Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Þú getur að sjálfsögðu skrifað texta í annarri persónu. Þá þarft þú að fylgjast vel með því að annarrar persónu fornafnið sé notað í textanum. Gott er að þú lesir textann vel yfir eftir að þú hefur skrifað hann. Þá getur þú farið yfir textann og tryggt að önnur persónufornöfn séu ekki ráðandi í honum. Þegar þú hefur gert þetta er verkið unnið.

Eins og lesandi sér er hægur vandi að skrifa texta í annarri persónu, alveg eins og það er lítið mál að skrifa texta í fyrstu persónu eða þriðju persónu. Hitt er svo annað mál að textar í annarri persónu eru ekki algengir. Flestar bókmenntir eru til dæmis skrifaðar í fyrstu eða þriðju persónu.

Fyrstu persónu sögumaður segir sjálfur frá atburðum frásagnarinnar sem hann tekur þátt í en þriðju persónu sögumaður stendur utan atburðarásarinnar og lýsir henni utan frá. Með texta sem er í annarri persónu er hægt að tala beint til lesanda, eins og hann sé hluti af frásögninni.

Í bókmenntafræði er hugtakið alvitur sögumaður notað um þriðju persónu sögumann sem er alltaf nálægur og getur séð í hug allra persóna verksins. Alvitur sögumaður talar stundum beint til lesenda og túlkar það sem gerist í frásögninni. Don Kíkóti eftir Miguel de Cervantes er stundum tekinn sem dæmi um frásögn með alvitrum sögumanni.


Prósaverkið Company eftir Samuel Beckett er að nokkru leyti skrifað í annari persónu. Á myndinni sést rithöfundurinn á kaffihúsi.

Á þessari síðu hér má fá yfirlit yfir skáldverk sem annað hvort eru öll skrifuð sem annarrar persónu frásögn eða að einhverjum hluta. Þarna eru til dæmis verk eins og Absalom, Absalom! (1936) eftir William Faulkner (1897-1962), Katz und Maus (1961) eftir Günter Grass (f. 1927) og Company (1979) eftir Samuel Beckett (1906-1989).

Við þennan lista mætti svo bæta við sögunni Snaran (1968) eftir Jakobínu Sigurðardóttur (1918-1994) sem er bein ræða sögumanns í annarri persónu frá upphafi til enda og einnig skáldsögunni La muerte de Artemio Cruz (1962; Dauði Artemio Cruz) eftir mexíkóska rithöfundinn Carlos Fuentes (f. 1928), en í þeirri skáldsögu skiptast reglulega á fyrstu, önnur og þriðju persónu frásögn.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.1.2008

Spyrjandi

Elsa Björk Harðardóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2008. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6985.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 4. janúar). Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6985

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2008. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6985>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?
Þú getur að sjálfsögðu skrifað texta í annarri persónu. Þá þarft þú að fylgjast vel með því að annarrar persónu fornafnið sé notað í textanum. Gott er að þú lesir textann vel yfir eftir að þú hefur skrifað hann. Þá getur þú farið yfir textann og tryggt að önnur persónufornöfn séu ekki ráðandi í honum. Þegar þú hefur gert þetta er verkið unnið.

Eins og lesandi sér er hægur vandi að skrifa texta í annarri persónu, alveg eins og það er lítið mál að skrifa texta í fyrstu persónu eða þriðju persónu. Hitt er svo annað mál að textar í annarri persónu eru ekki algengir. Flestar bókmenntir eru til dæmis skrifaðar í fyrstu eða þriðju persónu.

Fyrstu persónu sögumaður segir sjálfur frá atburðum frásagnarinnar sem hann tekur þátt í en þriðju persónu sögumaður stendur utan atburðarásarinnar og lýsir henni utan frá. Með texta sem er í annarri persónu er hægt að tala beint til lesanda, eins og hann sé hluti af frásögninni.

Í bókmenntafræði er hugtakið alvitur sögumaður notað um þriðju persónu sögumann sem er alltaf nálægur og getur séð í hug allra persóna verksins. Alvitur sögumaður talar stundum beint til lesenda og túlkar það sem gerist í frásögninni. Don Kíkóti eftir Miguel de Cervantes er stundum tekinn sem dæmi um frásögn með alvitrum sögumanni.


Prósaverkið Company eftir Samuel Beckett er að nokkru leyti skrifað í annari persónu. Á myndinni sést rithöfundurinn á kaffihúsi.

Á þessari síðu hér má fá yfirlit yfir skáldverk sem annað hvort eru öll skrifuð sem annarrar persónu frásögn eða að einhverjum hluta. Þarna eru til dæmis verk eins og Absalom, Absalom! (1936) eftir William Faulkner (1897-1962), Katz und Maus (1961) eftir Günter Grass (f. 1927) og Company (1979) eftir Samuel Beckett (1906-1989).

Við þennan lista mætti svo bæta við sögunni Snaran (1968) eftir Jakobínu Sigurðardóttur (1918-1994) sem er bein ræða sögumanns í annarri persónu frá upphafi til enda og einnig skáldsögunni La muerte de Artemio Cruz (1962; Dauði Artemio Cruz) eftir mexíkóska rithöfundinn Carlos Fuentes (f. 1928), en í þeirri skáldsögu skiptast reglulega á fyrstu, önnur og þriðju persónu frásögn.

Heimild og mynd:...