Sólin Sólin Rís 07:48 • sest 18:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:19 • Sest 25:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:15 • Síðdegis: 15:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 21:35 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Í hvaða lurg á ég að taka?

Guðrún Kvaran

Orðið lurgur merkir ‘þykkt hár, hárbrúskur’. Orðasambandið að taka í lurginn á einhverjum merkir því orðrétt ‘að rífa í hárið á e-m’ en er oftast notað í yfirfærðri merkingu um að jafna um við einhvern, taka einhvern til bæna.Hér tekur annar grænklæddi rugbyleikmaðurinn bókstaflega í lurginn á þeim bláklædda og reynir að toga hann niður á hárinu.

Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans, sem er frá síðari hluta 18. aldar, virðist orðasambandið notað í eiginlegri merkingu um að rífa í hár en strax frá upphafi 19. aldar eru dæmi um orðasambandið í yfirfærðri merkingu og þá einnig að taka eða grípa ofan í lurginn á e-m. Til er eldri gerð orðasambandsins en hún er taka einhverjum lyrg í sömu merkingu og taka í lurginn á einhverjum en lyrgur merkti í fornu máli hið sama og lurgur.

Mynd: Yahoo! Italia Eurosport


Spurningin í heild hljóðaði svona:
Stundum er talað um að taka í lurginn á einhverjum. Hvað er lurgur og hvar er hann?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.12.2007

Spyrjandi

Atli Ágústsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Í hvaða lurg á ég að taka?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2007. Sótt 5. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6950.

Guðrún Kvaran. (2007, 10. desember). Í hvaða lurg á ég að taka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6950

Guðrún Kvaran. „Í hvaða lurg á ég að taka?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2007. Vefsíða. 5. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6950>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða lurg á ég að taka?
Orðið lurgur merkir ‘þykkt hár, hárbrúskur’. Orðasambandið að taka í lurginn á einhverjum merkir því orðrétt ‘að rífa í hárið á e-m’ en er oftast notað í yfirfærðri merkingu um að jafna um við einhvern, taka einhvern til bæna.Hér tekur annar grænklæddi rugbyleikmaðurinn bókstaflega í lurginn á þeim bláklædda og reynir að toga hann niður á hárinu.

Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans, sem er frá síðari hluta 18. aldar, virðist orðasambandið notað í eiginlegri merkingu um að rífa í hár en strax frá upphafi 19. aldar eru dæmi um orðasambandið í yfirfærðri merkingu og þá einnig að taka eða grípa ofan í lurginn á e-m. Til er eldri gerð orðasambandsins en hún er taka einhverjum lyrg í sömu merkingu og taka í lurginn á einhverjum en lyrgur merkti í fornu máli hið sama og lurgur.

Mynd: Yahoo! Italia Eurosport


Spurningin í heild hljóðaði svona:
Stundum er talað um að taka í lurginn á einhverjum. Hvað er lurgur og hvar er hann?
...