Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Geta kettir eignast hvolpa?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ég horfði á sjónvarpsþáttinn Jörðina. Þar kom fram, mér til furðu, að bæði ljón og snæhlébarðar eignast hvolpa. Því spyr ég hvernig eignast köttur hvolp?
Engin ástæða er til að ætla annað en þarna sé rétt með farið um málnotkun í sjónvarpsþætti. Hins vegar er orðið ljónsungi líka til í íslensku samkvæmt Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fleiri heimildum, til dæmis Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals. Í dönsku munu þess konar dýr alltaf vera kölluð løveunger.

En afkvæmi nokkurra kattardýra eru sem sagt oft kölluð hvolpar á íslensku. Þetta eru afkvæmi stórkatta, það er tegunda sem tilheyra ættkvíslinni Panthera. Afkvæmi annarra kattadýra eru hins vegar kölluð kettlingar.

Þessa málvenju má hugsanlega rekja til áhrifa frá enskri tungu á síðari árum, en á ensku eru afkvæmi stórra kattardýra kölluð cubs eða hvolpar, líkt og afkvæmi hunda. Afkvæmi annarra katta, til dæmis heimiliskattarins (Felis silvestris catus) og annarra kattardýra af Feliseða Leopardus ættkvíslunum svo sem gaupur og blettatígrar, nefnast hins vegar kittens eða kettlingar.Ljónshvolpar að leik.

Líklegasta skýringin á þessu er að líkamsburðir afkvæma ljóna (Panthera leo), tígrisdýra (Panthera tigris) og annarra stórkatta eru í raun líkari líkamsburðum afkvæma hunda en katta annarra ættkvísla. Þeir eru kubbslegir og grófgerðir líkt og hvolpar hunda og ekki jafn fínlegir í hreyfingum og kettlingar.

Afkvæmi fleiri spendýra eru kölluð hvolpar svo sem afkvæmi hýena, sem eru þó skyldari kattardýrum en hundum, og afkvæmi leðurblaka.

Á Vísindavefnum er til mikið lesefni um kattardýr. Það má finna með því að nota leitarvélina.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.11.2007

Spyrjandi

Stefán Örn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir eignast hvolpa?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2007. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6914.

Jón Már Halldórsson. (2007, 19. nóvember). Geta kettir eignast hvolpa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6914

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir eignast hvolpa?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2007. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6914>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta kettir eignast hvolpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Ég horfði á sjónvarpsþáttinn Jörðina. Þar kom fram, mér til furðu, að bæði ljón og snæhlébarðar eignast hvolpa. Því spyr ég hvernig eignast köttur hvolp?
Engin ástæða er til að ætla annað en þarna sé rétt með farið um málnotkun í sjónvarpsþætti. Hins vegar er orðið ljónsungi líka til í íslensku samkvæmt Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fleiri heimildum, til dæmis Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals. Í dönsku munu þess konar dýr alltaf vera kölluð løveunger.

En afkvæmi nokkurra kattardýra eru sem sagt oft kölluð hvolpar á íslensku. Þetta eru afkvæmi stórkatta, það er tegunda sem tilheyra ættkvíslinni Panthera. Afkvæmi annarra kattadýra eru hins vegar kölluð kettlingar.

Þessa málvenju má hugsanlega rekja til áhrifa frá enskri tungu á síðari árum, en á ensku eru afkvæmi stórra kattardýra kölluð cubs eða hvolpar, líkt og afkvæmi hunda. Afkvæmi annarra katta, til dæmis heimiliskattarins (Felis silvestris catus) og annarra kattardýra af Feliseða Leopardus ættkvíslunum svo sem gaupur og blettatígrar, nefnast hins vegar kittens eða kettlingar.Ljónshvolpar að leik.

Líklegasta skýringin á þessu er að líkamsburðir afkvæma ljóna (Panthera leo), tígrisdýra (Panthera tigris) og annarra stórkatta eru í raun líkari líkamsburðum afkvæma hunda en katta annarra ættkvísla. Þeir eru kubbslegir og grófgerðir líkt og hvolpar hunda og ekki jafn fínlegir í hreyfingum og kettlingar.

Afkvæmi fleiri spendýra eru kölluð hvolpar svo sem afkvæmi hýena, sem eru þó skyldari kattardýrum en hundum, og afkvæmi leðurblaka.

Á Vísindavefnum er til mikið lesefni um kattardýr. Það má finna með því að nota leitarvélina....