sér ytri lögum sínum í ofsafengnum gosum og myndað þar með þokuna. Þokan umlykur stjörnuna og er hún áberandi á myndinni. Innri bygging þokunnar gefur til kynna að stjarnan hafi blásið frá sér efni í tveimur stórum gosum fyrir um 6000 og 4000 árum. Þokan er um fjögur ljósár að stærð, en það er næstum því fjarlægðin milli sólar og næstu stjörnu, Proxima Centauri (meira en 40,000,000,000,000 km!).

Skammbyssustjarnan gæti hafa byrjað líf sitt með efni á við um 200 sólarmassa, en síðan hefur stjarnan blásið frá sér efni í mjög kröftugum sólgosum. Í nýlegustu gosunum gæti stjarnan hafa blásið frá sér efni á við 10 sólarmassa! Slík stjarna ætti að vera mjög björt á næturhimninum, en ský úr smáum rykögnum sem eru á milli okkar og miðju Vetrarbrautarinnar, gleypir ljósið frá stjörnunni og gerir hana ósýnilega. Ef miðgeimsrykið væri ekki til staðar sæist þessi stjarna með berum augum jafnvel þó svo að hún sé í 25.000 ljósára fjarlægð. Vegna ryksins kemst hins vegar aðeins ein af hverjum milljarði ljóseinda frá stjörnunni alla leið til jarðar.

Aðalheimild:

Fréttatilkynning frá Hubble-sjónaukanum

Sjá einnig:

Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá?

Höfundar

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

26.7.2000

Spyrjandi

Reynir Hermannsson

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson og Sævar Helgi Bragason. „Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2000, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=690.

Stefán Ingi Valdimarsson og Sævar Helgi Bragason. (2000, 26. júlí). Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=690

Stefán Ingi Valdimarsson og Sævar Helgi Bragason. „Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2000. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=690>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?
Talið er að bjartasta þekkta stjarnan (og ein sú massamesta) sé í þoku sem kallast á ensku "Pistol Nebula" eða "Skammbyssuþokan". Stjarnan er í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, staðsett nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, og er talið að hún sé 100 sinnum massameiri en sólin okkar og 10 milljón sinnum bjartari.

Stjarnan er afar fjarri okkur og óskýr vegna ryks sem er á milli hennar og jarðar, og var tilvist hennar staðfest með innrauðri myndavél Hubblesjónaukans. Árið 1990 sáu menn fyrst stjörnuna, sem liggur í miðju "Skammbyssuþokunnar", og var hún nefnd "Skammbyssustjarnan". Fimm árum síðar sögðu stjörnufræðingar frá því að "Skammbyssustjarnan" væri svo massamikil að frá henni væri komið allt það efni sem myndar "Skammbyssuþokuna". Athuganir með Hubblesjónaukanum sýna skyldleika í litrófi stjörnunnar og þokunnar en það staðfestir að stjarnan sé úr sama efni og þokan. Vísbendingar gefa til kynna að stjarnan geisli frá sér 10 milljón sinnum meira ljósi en sólin okkar og að hún sé um það bil 100 sinnum massameiri. Stjarnan er það stór að jörðin myndi lenda inni í henni ef hún birtist í miðju sólkerfis okkar. Þar sem stjarnan er afar björt og brennir því mjög miklu efni á skömmum tíma mun hún lifa stutt og hljóta skyndilegan endi. Hún er líklega aðeins um 1 til 3 milljón ára gömul (afar stuttur tími á stjarnfræðilegum mælikvarða!) og gæti endað ævina í stórkostlegri sprengingu, það er sem sprengistjarna (e. supernova), eftir minna en 3 milljónir ára. Til samanburðar má nefna að sólin okkar er á miðri leið í 10 milljarða ára líftíma sínum.

Þessi nýuppgötvaða stjarna gæti verið einhvers konar "týndur hlekkur" á milli venjulegra heitra stjarna og svo hinna framandi Wolf-Rayet stjarna sem hafa misst ytri lög sín. Hugsanlegt er að innan við tugur stjarna á borð við Skammbyssustjörnuna hafi myndast í allri Vetrarbrautinni sem þó inniheldur hundruð milljarða stjarna! Stjörnufræðingar vita ekki enn hvernig svona massamikil stjarna myndast, og vita lítið með vissu um þróun hennar í smáatriðum þó aðalatriðin séu þekkt.



Til þess að ljósmynda þessa stjörnu notuðu stjörnufræðingar innrauða myndavél Hubblesjónaukans sem kallast "Near-Infrared Camera and Multi-Object Spectrometer" (NICMOS). Myndin sem hér fylgir sýnir okkur gjósandi stjörnu og gasið (rauða þokan umhverfis hana) sem hún hefur sent frá sér. Svo virðist sem stjarnan hafi blásið frá sér ytri lögum sínum í ofsafengnum gosum og myndað þar með þokuna. Þokan umlykur stjörnuna og er hún áberandi á myndinni. Innri bygging þokunnar gefur til kynna að stjarnan hafi blásið frá sér efni í tveimur stórum gosum fyrir um 6000 og 4000 árum. Þokan er um fjögur ljósár að stærð, en það er næstum því fjarlægðin milli sólar og næstu stjörnu, Proxima Centauri (meira en 40,000,000,000,000 km!).

Skammbyssustjarnan gæti hafa byrjað líf sitt með efni á við um 200 sólarmassa, en síðan hefur stjarnan blásið frá sér efni í mjög kröftugum sólgosum. Í nýlegustu gosunum gæti stjarnan hafa blásið frá sér efni á við 10 sólarmassa! Slík stjarna ætti að vera mjög björt á næturhimninum, en ský úr smáum rykögnum sem eru á milli okkar og miðju Vetrarbrautarinnar, gleypir ljósið frá stjörnunni og gerir hana ósýnilega. Ef miðgeimsrykið væri ekki til staðar sæist þessi stjarna með berum augum jafnvel þó svo að hún sé í 25.000 ljósára fjarlægð. Vegna ryksins kemst hins vegar aðeins ein af hverjum milljarði ljóseinda frá stjörnunni alla leið til jarðar.

Aðalheimild:

Fréttatilkynning frá Hubble-sjónaukanum

Sjá einnig:

Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá?...