Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir eru kirkjufeður?

Sigurður Ægisson

Kirkjufeður eru þeir einstaklingar nefndir, um hundrað að tölu, sem voru leiðtogar og fræðarar kristninnar fyrstu tæpar átta aldirnar, það er að segja á aðalmótunarskeiði hennar. Oftast eru postularnir þó undanskildir sem og aðrir höfundar Nýja testamentisins.

Sumir þessara svokölluðu kirkjufeðra rituðu til að leiðbeina hinum trúuðu, aðrir í hughreystingarskyni og enn aðrir fengust við að túlka og útskýra flókna hluti eða verja boðskapinn fyrir niðurrifsöflum. Sumstaðar í Austurkirkjunni er litið svo á að umræddur listi sé ennþá opinn.

Á 5. öld lagði Vincent nokkur frá Lérin í Gallíu (nú við Miðjarðarhafsströnd Frakklands, skammt frá Cannes) til ákveðna mælistiku, fjögur atriði, sem yrðu að vera til staðar áður en mönnum hlotnaðist nafnbótin kirkjufaðir. Auk þess að tilheyra fyrstu öldum átti viðkomandi að hafa lifað í sönnum heilagleika, rit hans urðu að innihalda eitthvað afar mikilvægt og vera laus við kenningarlegar villur, og að síðustu varð kirkjan að hafa lagt blessun sína yfir þau.

Kirkjufeðrunum má skipta í fjóra hópa, eftir tímaröð. Þeir eru:

  1. postullegu feðurnir (seinni partur 1. aldar og fyrri hluti 2. aldar),
  2. trúvarnarmennirnir (2. öld),
  3. þeir sem uppi voru og rituðu á 3. öld og allt til kirkjuþingsins í Níkeu í Litlu-Asíu árið 325, og
  4. þeir sem voru í fylkingarbrjósti eftir það (4.-8. öld).

Önnur fjórskipting er þessi:

  1. postullegu feðurnir,
  2. trúvarnarmennirnir,
  3. aðrir fyrir og eftir Níukeuþingið, og
  4. eyðimerkurfeðurnir.

En einnig er til þrískipting, með:

  1. postullegu feðrunum,
  2. kirkjufeðrum fyrir Níkeuþingið og svo
  3. hinum eftir það.

Og ein leiðin enn er að hafa tvískiptingu og tala um:

  1. kirkjufeður fyrir árið 325 og
  2. síðar.

Sé hér tekið mið af fyrsta deilingunni, er um postullegu feðurna að segja, að þeir rituðu verk sín á árunum 95-150 eða þar um bil. Sumir þeirra (Klemens I frá Róm (≈ 30-101), Ignatíus (≈ 35-107), síðar biskup í Antíokkíu (nú Antakya í suðaustur Tyrklandi), og Pólýkarpos (≈ 69-155), síðar biskup í Smyrnu (nú Izmir í Tyrklandi)) nutu meðal annars leiðsagnar postulanna Jóhannesar og Péturs.



Ignatíus biskup í Antíokkíu, einn postullegu kirkjufeðranna, dó píslarvættisdauða eftir að hafa verið kastað fyrir ljón í Róm.
Höfundur myndar óþekktur.

Á meðal þekktustu trúvarnarmanna voru Jústínus píslarvottur frá Neapólis (≈ 100-165), Tatían hinn sýrlenski (d. um 185), Íreneus (≈ 130-200), biskup í Lyon í Gallíu, Aþenagoras (≈ 133-190), Klemens frá Alexandríu (≈ 150-215) og Tertúllíanus (≈ 160-225).

Í þriðja hópnum, það er þeir sem voru uppi á 3. öld og byrjun þeirrar 4., eru ef til vill kunnastir Órígenes (≈ 185-254) og Hermías (3. öld).

Í fjórða hópnum eru menn eins og Evsebíos (≈ 260-341), biskup í Sesareu og kirkjusagnfræðingur, Aþanasíus frá Alexandríu (≈ 296-373), Kappadókíufeðurnir (Basil mikli (≈ 330-379), Gregoríos frá Nazíanzen (≈ 330-390) og Gregoríos frá Nyssa (≈ 335-394)), Ambrósíus (≈ 340-397), biskup í Mílanó, Híerónímus (≈ 340-420), sem þýddi Biblíuna á latínu (Vúlgötu), Chrysostomos (≈ 349-407), erkibiskup í Konstantínópel, sem vegna ræðufimi sinnar fékk viðurnefnið gullinmunnur, Ágústínus (354-430), biskup í Hippó í Afríku, sem kallaður hefur verið faðir rómversku kirkjunnar, og Gregoríus páfi hinn mikli (≈ 540-604).



Ágústínus biskup í Hippó í Afríku, faðir rómversku kirkjunnar.
Málverk eftir Sandro Botticelli frá um 1480.

Til hægðarauka og aðgreiningar er kirkjufeðrunum einnig gjarnan skipt í latneska (Vesturkirkjan) og gríska (Austurkirkjan), eftir ritunarmáli þeirra. Þá er gjarnan litið svo á að síðastur latnesku feðranna hafi verið Ísídórus frá Sevilla (≈ 560-636) og síðastur grísku feðranna Jóhannes frá Damaskus (≈ 676-749). Einhverjir rituðu þó á sýrlensku og koptísku.

Þess má að lokum geta að til er í Þjóðarbókhlöðu gríðarmikil ritröð með heitinu Patrologiæ Cursus Completus: Series Latina (Ritsafn kirkjufeðranna: Latnesk röð) og er samtals 221 bindi samkvæmt Gegni. Gríska röðin er líka til þar og er 162 bindi. Þessar raðir voru gefnar út í París á árunum 1844-1866 undir ritstjórn Jacques Paul Migne. Þar er orðið kirkjufaðir notað í víðari merkingu en oftast er gert, því að raðirnar enda á Innocentiusi III páfa sem var uppi um 1200.

Myndir:

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

11.12.2007

Spyrjandi

Elín Rós

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Hverjir eru kirkjufeður?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2007, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6953.

Sigurður Ægisson. (2007, 11. desember). Hverjir eru kirkjufeður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6953

Sigurður Ægisson. „Hverjir eru kirkjufeður?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2007. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6953>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru kirkjufeður?
Kirkjufeður eru þeir einstaklingar nefndir, um hundrað að tölu, sem voru leiðtogar og fræðarar kristninnar fyrstu tæpar átta aldirnar, það er að segja á aðalmótunarskeiði hennar. Oftast eru postularnir þó undanskildir sem og aðrir höfundar Nýja testamentisins.

Sumir þessara svokölluðu kirkjufeðra rituðu til að leiðbeina hinum trúuðu, aðrir í hughreystingarskyni og enn aðrir fengust við að túlka og útskýra flókna hluti eða verja boðskapinn fyrir niðurrifsöflum. Sumstaðar í Austurkirkjunni er litið svo á að umræddur listi sé ennþá opinn.

Á 5. öld lagði Vincent nokkur frá Lérin í Gallíu (nú við Miðjarðarhafsströnd Frakklands, skammt frá Cannes) til ákveðna mælistiku, fjögur atriði, sem yrðu að vera til staðar áður en mönnum hlotnaðist nafnbótin kirkjufaðir. Auk þess að tilheyra fyrstu öldum átti viðkomandi að hafa lifað í sönnum heilagleika, rit hans urðu að innihalda eitthvað afar mikilvægt og vera laus við kenningarlegar villur, og að síðustu varð kirkjan að hafa lagt blessun sína yfir þau.

Kirkjufeðrunum má skipta í fjóra hópa, eftir tímaröð. Þeir eru:

  1. postullegu feðurnir (seinni partur 1. aldar og fyrri hluti 2. aldar),
  2. trúvarnarmennirnir (2. öld),
  3. þeir sem uppi voru og rituðu á 3. öld og allt til kirkjuþingsins í Níkeu í Litlu-Asíu árið 325, og
  4. þeir sem voru í fylkingarbrjósti eftir það (4.-8. öld).

Önnur fjórskipting er þessi:

  1. postullegu feðurnir,
  2. trúvarnarmennirnir,
  3. aðrir fyrir og eftir Níukeuþingið, og
  4. eyðimerkurfeðurnir.

En einnig er til þrískipting, með:

  1. postullegu feðrunum,
  2. kirkjufeðrum fyrir Níkeuþingið og svo
  3. hinum eftir það.

Og ein leiðin enn er að hafa tvískiptingu og tala um:

  1. kirkjufeður fyrir árið 325 og
  2. síðar.

Sé hér tekið mið af fyrsta deilingunni, er um postullegu feðurna að segja, að þeir rituðu verk sín á árunum 95-150 eða þar um bil. Sumir þeirra (Klemens I frá Róm (≈ 30-101), Ignatíus (≈ 35-107), síðar biskup í Antíokkíu (nú Antakya í suðaustur Tyrklandi), og Pólýkarpos (≈ 69-155), síðar biskup í Smyrnu (nú Izmir í Tyrklandi)) nutu meðal annars leiðsagnar postulanna Jóhannesar og Péturs.



Ignatíus biskup í Antíokkíu, einn postullegu kirkjufeðranna, dó píslarvættisdauða eftir að hafa verið kastað fyrir ljón í Róm.
Höfundur myndar óþekktur.

Á meðal þekktustu trúvarnarmanna voru Jústínus píslarvottur frá Neapólis (≈ 100-165), Tatían hinn sýrlenski (d. um 185), Íreneus (≈ 130-200), biskup í Lyon í Gallíu, Aþenagoras (≈ 133-190), Klemens frá Alexandríu (≈ 150-215) og Tertúllíanus (≈ 160-225).

Í þriðja hópnum, það er þeir sem voru uppi á 3. öld og byrjun þeirrar 4., eru ef til vill kunnastir Órígenes (≈ 185-254) og Hermías (3. öld).

Í fjórða hópnum eru menn eins og Evsebíos (≈ 260-341), biskup í Sesareu og kirkjusagnfræðingur, Aþanasíus frá Alexandríu (≈ 296-373), Kappadókíufeðurnir (Basil mikli (≈ 330-379), Gregoríos frá Nazíanzen (≈ 330-390) og Gregoríos frá Nyssa (≈ 335-394)), Ambrósíus (≈ 340-397), biskup í Mílanó, Híerónímus (≈ 340-420), sem þýddi Biblíuna á latínu (Vúlgötu), Chrysostomos (≈ 349-407), erkibiskup í Konstantínópel, sem vegna ræðufimi sinnar fékk viðurnefnið gullinmunnur, Ágústínus (354-430), biskup í Hippó í Afríku, sem kallaður hefur verið faðir rómversku kirkjunnar, og Gregoríus páfi hinn mikli (≈ 540-604).



Ágústínus biskup í Hippó í Afríku, faðir rómversku kirkjunnar.
Málverk eftir Sandro Botticelli frá um 1480.

Til hægðarauka og aðgreiningar er kirkjufeðrunum einnig gjarnan skipt í latneska (Vesturkirkjan) og gríska (Austurkirkjan), eftir ritunarmáli þeirra. Þá er gjarnan litið svo á að síðastur latnesku feðranna hafi verið Ísídórus frá Sevilla (≈ 560-636) og síðastur grísku feðranna Jóhannes frá Damaskus (≈ 676-749). Einhverjir rituðu þó á sýrlensku og koptísku.

Þess má að lokum geta að til er í Þjóðarbókhlöðu gríðarmikil ritröð með heitinu Patrologiæ Cursus Completus: Series Latina (Ritsafn kirkjufeðranna: Latnesk röð) og er samtals 221 bindi samkvæmt Gegni. Gríska röðin er líka til þar og er 162 bindi. Þessar raðir voru gefnar út í París á árunum 1844-1866 undir ritstjórn Jacques Paul Migne. Þar er orðið kirkjufaðir notað í víðari merkingu en oftast er gert, því að raðirnar enda á Innocentiusi III páfa sem var uppi um 1200.

Myndir: