Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fleyta menn "kerlingar"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ólafur Davíðsson þjóðfræðingur flokkar orðasamböndin að flytja kerlingar eða fleyta kerlingar undir kastfimi en tekur fram að ekki sé um mikla íþrótt að ræða (1887:92–93). Þessi leikur er allgamall og er meðal annars sagt frá honum í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnuvík frá 18. öld undir heitinu flytja kerlingar. Ólafur lýsir honum á þessa leið:

Listamaðurinn tekur svolitla helluflís og kastar henni út á sjó eða vatn. Ef steinninn hoppar eptir yfirborði vatnsins, áður en hann sekkur, þá flytur hann kellíngar og eins margar og steinninn hoppar opt upp. Bezt er að flísarnar séu sem flatastar og sléttastar og verður listamaðurinn að kasta þeim á ská eða með vatnsyfirborðinu, en ekki beint út í það, því þá sekkur steinninn þegar í stað.

Ólafur taldi að það væri austfirsk venja að tala um að fleyta kerlingar og ef til vill hefur það verið svo á hans dögum en nú er það samband þekkt um allt land og virðist algengara en að flytja kerlingar.



Að fleyta eða flytja kerlingar.

Í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um bæði samböndin frá lokum 19. aldar og er þar oft um að ræða víðari merkingu, til dæmis að bátur fleyti kerlingar á sjó ef öldugangur er mikill. Ólafur Davíðsson gefur þá skýringu á orðasambandinu að menn teldu að ,,kellíngum hæfði ekki betri flutningur“ og er líklegast eitthvað til í því. Til eru dæmi um að steinninn, eða helluflísin eins og Ólafur nefndi hann, sé nefndur kerling og er þá hugsunin að koma kerlingunni sem lengst.

Þess má geta að Ólafur hefur eftir heimildarmanni að það sé líka nefnt að flytja eða fleyta kerlingar þegar róðrarmaður dettur aftur fyrir sig af þóftunni við það að árin hljóp upp úr keipnum eða árartakið varð of grunnt.

Mynd: Picasa Web Albums - Phillus.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna talar maður um að "fleyta kerlingar", þegar maður lætur steina skoppa á vatnsfleti?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.12.2007

Spyrjandi

Hólmfríður Þóroddsdóttir
Haraldur Sturluson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju fleyta menn "kerlingar"?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2007, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6954.

Guðrún Kvaran. (2007, 11. desember). Af hverju fleyta menn "kerlingar"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6954

Guðrún Kvaran. „Af hverju fleyta menn "kerlingar"?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2007. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6954>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fleyta menn "kerlingar"?
Ólafur Davíðsson þjóðfræðingur flokkar orðasamböndin að flytja kerlingar eða fleyta kerlingar undir kastfimi en tekur fram að ekki sé um mikla íþrótt að ræða (1887:92–93). Þessi leikur er allgamall og er meðal annars sagt frá honum í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnuvík frá 18. öld undir heitinu flytja kerlingar. Ólafur lýsir honum á þessa leið:

Listamaðurinn tekur svolitla helluflís og kastar henni út á sjó eða vatn. Ef steinninn hoppar eptir yfirborði vatnsins, áður en hann sekkur, þá flytur hann kellíngar og eins margar og steinninn hoppar opt upp. Bezt er að flísarnar séu sem flatastar og sléttastar og verður listamaðurinn að kasta þeim á ská eða með vatnsyfirborðinu, en ekki beint út í það, því þá sekkur steinninn þegar í stað.

Ólafur taldi að það væri austfirsk venja að tala um að fleyta kerlingar og ef til vill hefur það verið svo á hans dögum en nú er það samband þekkt um allt land og virðist algengara en að flytja kerlingar.



Að fleyta eða flytja kerlingar.

Í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um bæði samböndin frá lokum 19. aldar og er þar oft um að ræða víðari merkingu, til dæmis að bátur fleyti kerlingar á sjó ef öldugangur er mikill. Ólafur Davíðsson gefur þá skýringu á orðasambandinu að menn teldu að ,,kellíngum hæfði ekki betri flutningur“ og er líklegast eitthvað til í því. Til eru dæmi um að steinninn, eða helluflísin eins og Ólafur nefndi hann, sé nefndur kerling og er þá hugsunin að koma kerlingunni sem lengst.

Þess má geta að Ólafur hefur eftir heimildarmanni að það sé líka nefnt að flytja eða fleyta kerlingar þegar róðrarmaður dettur aftur fyrir sig af þóftunni við það að árin hljóp upp úr keipnum eða árartakið varð of grunnt.

Mynd: Picasa Web Albums - Phillus.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna talar maður um að "fleyta kerlingar", þegar maður lætur steina skoppa á vatnsfleti?
...