
Á þessari síðu hér má fá yfirlit yfir skáldverk sem annað hvort eru öll skrifuð sem annarrar persónu frásögn eða að einhverjum hluta. Þarna eru til dæmis verk eins og Absalom, Absalom! (1936) eftir William Faulkner (1897-1962), Katz und Maus (1961) eftir Günter Grass (f. 1927) og Company (1979) eftir Samuel Beckett (1906-1989). Við þennan lista mætti svo bæta við sögunni Snaran (1968) eftir Jakobínu Sigurðardóttur (1918-1994) sem er bein ræða sögumanns í annarri persónu frá upphafi til enda og einnig skáldsögunni La muerte de Artemio Cruz (1962; Dauði Artemio Cruz) eftir mexíkóska rithöfundinn Carlos Fuentes (f. 1928), en í þeirri skáldsögu skiptast reglulega á fyrstu, önnur og þriðju persónu frásögn. Heimild og mynd:
- Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
- University of Delaware Library