Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sambandið oft og tíðum er gamalt í málinu. Þótt ekki virðast dæmi um það í fornum textum íslenskum þekkist það í Norsku fornbréfasafni (sbr. fornmálsorðabók Johans Fritzners) sem bendir til það það geti vel hafa þekkst á Íslandi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um oft og tíðum eru frá upphafi 17. aldar en dæmi frá miðri 16. öld bendir til svipaðrar notkunar. Það er svona: ,,þat er Christur hafde swo tidum oc optsinnis fyre sagt“ og er úr postillu eftir Antonius Corvinus sem Oddur Gottskálksson þýddi og gaf út 1546. Á það skal bent að söfnun Orðabókarinnar hefst við árið 1540 en það ár var fyrsta íslenska bókin prentuð. Atviksorðið tíðum merkir ‘oft, margsinnis’ og tvítekning orða sömu merkingar er notuð til áherslu.
Sambandið oft á tíðum virðist talsvert yngra. Ef skoðað er í ritmálssafni Orðabókar Háskólans fer að bera á samböndunum áður á tíðum í merkingunni ‘áður fyrr’, nú á tíðum ‘núna, um þessar mundir’ og oft á tíðum ‘margsinnis’. Þar er tíðum þágufall fleirtölu orðsins tíð. Líklegast hefur þessi notkun orðið til fyrir áhrif frá dönsku en þar er forsetningin på ‘á’ notuð í orðasamböndum með tid eins og til dæmi det er på høje tid ‘það er tími til kominn’.
Oft og tíðum er sem sagt eldra í málinu en bæði samböndin hafa unnið sér þegnrétt.
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Stundum sé ég skrifað 'oft á tíðum' en ég hef haldið að réttara væri að skrifa (og segja) 'oft og tíðum.' Hvort er rétt?
Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að skrifa 'oft og tíðum' eða 'oft á tíðum'?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7022.
Guðrún Kvaran. (2008, 23. janúar). Hvort er réttara að skrifa 'oft og tíðum' eða 'oft á tíðum'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7022
Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að skrifa 'oft og tíðum' eða 'oft á tíðum'?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7022>.