Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Kristján Leósson hlýtur hvatningarverðlaun

HMS

Í dag voru Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs veitt dr. Kristjáni Leóssyni eðlisverkfræðingi. Kristján starfar sem vísindamaður hjá Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands jafnframt kennslu og að leiðbeina meistara- og doktorsnemum skóla Íslands.


Geir Haarde, formaður Vísinda- og tækniráðs,
og Kristján Leósson, eðlisverkfræðingur.

Í ummælum ráðsins segir meðal annars:

Allt í kringum okkur eru tæki og tól sem byggja á örtækni. Tölvur, farsímar, internetið, öryggisbúnaður í bílum og geislaspilarar innihalda örsmáa hreyfanlega hluti eða rásir sem flytja vökva, ljós eða rafmagn. Þetta segir okkur hve mikilvægar örtæknirannsóknir Kristjáns og félaga hans geta verið.
Meðfram öflugum rannsóknum hefur Kristján lagt sig fram um að kynna sitt fag og fræði fyrir almenningi með fyrirlestrum og fjölmiðlaviðtölum. Í menntaskóla var hann tvisvar þátttakandi í Ólympíuleikum í eðlisfræði og nú í næstu viku ætlar hann að kenna námskeið í örtækni við Háskóla unga fólksins, við Háskóla Íslands. Þar ætlar hann meðal annars að svara því Hvort tölvur geti orðið óendanlega öflugar og hvort vélmenni muni öðlast meðvitund. Unga fólkið mun áreiðanlega líka hlusta spennt á þegar hann útskýrir fyrir þeim hvort hægt verði að hala niður DVD-mynd á innan við sekúndu og hvort iPod-spilari eigi eftir að komast fyrir í eyrnalokki.

Þörfin fyrir verkfræði- og raunvísindamenntað fólk hefur aldrei verið meiri en nú og því mikilvægt að vísindamenn eins og Kristján séu sýnilegir og góðar fyrirmyndir fyrir ungt fólk, sem er að velja sér framtíð. Kristján uppfyllir ákaflega vel viðmið dómnefndarinnar og er verðugur handhafi Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2007.

Vísindavefurinn óskar Kristjáni Leóssyni til hamingju með verðlaunin og getur vottað fyrir að hann sé vel að þeim kominn. Kristján hefur til að mynda skrifað fyrir okkur fjöldamörg svör við spurningum lesenda.

Að þessu tilefni bendum við því til dæmis á svör hans við eftirfarandi spurningum:

Höfundur

Útgáfudagur

6.6.2007

Síðast uppfært

20.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

HMS. „Kristján Leósson hlýtur hvatningarverðlaun.“ Vísindavefurinn, 6. júní 2007, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70759.

HMS. (2007, 6. júní). Kristján Leósson hlýtur hvatningarverðlaun. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70759

HMS. „Kristján Leósson hlýtur hvatningarverðlaun.“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2007. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70759>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Kristján Leósson hlýtur hvatningarverðlaun
Í dag voru Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs veitt dr. Kristjáni Leóssyni eðlisverkfræðingi. Kristján starfar sem vísindamaður hjá Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands jafnframt kennslu og að leiðbeina meistara- og doktorsnemum skóla Íslands.


Geir Haarde, formaður Vísinda- og tækniráðs,
og Kristján Leósson, eðlisverkfræðingur.

Í ummælum ráðsins segir meðal annars:

Allt í kringum okkur eru tæki og tól sem byggja á örtækni. Tölvur, farsímar, internetið, öryggisbúnaður í bílum og geislaspilarar innihalda örsmáa hreyfanlega hluti eða rásir sem flytja vökva, ljós eða rafmagn. Þetta segir okkur hve mikilvægar örtæknirannsóknir Kristjáns og félaga hans geta verið.
Meðfram öflugum rannsóknum hefur Kristján lagt sig fram um að kynna sitt fag og fræði fyrir almenningi með fyrirlestrum og fjölmiðlaviðtölum. Í menntaskóla var hann tvisvar þátttakandi í Ólympíuleikum í eðlisfræði og nú í næstu viku ætlar hann að kenna námskeið í örtækni við Háskóla unga fólksins, við Háskóla Íslands. Þar ætlar hann meðal annars að svara því Hvort tölvur geti orðið óendanlega öflugar og hvort vélmenni muni öðlast meðvitund. Unga fólkið mun áreiðanlega líka hlusta spennt á þegar hann útskýrir fyrir þeim hvort hægt verði að hala niður DVD-mynd á innan við sekúndu og hvort iPod-spilari eigi eftir að komast fyrir í eyrnalokki.

Þörfin fyrir verkfræði- og raunvísindamenntað fólk hefur aldrei verið meiri en nú og því mikilvægt að vísindamenn eins og Kristján séu sýnilegir og góðar fyrirmyndir fyrir ungt fólk, sem er að velja sér framtíð. Kristján uppfyllir ákaflega vel viðmið dómnefndarinnar og er verðugur handhafi Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2007.

Vísindavefurinn óskar Kristjáni Leóssyni til hamingju með verðlaunin og getur vottað fyrir að hann sé vel að þeim kominn. Kristján hefur til að mynda skrifað fyrir okkur fjöldamörg svör við spurningum lesenda.

Að þessu tilefni bendum við því til dæmis á svör hans við eftirfarandi spurningum:...