Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gæði íslenskra háskóla

HMS

Nú er komin út ný skýrsla Ríkisendurskoðunar þar sem bornir eru saman fjórir íslenskir háskólar: Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri, sem báðir eru ríkisreknir, og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst, sem eru einkareknir. Sérstaklega var skoðað hver kostnaður væri við kennslu, hversu vel fjármagn til hennar og vinnuafl væri nýtt, og menntun kennara og virkni þeirra í rannsóknum. Teknar voru fyrir þrjár greinar: Viðskiptafræði, lögfræði og tölvunarfræði.

Í skýrslunni kemur fram að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík komu yfirleitt mun betur út en aðrir íslenskir háskólar sem fjallað var um. Háskóli Íslands hafði enn fremur vinninginn í níu atriðum af ellefu sem könnunin tók til. Háskóli Íslands var almennt ódýrari, skilvirkari og með betri akademíska stöðu en aðrir háskólar. Ánægja nemenda mældist þó mest í Háskólanum í Reykjavík, og var almennt meiri hjá nemendum einkareknu skólanna en þeim ríkisreknu. Sömuleiðis var brottfall minna í einkareknu skólunum tveimur. Þetta telur Ríkisendurskoðun meðal annars vera vegna mismunandi fjármögnunar og tekna skólanna.

Athuga verður að könnunin tekur til áranna 2003-2005, svo verið getur að innbyrðis staða háskóla á Íslandi hafi eitthvað breyst frá þessum tíma. Enn fremur setja skýrsluhöfundar fyrirvara á túlkun niðurstaðna, þar sem inntak, kennsluaðferðir og námsmat skólanna séu ólík og því ef til vill ekki að fullu samanburðarhæf. Þeir segja enn fremur að mælikvarðar sem notaðir voru geti aðeins gefið vísbendingu, en ekki háheilagan sannleik, um þau atriði sem borin voru saman. Þó telja þeir að [niðurstöðurnar] séu nægilega traustar til að unnt sé að greina mun milli skóla.

Frekara lesefni:

Höfundur

Útgáfudagur

14.6.2007

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

HMS. „Gæði íslenskra háskóla.“ Vísindavefurinn, 14. júní 2007, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70756.

HMS. (2007, 14. júní). Gæði íslenskra háskóla. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70756

HMS. „Gæði íslenskra háskóla.“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2007. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70756>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gæði íslenskra háskóla
Nú er komin út ný skýrsla Ríkisendurskoðunar þar sem bornir eru saman fjórir íslenskir háskólar: Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri, sem báðir eru ríkisreknir, og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst, sem eru einkareknir. Sérstaklega var skoðað hver kostnaður væri við kennslu, hversu vel fjármagn til hennar og vinnuafl væri nýtt, og menntun kennara og virkni þeirra í rannsóknum. Teknar voru fyrir þrjár greinar: Viðskiptafræði, lögfræði og tölvunarfræði.

Í skýrslunni kemur fram að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík komu yfirleitt mun betur út en aðrir íslenskir háskólar sem fjallað var um. Háskóli Íslands hafði enn fremur vinninginn í níu atriðum af ellefu sem könnunin tók til. Háskóli Íslands var almennt ódýrari, skilvirkari og með betri akademíska stöðu en aðrir háskólar. Ánægja nemenda mældist þó mest í Háskólanum í Reykjavík, og var almennt meiri hjá nemendum einkareknu skólanna en þeim ríkisreknu. Sömuleiðis var brottfall minna í einkareknu skólunum tveimur. Þetta telur Ríkisendurskoðun meðal annars vera vegna mismunandi fjármögnunar og tekna skólanna.

Athuga verður að könnunin tekur til áranna 2003-2005, svo verið getur að innbyrðis staða háskóla á Íslandi hafi eitthvað breyst frá þessum tíma. Enn fremur setja skýrsluhöfundar fyrirvara á túlkun niðurstaðna, þar sem inntak, kennsluaðferðir og námsmat skólanna séu ólík og því ef til vill ekki að fullu samanburðarhæf. Þeir segja enn fremur að mælikvarðar sem notaðir voru geti aðeins gefið vísbendingu, en ekki háheilagan sannleik, um þau atriði sem borin voru saman. Þó telja þeir að [niðurstöðurnar] séu nægilega traustar til að unnt sé að greina mun milli skóla.

Frekara lesefni:

...