Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ný gögn um dauðdaga ísmannsins Ötzis

HMS

Fyrir 16 árum, eða árið 1991, fannst lík af miðaldra karlmanni á landamærum Ítalíu og Austurríkis í Ötztal í Ölpunum. Líkið var hálfgrafið í ís og einkar vel varðveitt. Þegar farið var að grennslast nánar fyrir um fundinn kom í ljós að líkið var 5300 ára gamalt sem gerir það að einni elstu múmíu í heimi. Þessum ísmanni var gefið nafnið Ötzi eftir fundarstaðnum. Rannsóknir á líkinu sjálfu og gripum sem Ötzi hafði meðferðis hafa gefið mikilvægar upplýsingar um líf fólks á forsögulegum tíma. Um þetta má lesa nánar hér á Vísindavefnum í svari Dagnýjar Arnarsdóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?


Ísmaðurinn Ötzi, sem var uppi fyrir 5300 árum síðan, virðist hafa látið lífið í bardaga.

Í fyrstu var talið að Ötzi hafi orðið úti, enda aðstæður erfiðar á fjallinu. Nýlegar rannsóknir virðast þó hrekja þessa kenningu. Hlutur sem líklega er örvaroddur hefur fundist í öxl Ötzis, og sömuleiðis voru skurðir á höndum hans og öðrum líkamshlutum. Einnig hefur fundist á honum blóð sem ekki er úr honum sjálfum heldur fjórum öðrum mönnum. Því eru allnokkrar líkur á að Ötzi hafi látið lífið í bardaga.

Ný grein sem birtist bráðlega í Journal of Archaeological Science rennir stoðum undir þessa kenningu. Teknar voru sneiðmyndir af líkamsleifum Ötzis og sáust þá skemmdir á viðbeinsslagæð og fleira sem þykir benda til að slagæðin hafi verið tætt í sundur, líklega af ör sem skotið var í herðablaðið. Einnig sáumst greinileg merki um mikla blæðingu. Þetta virðist allt saman hafa gert það að verkum að líkaminn fór í lost sem aftur leiddi til hjartastopps. Það er því talið nokkuð víst að Ötzi var ráðinn bani. Annað mál er hvort hann gerði nokkuð til að verðskulda þennan dauðdaga, og þá hvað það var.

Heimild:
  • Pernter, P., Gostner, P., Vigl, E. E. og Rühli, F. J. (2007). Radiologic proof for the Iceman's cause of death. Journal of Archaeological Science. DOI: 10.1016/j.jas.2006.12.019.
Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

12.12.2007

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

HMS. „Ný gögn um dauðdaga ísmannsins Ötzis.“ Vísindavefurinn, 12. desember 2007, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70758.

HMS. (2007, 12. desember). Ný gögn um dauðdaga ísmannsins Ötzis. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70758

HMS. „Ný gögn um dauðdaga ísmannsins Ötzis.“ Vísindavefurinn. 12. des. 2007. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70758>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ný gögn um dauðdaga ísmannsins Ötzis
Fyrir 16 árum, eða árið 1991, fannst lík af miðaldra karlmanni á landamærum Ítalíu og Austurríkis í Ötztal í Ölpunum. Líkið var hálfgrafið í ís og einkar vel varðveitt. Þegar farið var að grennslast nánar fyrir um fundinn kom í ljós að líkið var 5300 ára gamalt sem gerir það að einni elstu múmíu í heimi. Þessum ísmanni var gefið nafnið Ötzi eftir fundarstaðnum. Rannsóknir á líkinu sjálfu og gripum sem Ötzi hafði meðferðis hafa gefið mikilvægar upplýsingar um líf fólks á forsögulegum tíma. Um þetta má lesa nánar hér á Vísindavefnum í svari Dagnýjar Arnarsdóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?


Ísmaðurinn Ötzi, sem var uppi fyrir 5300 árum síðan, virðist hafa látið lífið í bardaga.

Í fyrstu var talið að Ötzi hafi orðið úti, enda aðstæður erfiðar á fjallinu. Nýlegar rannsóknir virðast þó hrekja þessa kenningu. Hlutur sem líklega er örvaroddur hefur fundist í öxl Ötzis, og sömuleiðis voru skurðir á höndum hans og öðrum líkamshlutum. Einnig hefur fundist á honum blóð sem ekki er úr honum sjálfum heldur fjórum öðrum mönnum. Því eru allnokkrar líkur á að Ötzi hafi látið lífið í bardaga.

Ný grein sem birtist bráðlega í Journal of Archaeological Science rennir stoðum undir þessa kenningu. Teknar voru sneiðmyndir af líkamsleifum Ötzis og sáust þá skemmdir á viðbeinsslagæð og fleira sem þykir benda til að slagæðin hafi verið tætt í sundur, líklega af ör sem skotið var í herðablaðið. Einnig sáumst greinileg merki um mikla blæðingu. Þetta virðist allt saman hafa gert það að verkum að líkaminn fór í lost sem aftur leiddi til hjartastopps. Það er því talið nokkuð víst að Ötzi var ráðinn bani. Annað mál er hvort hann gerði nokkuð til að verðskulda þennan dauðdaga, og þá hvað það var.

Heimild:
  • Pernter, P., Gostner, P., Vigl, E. E. og Rühli, F. J. (2007). Radiologic proof for the Iceman's cause of death. Journal of Archaeological Science. DOI: 10.1016/j.jas.2006.12.019.
Mynd:...