Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?

Guðrún Kvaran

Forliðurinn kas- er notaður í fáeinum orðum samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þessi orð eru kasbomm, kasheitur, kashlaðinn og kasmekktur, auk kasóléttur.

Kasbomm er notað í sömu merkingu og kasóléttur, það er um konu sem komin er langt á leið, en bomm er í óformlegu tali notað um barnshafandi konu.

Kasheitur og kashlaðinn eru bæði úr sjómannamáli. Hið fyrra er notað um fiskikös sem farin er að hitna, hið síðara um fisk sem hlaðinn er í kös.

Kasmekktur er fengið úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness (1902-1998). Þar lýsir hann veðri svona: ,,Hann var kasmekktur á Bláfjöll, með brunagaddi og hægu skafroki, fé á innistöðu” (1952:125). Þarna er líklegast verið að lýsa þykkum skýjakúf á fjöllum sem minnir á makka á hesti.

Kas- er dregið af nafnorðinu kös ‘hrúga, dyngja’ og af því orði er aftur leidd sögnin kasa ‘setja í kös eða hrúgu’. Líkingin í kasóléttur vísar til kúlunnar á konunni framanverðri sem minnir einhvern ef til vill á kös í fyrrgreindri merkingu.

Mynd:


Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Hvað merkir forskeytið "kas" í kasólétt? Hver er uppruni þess? Er það notað með einhverjum öðrum orðum?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.1.2008

Spyrjandi

Erla Steinþórsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2008. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7039.

Guðrún Kvaran. (2008, 31. janúar). Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7039

Guðrún Kvaran. „Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2008. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7039>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?
Forliðurinn kas- er notaður í fáeinum orðum samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þessi orð eru kasbomm, kasheitur, kashlaðinn og kasmekktur, auk kasóléttur.

Kasbomm er notað í sömu merkingu og kasóléttur, það er um konu sem komin er langt á leið, en bomm er í óformlegu tali notað um barnshafandi konu.

Kasheitur og kashlaðinn eru bæði úr sjómannamáli. Hið fyrra er notað um fiskikös sem farin er að hitna, hið síðara um fisk sem hlaðinn er í kös.

Kasmekktur er fengið úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness (1902-1998). Þar lýsir hann veðri svona: ,,Hann var kasmekktur á Bláfjöll, með brunagaddi og hægu skafroki, fé á innistöðu” (1952:125). Þarna er líklegast verið að lýsa þykkum skýjakúf á fjöllum sem minnir á makka á hesti.

Kas- er dregið af nafnorðinu kös ‘hrúga, dyngja’ og af því orði er aftur leidd sögnin kasa ‘setja í kös eða hrúgu’. Líkingin í kasóléttur vísar til kúlunnar á konunni framanverðri sem minnir einhvern ef til vill á kös í fyrrgreindri merkingu.

Mynd:


Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Hvað merkir forskeytið "kas" í kasólétt? Hver er uppruni þess? Er það notað með einhverjum öðrum orðum?
...