Sólin Sólin Rís 10:48 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:14 • Sest 02:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:33 • Síðdegis: 14:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 20:28 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eru orðin kona og queen eitthvað skyld?

Þórdís Úlfarsdóttir

Orðið kona er fornt að uppruna eins og við er að búast. V-ið er í stofninum, samanber beygingarmyndina kvenna, samsetningar á kven- og fornyrðin kván, kvon og kvæn, sem merkja 'kona'. Samsvarandi orð er notað í nágrannamálunum, danska kvinde, norska kvinne og sænska kvinna.

En hvað með ensku? Sami orðstofn er til í ensku og er þar sprelllifandi, að vísu í orði sem merkir annað. Enska orðið fyrir konu er vitaskuld woman sem er óskylt ofangreindum orðum (á bak við woman er samsetningin wif-man, það er 'víf-maður'. Fyrri liðurinn er sjálfstætt orð í nútímaensku: wife 'eiginkona').

Kona verður drottning!

Í fornensku (engilsaxnesku) var til orðið cwēn sem merkti 'kona, eiginkona, drottning'. Með tímanum hurfu tvær fyrri merkingar orðsins en sú síðasta hélt velli. Stafsetning var ekki í föstum skorðum og í miðensku hefur cwēn nokkuð breytilegan rithátt, orðið er gjarnan (ekki þó alltaf) ritað með qu- í framstöðu: queene, queen eða quene.

Sem dæmi um orðið queen ritar 14. aldar skáldið Chaucer í Kantaraborgarsögum:

And weddede the queene Ypolita,

And broghte hir hoom with hym in his contree

(The Knight's Tale, lína 10-11)

og einnig:

Alle oþir wommen I forsake

And to an Elf queen I mee take.

(The Tale of Sir Thopas, lína 83-84)

Chaucer notar hér queen(e) í merkingunni 'drottning'. Í seinna kvæðinu kemur einnig fyrir orðið wommen 'konur', sem er fleirtala af miðenska orðinu wifman, wimman (= woman). Á þessum tíma hefur því woman – að minnsta kosti að einhverju leyti - verið búið að leysa cwēn/queen af hólmi sem almennt orð um konu.

Íslenska orðið kona og enska orðið queen eiga sér því sameiginlegan uppruna. Þau eru hvort um sig núlifandi fulltrúi hins sama forna orðstofns.

Heimildir og mynd:

 • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
 • Bosworth, Joseph og Toller, T. Northcote. 1921. An Anglo-Saxon Dictionary. (Skoðað 09.06.2015).
 • Chaucer, Geoffrey. The Canterbury Tales. The Norman Blake edition. (Skoðað 09.06.2015).
 • The Oxford Dictionary of English Etymology. 1966 (prentuð 1985). C.T. Onions (ritstj.). Oxford University Press, Oxford.
 • Stratmann, Francis Henry. 1891. A Middle English dictionary containing words used by English writers from the twelfth to the fifteenth century. Clarendon Press, Oxford. Af Internet Archive: Digital Library of Free Books, Movies, Music & Wayback Machine. (Skoðað 09.06.2015).
 • Mynd frá 15. öld, fengin úr Íslensku teiknibókinni, AM 673a III 4to bl. 8r.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

ritstjóri á orðfræðisviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

17.8.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þórdís Úlfarsdóttir. „Eru orðin kona og queen eitthvað skyld?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2015. Sótt 2. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=70239.

Þórdís Úlfarsdóttir. (2015, 17. ágúst). Eru orðin kona og queen eitthvað skyld? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70239

Þórdís Úlfarsdóttir. „Eru orðin kona og queen eitthvað skyld?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2015. Vefsíða. 2. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70239>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru orðin kona og queen eitthvað skyld?
Orðið kona er fornt að uppruna eins og við er að búast. V-ið er í stofninum, samanber beygingarmyndina kvenna, samsetningar á kven- og fornyrðin kván, kvon og kvæn, sem merkja 'kona'. Samsvarandi orð er notað í nágrannamálunum, danska kvinde, norska kvinne og sænska kvinna.

En hvað með ensku? Sami orðstofn er til í ensku og er þar sprelllifandi, að vísu í orði sem merkir annað. Enska orðið fyrir konu er vitaskuld woman sem er óskylt ofangreindum orðum (á bak við woman er samsetningin wif-man, það er 'víf-maður'. Fyrri liðurinn er sjálfstætt orð í nútímaensku: wife 'eiginkona').

Kona verður drottning!

Í fornensku (engilsaxnesku) var til orðið cwēn sem merkti 'kona, eiginkona, drottning'. Með tímanum hurfu tvær fyrri merkingar orðsins en sú síðasta hélt velli. Stafsetning var ekki í föstum skorðum og í miðensku hefur cwēn nokkuð breytilegan rithátt, orðið er gjarnan (ekki þó alltaf) ritað með qu- í framstöðu: queene, queen eða quene.

Sem dæmi um orðið queen ritar 14. aldar skáldið Chaucer í Kantaraborgarsögum:

And weddede the queene Ypolita,

And broghte hir hoom with hym in his contree

(The Knight's Tale, lína 10-11)

og einnig:

Alle oþir wommen I forsake

And to an Elf queen I mee take.

(The Tale of Sir Thopas, lína 83-84)

Chaucer notar hér queen(e) í merkingunni 'drottning'. Í seinna kvæðinu kemur einnig fyrir orðið wommen 'konur', sem er fleirtala af miðenska orðinu wifman, wimman (= woman). Á þessum tíma hefur því woman – að minnsta kosti að einhverju leyti - verið búið að leysa cwēn/queen af hólmi sem almennt orð um konu.

Íslenska orðið kona og enska orðið queen eiga sér því sameiginlegan uppruna. Þau eru hvort um sig núlifandi fulltrúi hins sama forna orðstofns.

Heimildir og mynd:

 • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
 • Bosworth, Joseph og Toller, T. Northcote. 1921. An Anglo-Saxon Dictionary. (Skoðað 09.06.2015).
 • Chaucer, Geoffrey. The Canterbury Tales. The Norman Blake edition. (Skoðað 09.06.2015).
 • The Oxford Dictionary of English Etymology. 1966 (prentuð 1985). C.T. Onions (ritstj.). Oxford University Press, Oxford.
 • Stratmann, Francis Henry. 1891. A Middle English dictionary containing words used by English writers from the twelfth to the fifteenth century. Clarendon Press, Oxford. Af Internet Archive: Digital Library of Free Books, Movies, Music & Wayback Machine. (Skoðað 09.06.2015).
 • Mynd frá 15. öld, fengin úr Íslensku teiknibókinni, AM 673a III 4to bl. 8r.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....