Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um frumefnið renín?

Dagur Snær Sævarsson

Renín er málmur sem hefur sætistölu 75 í lotukerfinu. Atómmassi þess er 186,2 g/mól og eðlismassinn er 20,8 g/cm3. Bræðslumark reníns er um 3186°C og suðumark er um 5596°C. Það hefur því næsthæsta bræðslumark frumefnanna, er feikilega torbrætt og þolir einnig miklar hitabreytingar. Aukinheldur sker það sig frá öðrum frumefnum vegna eðlismassa þess, en eingöngu osmín, iridín og platína hafa hærri eðlismassa. Renín er fágætt og finnst einungis sem 0,7 milljónustu hlutar af jarðskorpunni (0,00007%).

Það var árið 1925 sem þýsku efnafræðingarnir Ida Tacke-Noddack, Walter Noddack og Otto Carl Berg uppgötvuðu renín með rófgreiningu á platínumálmgrýti og steindunum kólumbít, gadólínít og mólybdenít. Þremur árum seinna tókst þeim að einangra 1 gramm af reníni úr 660 kílógrömmum af mólybdeníti. Nafnið renín er dregið af gríska orðinu Rhenos, sem er heiti yfir ána Rín (Rhenus á latínu). Nafnið vísar því til staðarins þar sem

efnið fannst fyrst.

Þrettán árum áður en Noddack og Berg uppgötvuðu renín, komu fram vísbendingar um að enn ætti eftir að finna frumefni með sætistöluna 75. Það var enski eðlisfræðingurinn Henry Gwyn Jeffreys Moseley sem uppgötvaði að mólmassi frumefna skiptir ekki öllu í uppröðun efna í lotukerfinu, heldur eðliseiginleikar efnanna sem breytast lotubundið. Þannig fannst honum vanta fjögur efni í lotukerfið, á milli áls og gulls, sem hafa sætistölu 43 (teknetín), 61 (prómetín), 72 (hafnín) og 75 sem er renín.

Renín hefur ýmiss konar notagildi, til að mynda er það notað í leifturljóslampa í ljósmyndun, í glóþræði í massarófrita og jónamæla. Einnig er það mikilvægur efnahvati í jarðolíuvinnslu og geislavirkt renín er notað við meðhöndlun á æðaþrengingu eftir kransæðavíkkun.

Heimildir:

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

11.2.2008

Spyrjandi

Oddur Örnólfsson

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað getið þið sagt mér um frumefnið renín?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2008, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7060.

Dagur Snær Sævarsson. (2008, 11. febrúar). Hvað getið þið sagt mér um frumefnið renín? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7060

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað getið þið sagt mér um frumefnið renín?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2008. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7060>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um frumefnið renín?
Renín er málmur sem hefur sætistölu 75 í lotukerfinu. Atómmassi þess er 186,2 g/mól og eðlismassinn er 20,8 g/cm3. Bræðslumark reníns er um 3186°C og suðumark er um 5596°C. Það hefur því næsthæsta bræðslumark frumefnanna, er feikilega torbrætt og þolir einnig miklar hitabreytingar. Aukinheldur sker það sig frá öðrum frumefnum vegna eðlismassa þess, en eingöngu osmín, iridín og platína hafa hærri eðlismassa. Renín er fágætt og finnst einungis sem 0,7 milljónustu hlutar af jarðskorpunni (0,00007%).

Það var árið 1925 sem þýsku efnafræðingarnir Ida Tacke-Noddack, Walter Noddack og Otto Carl Berg uppgötvuðu renín með rófgreiningu á platínumálmgrýti og steindunum kólumbít, gadólínít og mólybdenít. Þremur árum seinna tókst þeim að einangra 1 gramm af reníni úr 660 kílógrömmum af mólybdeníti. Nafnið renín er dregið af gríska orðinu Rhenos, sem er heiti yfir ána Rín (Rhenus á latínu). Nafnið vísar því til staðarins þar sem

efnið fannst fyrst.

Þrettán árum áður en Noddack og Berg uppgötvuðu renín, komu fram vísbendingar um að enn ætti eftir að finna frumefni með sætistöluna 75. Það var enski eðlisfræðingurinn Henry Gwyn Jeffreys Moseley sem uppgötvaði að mólmassi frumefna skiptir ekki öllu í uppröðun efna í lotukerfinu, heldur eðliseiginleikar efnanna sem breytast lotubundið. Þannig fannst honum vanta fjögur efni í lotukerfið, á milli áls og gulls, sem hafa sætistölu 43 (teknetín), 61 (prómetín), 72 (hafnín) og 75 sem er renín.

Renín hefur ýmiss konar notagildi, til að mynda er það notað í leifturljóslampa í ljósmyndun, í glóþræði í massarófrita og jónamæla. Einnig er það mikilvægur efnahvati í jarðolíuvinnslu og geislavirkt renín er notað við meðhöndlun á æðaþrengingu eftir kransæðavíkkun.

Heimildir:...