Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir?

Jón Már Halldórsson

Steinfiskar eru tegundir fiska af ættkvíslinni Synanceia. Innan þessarar ættkvíslar eru þekktar fimm tegundir. Steinfiskar finnast aðallega á grunnsævi við Indlandshaf og Kyrrahaf en einnig eru dæmi um steinfiska í ísöltum sjó og í ám í Suðaustur-Asíu. Steinfiskar eru mjög eitraðir og jafnvel eitraðastir allra núlifandi fiska. Þá er átt við eitrið sem þeir gefa frá sér en ekki þau áhrif sem fiskarnir hafa sé þeirra neytt.

Kunnust þessara tegunda er Synanceia verracusa. Höfundur veit ekki til þess að hún hafi sérstakt íslenskt heiti en á ensku nefnist hún reef stonefish eða einfaldlega stonefish. Kjörlendi þessarar tegundar eru kóralrifin sem finnast víða á grunnsævi við eyjar Suðaustur-Asíu og við strendur Norður-Ástralíu.

Synanceia verrucosa. Steinfiskar verða seint taldir til fallegustu fiska.

Steinfiskar teljast sjálfsagt til meðalstórra fiska. Til að mynda getur Synanceia verrucosa orðið allt að 40 cm á lengd en þekkt eru eintök sem voru rúmir 50 cm á lengd. Steinfiskar draga nafn sitt af því að oft er erfitt að greina þá frá umhverfi sínu, þeir eru í felulitum, gjarnan gráir eða brúnleitir og minna á steina þar sem þeir liggja grafkyrrir á botninum eða við kóralrif.

Steinfiskar búa yfir öflugu eitri sem þeir nota sér til varnar. Við þyrna á bakuggum fiskanna eru eiturkirtlar. Verði steinfiskur fyrir truflun spennast þyrnarnir upp og geta stungið árásaraðilann eða þann sem truflar fiskinn, með þeim afleiðingum að eitur getur borist í viðkomandi.

Fjölmörg tilvik eru þekkt þar sem fólk hefur verið stungið í fæturna eftir að hafa stigið á steinfisk, enda er fiskurinn mjög samlitur umhverfinu. Einkenni eitursins eru heiftarlegur sársauki í stungusári og miklar bólgur sem fylgja í kjölfarið. Þá koma fram einkenni eins og máttleysi í vöðvum og staðbundin lömun. Í verstu tilvikum getur stunga steinfisks leitt til dauða ef viðkomandi kemst ekki undir læknishendur og fær viðeigandi mótefni. Sem betur fer eru ekki þekkt mörg tilvik þar sem eitur eftir steinfisksstungu hefur orsakað andlát.

Það getur verið erfitt að greina steinfiska þar sem þeir eru mjög samlitir umhverfinu.

Öflugt eitur steinfiska kemur þó ekki í veg fyrir að menn geti lagt þá sér til munns en þeir eru borðaðir sums staðar í Asíu svo sem á syðstu eyjum Japans, í Fujian- og Gunagdong-héruðum Kína og í Hong Kong. Það er ekki hættulegt að borða soðinn eða steiktan steinfisk þar sem eitrið verður skaðlaust við hitun og sjálft hold fisksins er ekki eitrað. í Japan er hann einnig borinn fram hrár sem sashimi og er þess þá vandlega gætt að forðast eitraða hlutann.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.4.2015

Spyrjandi

Ásgerður Magnúsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2015. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69637.

Jón Már Halldórsson. (2015, 13. apríl). Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69637

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2015. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69637>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir?
Steinfiskar eru tegundir fiska af ættkvíslinni Synanceia. Innan þessarar ættkvíslar eru þekktar fimm tegundir. Steinfiskar finnast aðallega á grunnsævi við Indlandshaf og Kyrrahaf en einnig eru dæmi um steinfiska í ísöltum sjó og í ám í Suðaustur-Asíu. Steinfiskar eru mjög eitraðir og jafnvel eitraðastir allra núlifandi fiska. Þá er átt við eitrið sem þeir gefa frá sér en ekki þau áhrif sem fiskarnir hafa sé þeirra neytt.

Kunnust þessara tegunda er Synanceia verracusa. Höfundur veit ekki til þess að hún hafi sérstakt íslenskt heiti en á ensku nefnist hún reef stonefish eða einfaldlega stonefish. Kjörlendi þessarar tegundar eru kóralrifin sem finnast víða á grunnsævi við eyjar Suðaustur-Asíu og við strendur Norður-Ástralíu.

Synanceia verrucosa. Steinfiskar verða seint taldir til fallegustu fiska.

Steinfiskar teljast sjálfsagt til meðalstórra fiska. Til að mynda getur Synanceia verrucosa orðið allt að 40 cm á lengd en þekkt eru eintök sem voru rúmir 50 cm á lengd. Steinfiskar draga nafn sitt af því að oft er erfitt að greina þá frá umhverfi sínu, þeir eru í felulitum, gjarnan gráir eða brúnleitir og minna á steina þar sem þeir liggja grafkyrrir á botninum eða við kóralrif.

Steinfiskar búa yfir öflugu eitri sem þeir nota sér til varnar. Við þyrna á bakuggum fiskanna eru eiturkirtlar. Verði steinfiskur fyrir truflun spennast þyrnarnir upp og geta stungið árásaraðilann eða þann sem truflar fiskinn, með þeim afleiðingum að eitur getur borist í viðkomandi.

Fjölmörg tilvik eru þekkt þar sem fólk hefur verið stungið í fæturna eftir að hafa stigið á steinfisk, enda er fiskurinn mjög samlitur umhverfinu. Einkenni eitursins eru heiftarlegur sársauki í stungusári og miklar bólgur sem fylgja í kjölfarið. Þá koma fram einkenni eins og máttleysi í vöðvum og staðbundin lömun. Í verstu tilvikum getur stunga steinfisks leitt til dauða ef viðkomandi kemst ekki undir læknishendur og fær viðeigandi mótefni. Sem betur fer eru ekki þekkt mörg tilvik þar sem eitur eftir steinfisksstungu hefur orsakað andlát.

Það getur verið erfitt að greina steinfiska þar sem þeir eru mjög samlitir umhverfinu.

Öflugt eitur steinfiska kemur þó ekki í veg fyrir að menn geti lagt þá sér til munns en þeir eru borðaðir sums staðar í Asíu svo sem á syðstu eyjum Japans, í Fujian- og Gunagdong-héruðum Kína og í Hong Kong. Það er ekki hættulegt að borða soðinn eða steiktan steinfisk þar sem eitrið verður skaðlaust við hitun og sjálft hold fisksins er ekki eitrað. í Japan er hann einnig borinn fram hrár sem sashimi og er þess þá vandlega gætt að forðast eitraða hlutann.

Heimildir og mynd:

...