Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða typpi er uppi á honum?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hver er uppruni orðatiltækisins „það er uppi á honum typpið“ og er hér verið að vísa til karlskyns kynfæra eða hefur orðið typpi aðra merkingu í þessu samhengi?

Orðið typpi hefur fleiri en eina merkingu: 'toppur, nabbi, bóla, húnn á siglutré, snerill, getnaðarlimur, lítill hlutur'. Orðasambandið það er uppi á einhverjum typpið merkir 'einhver er mjög hress' og þekkist frá 20. öld. Dæmi úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er:

hann þekkti tilburðina og sá að þarna var Kúskerpisskotta á ferð og var uppi á henni typpið, glennti hún upp á hann glyrnurnar og var til alls ills búin.

Dæmið sýnir að hægt er að nota sambandið um kvenkyns veru þótt oftar sé sagt að uppi sé á honum typpið. Eldra afbrigði orðasambandsins er að finna í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 (II:399), að hefja upp á einum typpið 'smjaðra fyrir einhverjum'. Yngra afbrigði þess er hafa upp á einhverjum typpið. Dæmi um það í Ritmálssafni er:

Stúlkurnar voru símasandi við hann og allt af að reyna að hafa upp á honum typpið.

Orðasambandið það er uppi á einhverjum typpið gæti vísað til þess þegar dýr/fugl sperrir rófuna/stélið.

Óvíst er um merkingu typpis í þessum orðasamböndum. Jón Friðjónsson getur þess til í bók sinni Mergur málsins (2006:902–903) að líkingin vísi til þess er dýr/fugl sperrir rófuna/stélið (af gleði eða ánægju). Þar vísar hann í dæmi sem er svona í Ritmálsskránni:

Lóurnar hlupu um túnið, hljóðar að vísu, ... en þó brattar í spori og upp á þeim typpið.

Jón nefnir einnig aðra skýringu sem hann hefur frá Halldóri Halldórssyni í Íslenkzu orðtakasafni. Halldór telur koma til greina að merkingin sé 'húnn á siglutré', þ.e. að upphaflega merkingin sé „að reisa siglutré á bát“ (1991:494).

Heimildir:
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-latino-danicum. II. bindi.
  • Halldór Halldórsson. 1991. Íslenzkt orðtakasafn. 3. útgáfa aukin og endurskoðuð. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
  • Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málssins. Reykjavík: Mál og menning.
  • Ritmálsskrá Orðabók Háskólans.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.10.2015

Spyrjandi

Anna Jónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða typpi er uppi á honum? “ Vísindavefurinn, 22. október 2015. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=69432.

Guðrún Kvaran. (2015, 22. október). Hvaða typpi er uppi á honum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69432

Guðrún Kvaran. „Hvaða typpi er uppi á honum? “ Vísindavefurinn. 22. okt. 2015. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69432>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða typpi er uppi á honum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hver er uppruni orðatiltækisins „það er uppi á honum typpið“ og er hér verið að vísa til karlskyns kynfæra eða hefur orðið typpi aðra merkingu í þessu samhengi?

Orðið typpi hefur fleiri en eina merkingu: 'toppur, nabbi, bóla, húnn á siglutré, snerill, getnaðarlimur, lítill hlutur'. Orðasambandið það er uppi á einhverjum typpið merkir 'einhver er mjög hress' og þekkist frá 20. öld. Dæmi úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er:

hann þekkti tilburðina og sá að þarna var Kúskerpisskotta á ferð og var uppi á henni typpið, glennti hún upp á hann glyrnurnar og var til alls ills búin.

Dæmið sýnir að hægt er að nota sambandið um kvenkyns veru þótt oftar sé sagt að uppi sé á honum typpið. Eldra afbrigði orðasambandsins er að finna í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 (II:399), að hefja upp á einum typpið 'smjaðra fyrir einhverjum'. Yngra afbrigði þess er hafa upp á einhverjum typpið. Dæmi um það í Ritmálssafni er:

Stúlkurnar voru símasandi við hann og allt af að reyna að hafa upp á honum typpið.

Orðasambandið það er uppi á einhverjum typpið gæti vísað til þess þegar dýr/fugl sperrir rófuna/stélið.

Óvíst er um merkingu typpis í þessum orðasamböndum. Jón Friðjónsson getur þess til í bók sinni Mergur málsins (2006:902–903) að líkingin vísi til þess er dýr/fugl sperrir rófuna/stélið (af gleði eða ánægju). Þar vísar hann í dæmi sem er svona í Ritmálsskránni:

Lóurnar hlupu um túnið, hljóðar að vísu, ... en þó brattar í spori og upp á þeim typpið.

Jón nefnir einnig aðra skýringu sem hann hefur frá Halldóri Halldórssyni í Íslenkzu orðtakasafni. Halldór telur koma til greina að merkingin sé 'húnn á siglutré', þ.e. að upphaflega merkingin sé „að reisa siglutré á bát“ (1991:494).

Heimildir:
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-latino-danicum. II. bindi.
  • Halldór Halldórsson. 1991. Íslenzkt orðtakasafn. 3. útgáfa aukin og endurskoðuð. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
  • Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málssins. Reykjavík: Mál og menning.
  • Ritmálsskrá Orðabók Háskólans.

...