Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til?

Trausti Jónsson

Ekki hafa komið fram neinar marktækar vísbendingar um að óveður gangi yfir landið á einum tíma sólarhringsins fremur en öðrum. Sé stormur (hámarksvindhraði yfir 20 m/s) í Reykjavík talinn eftir athugunartímum á tímabilinu 1974 til 2007 fæst eftirfarandi tafla:

AthugunartímiFjöldi tilvika
0373
0674
0984
1289
1583
1888
2174
2470

Sé taflan tekin bókstaflega hafa stormar á þessu tímabili verið algengastir á hádegi, en sjaldgæfastir á miðnætti. Munurinn er þó varla marktækur.

Óveður er ekki algengara á einum tíma sólahrings frekar en öðrum. Hér má sjá að töluvert hvasst var á vestanverðu landinu um hádegi þann 30. desember 2007.

Sé farið hærra á vindstiganum fækkar veðrum mjög þannig að tölfræðileg óvissa vex. En séu þau 24 veður áranna 1965 til 1993 þar sem vindhraði er yfir 28 m/s í Reykjavík athuguð kemur í ljós að 13 eru á tímabilinu frá klukkan 18 að kvöldi til klukkan 6 að morgni og 11 frá 6 að morgni til 18 að kvöldi. Munurinn er ekki marktækur. Ástæða þess að árin eftir 1993 eru ekki með er sú að vindur á Veðurstofunni hefur ekki náð 28 m/s síðan, trúlega vegna vaxandi skjóláhrifa byggðar og gróðurs.

Mynd: Veðurstofa Íslands. Sótt 10. janúar 2008.


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ég hef tekið eftir því að djúpar lægðir ganga yfirleitt yfir landið að nóttu til. Það gerist til dæmis nánast aldrei að hápunktur ofsaveðurs sé klukkan eitt eftir hádegi. Er þetta ímyndun í mér eða er það staðreynd að lægðir ganga frekar yfir landið að nóttu til?

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

10.1.2008

Spyrjandi

Arnar Þór Stefánsson

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2008. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6994.

Trausti Jónsson. (2008, 10. janúar). Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6994

Trausti Jónsson. „Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2008. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6994>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til?
Ekki hafa komið fram neinar marktækar vísbendingar um að óveður gangi yfir landið á einum tíma sólarhringsins fremur en öðrum. Sé stormur (hámarksvindhraði yfir 20 m/s) í Reykjavík talinn eftir athugunartímum á tímabilinu 1974 til 2007 fæst eftirfarandi tafla:

AthugunartímiFjöldi tilvika
0373
0674
0984
1289
1583
1888
2174
2470

Sé taflan tekin bókstaflega hafa stormar á þessu tímabili verið algengastir á hádegi, en sjaldgæfastir á miðnætti. Munurinn er þó varla marktækur.

Óveður er ekki algengara á einum tíma sólahrings frekar en öðrum. Hér má sjá að töluvert hvasst var á vestanverðu landinu um hádegi þann 30. desember 2007.

Sé farið hærra á vindstiganum fækkar veðrum mjög þannig að tölfræðileg óvissa vex. En séu þau 24 veður áranna 1965 til 1993 þar sem vindhraði er yfir 28 m/s í Reykjavík athuguð kemur í ljós að 13 eru á tímabilinu frá klukkan 18 að kvöldi til klukkan 6 að morgni og 11 frá 6 að morgni til 18 að kvöldi. Munurinn er ekki marktækur. Ástæða þess að árin eftir 1993 eru ekki með er sú að vindur á Veðurstofunni hefur ekki náð 28 m/s síðan, trúlega vegna vaxandi skjóláhrifa byggðar og gróðurs.

Mynd: Veðurstofa Íslands. Sótt 10. janúar 2008.


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ég hef tekið eftir því að djúpar lægðir ganga yfirleitt yfir landið að nóttu til. Það gerist til dæmis nánast aldrei að hápunktur ofsaveðurs sé klukkan eitt eftir hádegi. Er þetta ímyndun í mér eða er það staðreynd að lægðir ganga frekar yfir landið að nóttu til?
...