Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að vera "moldríkur"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Mold- í moldríkur ‘mjög ríkur’ er herðandi forliður eins og til dæmis lauk- í laukréttur, ösku- í öskureiður, eld- í eldklár og stein- í steindauður. Það er af sama stofni og mold ‘jarðefni, jarðvegur’ og er líkingin sótt til þess að moldin er duftkennd blanda með fleiri kornum en tölu verður á komið með góðu móti.


Mold í moldríkur er herðandi forliður og líkingin er sótt til þess að moldin er duftkennd blanda með fleiri kornum en tölu verður á komið með góðu móti.

Forliðurinn mold- er því notaður um þann sem mikið á af einhverju, til dæmis er sá moldríkur sem á mikið af peningum, er vellauðugur. En forliðurinn mold- er ekki einungis bundinn eign heldur getur hann einnig lýst ástandi í orðum eins og moldblindur og moldfullur um þann sem er mjög drukkinn, eiginlega öfurölvi, og í orðinu moldkafald um mjög þétta snjókomu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.1.2008

Spyrjandi

Óskar Magnússon

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera "moldríkur"?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2008, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7002.

Guðrún Kvaran. (2008, 14. janúar). Hvað er að vera "moldríkur"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7002

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera "moldríkur"?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2008. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7002>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að vera "moldríkur"?
Mold- í moldríkur ‘mjög ríkur’ er herðandi forliður eins og til dæmis lauk- í laukréttur, ösku- í öskureiður, eld- í eldklár og stein- í steindauður. Það er af sama stofni og mold ‘jarðefni, jarðvegur’ og er líkingin sótt til þess að moldin er duftkennd blanda með fleiri kornum en tölu verður á komið með góðu móti.


Mold í moldríkur er herðandi forliður og líkingin er sótt til þess að moldin er duftkennd blanda með fleiri kornum en tölu verður á komið með góðu móti.

Forliðurinn mold- er því notaður um þann sem mikið á af einhverju, til dæmis er sá moldríkur sem á mikið af peningum, er vellauðugur. En forliðurinn mold- er ekki einungis bundinn eign heldur getur hann einnig lýst ástandi í orðum eins og moldblindur og moldfullur um þann sem er mjög drukkinn, eiginlega öfurölvi, og í orðinu moldkafald um mjög þétta snjókomu.

Mynd: