Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur þú sagt mér allt um marhnút?

Jón Már Halldórsson

Marhnútur (Myoxocephalus scorpius scorpius) hefur ekki notið mikilla vinsælda meðal bryggjudorgara í gegnum tíðina þar sem hann hefur þótt óætur og því lítið við veiðina að gera. Marhnúturinn er þó í rauninni vel ætur en hefur ekki þótt góður matfiskur vegna þess hversu illa haldinn hann getur verið af sníkjudýrum, sérstaklega bandormum.

Marhnútur (Myoxocephalus scorpius scorpius).

Heimkynni marhnúts eru í Norðaustur-Atlantshafi. Hann finnst allt í kringum Ísland og er nokkuð algengur. Auk þess lifir hann við Færeyjar og Noreg, í Skagerak og Kattegat, í Eystrasalti, við Bretlandseyjar og teygir útbreiðslu sína allt suður til Biskajaflóa við Norður-Spán og Frakkland. Einnig finnst hann við Vestur-Grænland, Labrador í Kanada og allt suður að Nýja Englandi.

Kjörsvæði marhnútsins er á grýttum og þaragrónum sand- og leirbotni á 0-250 metra dýpi. Oftast heldur hann sig þó á 2-20 metra dýpi. Helsta fæða hans eru smáfiskar og seiði og þá helst síld, sandsíli, lýsa og hornsíli auk fjölmargra sjávarhryggleysingja sem hann rekst á.

Heimkynni marhnútsins. Eftir því sem rauði liturinn er dekkri því algengari er marhnúturinn.

Marhnútur hefur ekki þótt með fallegri fiskum. Gunnar Jónsson lýsir útliti hans á eftirfarandi hátt í bók sinni, Íslenskir fiskar:
Hausstór fiskur og afturmjór. Kjaftur stór, með smáar tennur. Augu eru í meðallagi og framan við þau eru tveir gaddar og aðrir tveir aftast á augabrúnum. Á vangabeini eru þrír broddar, og er sá efsti stærstur. Á efra tálknaloksbeini er sterklegur gaddur og einn á neðra tálknaloki. Bolur er stuttur og stirtla er grönn. Bakuggar eru tveir og er sá aftari lengri. Andspænis honum er raufarugginn örlítið styttri. Sporður er í meðallagi. Eyruggar eru mjög stórir og breiðir. Kviðuggar eru langir. Á hængum eru smábeinörður dreifðar á hliðum beggja vegna rákarinnar, en annars er roðið slétt. Hængur er með lim.

Hér við land er algengt að marhnútur sé 20-25 cm á lengd en getur orðið allt að 40 cm langur. Norðar í höfum getur hann orðið mun lengri eða allt að 60 cm.

Marhnútur tilheyrir marhnútaætt (Cottidae). Nokkrar tegundir ættarinnar lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar en marhnúturinn er stærstur þeirra. Hinar tegundirnar minna að ýmsu leiti á marhnútinn. Meðal þeirra er krækill (Artediellus atlanticus) sem er mun minni en marhnúturinn og heldur sig á meira dýpi. Önnur tegund er fuðriskill (Icelus bicornis) sem er meiri kaldsjávartegund og hefur fundist norður af landinu. Aðrar tegundir ættarinnar sem hafa fundist innan efnahagslögsögunnar eru litli marhnútur (Taurulus lilljeborgi) og þrömmungur (Triglos murrayi).

Heimild og myndir:

  • Gunnar Jónsson, 2006. Íslenskir fiskar. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
  • Útbreiðslukort: FishBase.
  • Mynd af marhnút: ZeeInZicht.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.11.2007

Síðast uppfært

11.3.2021

Spyrjandi

Guðni Már Gilbert

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt um marhnút?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2007, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6918.

Jón Már Halldórsson. (2007, 21. nóvember). Getur þú sagt mér allt um marhnút? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6918

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt um marhnút?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2007. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6918>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér allt um marhnút?
Marhnútur (Myoxocephalus scorpius scorpius) hefur ekki notið mikilla vinsælda meðal bryggjudorgara í gegnum tíðina þar sem hann hefur þótt óætur og því lítið við veiðina að gera. Marhnúturinn er þó í rauninni vel ætur en hefur ekki þótt góður matfiskur vegna þess hversu illa haldinn hann getur verið af sníkjudýrum, sérstaklega bandormum.

Marhnútur (Myoxocephalus scorpius scorpius).

Heimkynni marhnúts eru í Norðaustur-Atlantshafi. Hann finnst allt í kringum Ísland og er nokkuð algengur. Auk þess lifir hann við Færeyjar og Noreg, í Skagerak og Kattegat, í Eystrasalti, við Bretlandseyjar og teygir útbreiðslu sína allt suður til Biskajaflóa við Norður-Spán og Frakkland. Einnig finnst hann við Vestur-Grænland, Labrador í Kanada og allt suður að Nýja Englandi.

Kjörsvæði marhnútsins er á grýttum og þaragrónum sand- og leirbotni á 0-250 metra dýpi. Oftast heldur hann sig þó á 2-20 metra dýpi. Helsta fæða hans eru smáfiskar og seiði og þá helst síld, sandsíli, lýsa og hornsíli auk fjölmargra sjávarhryggleysingja sem hann rekst á.

Heimkynni marhnútsins. Eftir því sem rauði liturinn er dekkri því algengari er marhnúturinn.

Marhnútur hefur ekki þótt með fallegri fiskum. Gunnar Jónsson lýsir útliti hans á eftirfarandi hátt í bók sinni, Íslenskir fiskar:
Hausstór fiskur og afturmjór. Kjaftur stór, með smáar tennur. Augu eru í meðallagi og framan við þau eru tveir gaddar og aðrir tveir aftast á augabrúnum. Á vangabeini eru þrír broddar, og er sá efsti stærstur. Á efra tálknaloksbeini er sterklegur gaddur og einn á neðra tálknaloki. Bolur er stuttur og stirtla er grönn. Bakuggar eru tveir og er sá aftari lengri. Andspænis honum er raufarugginn örlítið styttri. Sporður er í meðallagi. Eyruggar eru mjög stórir og breiðir. Kviðuggar eru langir. Á hængum eru smábeinörður dreifðar á hliðum beggja vegna rákarinnar, en annars er roðið slétt. Hængur er með lim.

Hér við land er algengt að marhnútur sé 20-25 cm á lengd en getur orðið allt að 40 cm langur. Norðar í höfum getur hann orðið mun lengri eða allt að 60 cm.

Marhnútur tilheyrir marhnútaætt (Cottidae). Nokkrar tegundir ættarinnar lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar en marhnúturinn er stærstur þeirra. Hinar tegundirnar minna að ýmsu leiti á marhnútinn. Meðal þeirra er krækill (Artediellus atlanticus) sem er mun minni en marhnúturinn og heldur sig á meira dýpi. Önnur tegund er fuðriskill (Icelus bicornis) sem er meiri kaldsjávartegund og hefur fundist norður af landinu. Aðrar tegundir ættarinnar sem hafa fundist innan efnahagslögsögunnar eru litli marhnútur (Taurulus lilljeborgi) og þrömmungur (Triglos murrayi).

Heimild og myndir:

  • Gunnar Jónsson, 2006. Íslenskir fiskar. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
  • Útbreiðslukort: FishBase.
  • Mynd af marhnút: ZeeInZicht.
...