Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?

Allir jöklar skríða hægt fram undan eigin þunga vegna aðdráttarafls jarðar. Því hálli sem botn jökulsins er, þeim mun hraðar fer hann fram. Vatn undir jökli ræður mestu um hve sleipur jökulbotninn er. Bræðsluvatn er mest á sumrin og þá hreyfast jöklar hraðar en á veturna.

Jöklar geta skriðið, gengið og hlaupið.

Svo getur farið að vatn með miklum þrýstingi dreifist um jökulbotninn og lyfti undir jökulinn svo að skrið hans aukist hundraðfalt. Jökullinn hleypur þá og sporður hans getur færst fram um mörg hundruð metra á nokkrum mánuðum. Slík framrás jökla tengist ekki breytingum í loftslagi eða aukinni snjósöfnun á jöklana heldur eingöngu því að allur botninn verður skyndilega svo glerháll að jöklarnir renna hratt fram. Þegar svo mikið gengur á í Vatnajökli segja bændur í grennd við hann að gangur sé í jöklinum.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Myndina gerði Þórarinn Már Baldursson og hún er fengin úr sömu bók.

Útgáfudagur

30.10.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?“ Vísindavefurinn, 30. október 2015. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=70577.

Helgi Björnsson. (2015, 30. október). Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70577

Helgi Björnsson. „Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2015. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70577>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.