Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Stofnun Taugavísindafélags Íslands (Icelandic Society for Neuroscience)

Þann 28. desember síðastliðinn var haldinn stofnundur Taugavísindafélag Íslands (Icelandic Society for Neuroscience). Markmið félagsins er að stuðla að framgangi taugavísinda á Íslandi.

Félagið mun leitast við að:

A) stuðla að faglegri umræðu, samstarfi og samheldni á meðal þeirra sem stunda taugavísindi og skyldar greinar á Íslandi

B) stuðla að fræðslu um taugavísindi og gildi þeirra í samfélaginu

C) beita sér fyrir auknum fjárframlögum til rannsókna í taugavísindum

D) beita sér fyrir samvinnu stofnana, fyrirtækja, og háskóla sem starfa á sviði taugavísinda.

Formaður félagsins er Dr. Karl Ægir Karlsson lektor í tækni- og verkfræðideild við HR, gjaldkeri Dr. Finnbogi Þormóðsson, fræðimaður HÍ, og ritari Dr. Árni Kristjánsson, lektor HÍ.

Stofnfélagar voru 22 og eru þeir með margvíslegan bakgrunn meðal annars úr líffræði, sálfræði, læknisfræði og verkfræði, en þetta endurspeglar vel þverfaglega náttúru þessarar fræðigreinar.

Útgáfudagur

16.1.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Ritstjórn

ritstjórn Vísindavefsins

Tilvísun

Ritstjórn. „Stofnun Taugavísindafélags Íslands (Icelandic Society for Neuroscience).“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2008. Sótt 20. nóvember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=70779.

Ritstjórn. (2008, 16. janúar). Stofnun Taugavísindafélags Íslands (Icelandic Society for Neuroscience). Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70779

Ritstjórn. „Stofnun Taugavísindafélags Íslands (Icelandic Society for Neuroscience).“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2008. Vefsíða. 20. nóv. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70779>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Svarti ferningurinn

Pólsk-rússneski málarinn og listfræðingurinn Kazimir Malevich málaði verk sem kallast Svarti ferningurinn árið 1915. Verkið er málaður svartur ferningur og er iðulega talið eitt af lykilverkum afstraktlistar. Hugtakið afstrakt er oftast notað um myndlist sem leitast ekki við að endurgera hinn sýnilega veruleika. Það er dregið af latneska orðinu abstrahere sem þýðir ‚draga frá‘.