Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru rætur eða uppruni orðsins fórn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið fórn 'fórnfæring; hlutur eða annað sem fórnað er, offur' þekktist þegar í fornu máli. Eiginleg merking er 'það sem guðunum er fært'. Orðið er einnig til í nýnorsku fȏrn 'gjöf, sending' og í danskri mállýsku forn 'gjöf sem gefin er til veislu'.

Mynd sem franski rithöfundurinn, listamaðurinn og landkönnuðurinn Jacques Arago (1790-1855) teiknaði af fórnarathöfn á Hawaii. Myndin birtist árið 1822.

Nafnorðið er leitt af sögninni að færa 'hreyfa, færa úr stað, koma með eitthvað' sem þekkist í nær öllum germönskum málum, til dæmis færeysku og nýnorsku føra, sænsku föra, dönsku føre, fornensku fēran, fornháþýsku fuoran, gotnesku forjan.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.2.2016

Spyrjandi

Einar Valur Bjarnason Maack

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hverjar eru rætur eða uppruni orðsins fórn?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2016, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70621.

Guðrún Kvaran. (2016, 19. febrúar). Hverjar eru rætur eða uppruni orðsins fórn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70621

Guðrún Kvaran. „Hverjar eru rætur eða uppruni orðsins fórn?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2016. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70621>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru rætur eða uppruni orðsins fórn?
Orðið fórn 'fórnfæring; hlutur eða annað sem fórnað er, offur' þekktist þegar í fornu máli. Eiginleg merking er 'það sem guðunum er fært'. Orðið er einnig til í nýnorsku fȏrn 'gjöf, sending' og í danskri mállýsku forn 'gjöf sem gefin er til veislu'.

Mynd sem franski rithöfundurinn, listamaðurinn og landkönnuðurinn Jacques Arago (1790-1855) teiknaði af fórnarathöfn á Hawaii. Myndin birtist árið 1822.

Nafnorðið er leitt af sögninni að færa 'hreyfa, færa úr stað, koma með eitthvað' sem þekkist í nær öllum germönskum málum, til dæmis færeysku og nýnorsku føra, sænsku föra, dönsku føre, fornensku fēran, fornháþýsku fuoran, gotnesku forjan.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd: