Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?

Elvar Ingi Ragnarsson og Hinrik Hafsteinsson

Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til hermenn og vopn.

Sex daga stríðið var ekki einangraður atburður heldur höfðu Ísraelar og Arabar átt í deilum allt frá stofnun Ísraelsríkis 1948 og kom til átaka þeirra á milli bæði fyrir og eftir þetta stríð. Átökin 1967 áttu sér nokkurn aðdraganda. Snemma árs 1967 höfðu Sýrlendingar varpað sprengjum frá Gólanhæðum á ísraelsk þorp. Eftir að Ísraelsher skaut niður sýrlenskar herflugvélar juku Egyptar liðsafla sinn við landamærin að Ísrael á Sínaískaganum og vísuðu friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í burt, en þær höfðu verið til eftirlits á landamærunum frá því deilt var um Súezskurðinn áratug áður. Egyptar lokuðu einnig á umferð ísraelskra skipa um Tíransund (sem er mjótt sund á milli Sínaískaga og Arabíuskaga) og þar með lokaðist siglingaleiðin að Eilat, einu hafnarborg Ísraels sem liggur ekki að Miðjarðarhafi. Þeir gerðu varnarsamning við Jórdaníu og kölluðu jafnframt eftir sameinuðum aðgerður Araba gegn Ísrael.Þann 5. júní gerðu Ísraelar árás á egypska flugherinn af ótta við aðgerðir frá Egyptum. Þar með var hafið stríð sem stóð í sex daga og lauk með því að her Ísraels vann yfirburðasigur. Eftir stríðið hafði Ísrael náð á sitt vald öllum Sínaískaganum, allri Jerúsalem, Gasaströndinni, Vesturbakkanum og Gólanhæðum. Þó Egyptar hafi aftur fengið yfirráð yfir Sínaískaga er enn þann dag í dag er deilt um önnur svæði sem Ísrael tók í þessu stríði og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og kort:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

19.12.2007

Síðast uppfært

13.11.2018

Spyrjandi

Áslaug Guðjónsdóttir

Tilvísun

Elvar Ingi Ragnarsson og Hinrik Hafsteinsson. „Hvaða ár var sex daga stríðið háð?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2007, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6971.

Elvar Ingi Ragnarsson og Hinrik Hafsteinsson. (2007, 19. desember). Hvaða ár var sex daga stríðið háð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6971

Elvar Ingi Ragnarsson og Hinrik Hafsteinsson. „Hvaða ár var sex daga stríðið háð?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2007. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6971>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?
Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til hermenn og vopn.

Sex daga stríðið var ekki einangraður atburður heldur höfðu Ísraelar og Arabar átt í deilum allt frá stofnun Ísraelsríkis 1948 og kom til átaka þeirra á milli bæði fyrir og eftir þetta stríð. Átökin 1967 áttu sér nokkurn aðdraganda. Snemma árs 1967 höfðu Sýrlendingar varpað sprengjum frá Gólanhæðum á ísraelsk þorp. Eftir að Ísraelsher skaut niður sýrlenskar herflugvélar juku Egyptar liðsafla sinn við landamærin að Ísrael á Sínaískaganum og vísuðu friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í burt, en þær höfðu verið til eftirlits á landamærunum frá því deilt var um Súezskurðinn áratug áður. Egyptar lokuðu einnig á umferð ísraelskra skipa um Tíransund (sem er mjótt sund á milli Sínaískaga og Arabíuskaga) og þar með lokaðist siglingaleiðin að Eilat, einu hafnarborg Ísraels sem liggur ekki að Miðjarðarhafi. Þeir gerðu varnarsamning við Jórdaníu og kölluðu jafnframt eftir sameinuðum aðgerður Araba gegn Ísrael.Þann 5. júní gerðu Ísraelar árás á egypska flugherinn af ótta við aðgerðir frá Egyptum. Þar með var hafið stríð sem stóð í sex daga og lauk með því að her Ísraels vann yfirburðasigur. Eftir stríðið hafði Ísrael náð á sitt vald öllum Sínaískaganum, allri Jerúsalem, Gasaströndinni, Vesturbakkanum og Gólanhæðum. Þó Egyptar hafi aftur fengið yfirráð yfir Sínaískaga er enn þann dag í dag er deilt um önnur svæði sem Ísrael tók í þessu stríði og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og kort:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007....