Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvenær er Mikjálsmessa?

Sigurður Ægisson

Mikjálsmessa heitir eftir Mikael erkiengli. Vesturkirkjan sá í honum bakhjarl kristinna manna almennt, einkum þó hermanna, en í austurkirkjunni var hann fyrst og síðast talinn hjálpari og styðjandi veikra og lasburða.

Minningardagar hans eru aðallega tveir, 8. maí og 29. september. Sá fyrrnefndi tengist birtingu hans á Garganófjalli í Apúlíu á Suður-Ítalíu árið 494 eða 530–540, en hinn síðari vígslu kirkju honum tileinkaðri nærri Róm fyrir 7. öld. Fleiri kirkjur hafa verið reistar honum til dýrðar, ósjaldan á hæðum uppi, því oftast hefur Mikael vitrast fólki nærri tindum eða á þeim.

Mikael erkiengill. Íkono frá 13. öld.

Mikael kemur snemma við íslenska kirkjusögu, eða undir lok 10. aldar. Í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu segir til dæmis frá því að Síðu-Hallur veitir Þangbrandi og liði hans grið á Þvottá í Álftafirði. Vildi Hallur forvitnast um þennan nýja sið, er hann sá og heyrði biskupinn flytja guðsþjónustur í tjaldi þar hjá. Þetta var rétt fyrir Mikjálsmessu og barst erkiengillinn þess vegna í tal. Þangbrandur sagði:
Michael var eigi maður heldur andi, skipaður af almáttkum Guði höfðingi annarra engla, þeirra er hann hefir til setta að stríða í móti Djöflinum og hans fjandlegum erindrekum og að hlífa öllu kristnu fólki rétt trúuðu við skaðsamlegum skeytum óhreinna anda. Michaeli höfuðengli er og einkanlega gefið af Guði vald yfir kristinna manna sálum fram farandi af þessum heimi, að taka við þeim og leiða þær í háleita hvíld Paradísar.

Hallur lét skírast, þó ekki fyrr en á næstu páskum, segir þar. En í Njáls sögu er hann skírður á Mikjálsmessu, eftir að Þangbrandur lofar honum að Mikjáll skuli verða fylgjuengill hans.

Hér á landi voru um 15 guðshús helguð þessum erkiengli og vitað er um myndir af honum í sumum þeirra fyrir aldamótin 1400.

Mikael er meðal annars verndardýrlingur Úkraínu og Þýskalands. Nafn hans merkir "Hver er sem Guð?"

Mikjálsmessa var lögð af sem formlegur messudagur á Íslandi árið 1770, en er í sókn aftur. Dagurinn er einnig helgaður öðrum englum.

Mynd: Michael (archangel) á Wikipedia, the free encyclopedia. Sótt 28. 01. 2008.

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

6.2.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Hvenær er Mikjálsmessa?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2008. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7053.

Sigurður Ægisson. (2008, 6. febrúar). Hvenær er Mikjálsmessa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7053

Sigurður Ægisson. „Hvenær er Mikjálsmessa?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2008. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7053>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær er Mikjálsmessa?
Mikjálsmessa heitir eftir Mikael erkiengli. Vesturkirkjan sá í honum bakhjarl kristinna manna almennt, einkum þó hermanna, en í austurkirkjunni var hann fyrst og síðast talinn hjálpari og styðjandi veikra og lasburða.

Minningardagar hans eru aðallega tveir, 8. maí og 29. september. Sá fyrrnefndi tengist birtingu hans á Garganófjalli í Apúlíu á Suður-Ítalíu árið 494 eða 530–540, en hinn síðari vígslu kirkju honum tileinkaðri nærri Róm fyrir 7. öld. Fleiri kirkjur hafa verið reistar honum til dýrðar, ósjaldan á hæðum uppi, því oftast hefur Mikael vitrast fólki nærri tindum eða á þeim.

Mikael erkiengill. Íkono frá 13. öld.

Mikael kemur snemma við íslenska kirkjusögu, eða undir lok 10. aldar. Í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu segir til dæmis frá því að Síðu-Hallur veitir Þangbrandi og liði hans grið á Þvottá í Álftafirði. Vildi Hallur forvitnast um þennan nýja sið, er hann sá og heyrði biskupinn flytja guðsþjónustur í tjaldi þar hjá. Þetta var rétt fyrir Mikjálsmessu og barst erkiengillinn þess vegna í tal. Þangbrandur sagði:
Michael var eigi maður heldur andi, skipaður af almáttkum Guði höfðingi annarra engla, þeirra er hann hefir til setta að stríða í móti Djöflinum og hans fjandlegum erindrekum og að hlífa öllu kristnu fólki rétt trúuðu við skaðsamlegum skeytum óhreinna anda. Michaeli höfuðengli er og einkanlega gefið af Guði vald yfir kristinna manna sálum fram farandi af þessum heimi, að taka við þeim og leiða þær í háleita hvíld Paradísar.

Hallur lét skírast, þó ekki fyrr en á næstu páskum, segir þar. En í Njáls sögu er hann skírður á Mikjálsmessu, eftir að Þangbrandur lofar honum að Mikjáll skuli verða fylgjuengill hans.

Hér á landi voru um 15 guðshús helguð þessum erkiengli og vitað er um myndir af honum í sumum þeirra fyrir aldamótin 1400.

Mikael er meðal annars verndardýrlingur Úkraínu og Þýskalands. Nafn hans merkir "Hver er sem Guð?"

Mikjálsmessa var lögð af sem formlegur messudagur á Íslandi árið 1770, en er í sókn aftur. Dagurinn er einnig helgaður öðrum englum.

Mynd: Michael (archangel) á Wikipedia, the free encyclopedia. Sótt 28. 01. 2008....