Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Undur vísindanna: Vísindi á verði bíóferðar!

Ritstjórn Vísindavefsins

Námskeiðsröð með það að markmiði að höfða sérstaklega til ungs fólks á aldrinum 8 til 12 ára og vekja með þeim áhuga á vísindum og fræðum. Þarna koma fram fræðimenn úr samfélaginu og fjalla um vísindin á lifandi og skemmtilega hátt. Miðað er við að efnið sé fjölskylduvænt þannig að í stað þess að fara til dæmis í bíó á laugardegi, fá fjölskyldur þarna tækifæri til að eiga saman góða stund og fá í leiðinni innsýn í heim vísindanna!

Eftirtalin námskeið verða haldin í ár:

Undur orkunnar (16. feb)

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ og

Einar Gunnlaugsson, forstöðumaður rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Hvað er orka? Hver er munurinn á efni og orku? Hvernig verður orka sólarinnar til? Hvaðan kemur orkan í eldgosum? Hvaðan kemur orka jarðhitans? Hvernig verður olían til? Ef olía hefur orðið til jafnt og þétt í jörðinni í mörg hundruð milljón ár, hvernig stendur þá á því að haldið er að olían muni klárast á næstu öld? Hvers vegna er sumar orkulindir endurnýtanlegar og aðrar ekki? Í námskeiðinu verður þessu spurningum varpað fram og svara leitað á skemmtilegan og lifandi hátt. Ýmis dæmi um orkuframleiðslu verða skoðuð, meðal annars verður skoðað vatnsorkuver og jarðhitavirkjun auk þess sem þátttakendur fá tækifæri til að framleiða sína eigin raforku.

Undur efnafræðinnar (23. feb)

Sigurður V. Smárason, dósent í efnafræði við HÍ

Margvíslegum spurningum verður svarað í námskeiðinu, til dæmis: Hvernig er hægt að láta kvikna í leikurum án þess að þeir brenni sig? Úr hverju er andrúmsloftið? Hvað er mikil orka í einum gúmmíbangsa? Af hverju er sagt að vetni sé góður orkugjafi? Hvernig virka kolsýru slökkvitæki?

Öll framkvæmum við og verðum vitni að efnafræði á hverjum einasta degi, oftast án þess að taka sérstaklega eftir því. Okkur finnst sjálfsagt að elda mat, keyra bíl og horfa á hasarmyndir svo eitthvað sé nefnt. Án efnafræði væri hins vegar ekkert af þessu hægt. Þetta námskeið mun leitast við að benda á efnafræðina á bak við hversdagslegar athafnir ásamt því að sýna nokkur efnahvörf af óvenjulegra tagi. Þáttakendum er einnig boðið upp á að framkvæma eigin efnafræðitilraunir, svo sem að búa til ís án þess að nota frysti og leysa morðgátu. Allar tilraunirnar verða gerðar með efnum og tækjum sem hægt er að nálgast í matvöruverslunum eða apóteki. Mælst er til þess að allir mæti með vettlinga sem vilja búa til ís.

Undur jarðar: Þróun lífs og jarðar (1. mars)

Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við HÍ

Hvernig urðu meginlöndin til? Hver er saga lífs á jörðinni? Hvað hefur valdið útdauðabylgjum hjá lífverum? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í námskeiðinu þar sem stiklað verður á stóru um sögu jarðar frá upphafi. Jörðin hefur allt frá því hún myndaðist fyrir 4500 milljón árum verið að þróast og breytast. Það sama gildir um allt líf á jörðinni, það hefur þróast frá frumstæðum gerlum til flókinna lífvera eins og mannsins. Jarðsagan geymir því spennandi atburðarás, þar sem hægfara rek meginlanda hefur stjórnað forsendum veðurfars og þróunar lífs. Stórfelldar náttúruhamfarir, svo sem árekstrar við loftsteina og gríðarlega mikil eldgos hafa svo dunið yfir hvað eftir annað og haft áhrif á þróun lífs og jarðar.

Undur tölvuleikjanna (8. mars)

Halldór Fannar Guðjónsson, eðlisfræðingur og framkvæmdastjóri tæknisviðs CCP

Hvernig eru tölvuleikir búnir til? Hverjir búa til tölvuleiki? Hvaða vísindi og lögmál eru lögð til grundvallar þegar leikir eru búnir til? Hvernig er umhorfs innan í heimilis- eða leikjatölvunni minni og hvað gera allir þessir hlutir?

Farið verður yfir ýmsa þætti í tölvuleikjagerð og sýnd ljóslifandi dæmi. Einnig verður stiklað á stóru í sögu tölvuleikjanna, sýnt hvernig tækninni fleygir fram og sérstaklega farið ofan í nýjustu þróun í þessum efnum, þar á meðal fjölspilunarleiki eins og EVE Online.

Útgáfudagur

21.1.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Undur vísindanna: Vísindi á verði bíóferðar!.“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2008. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70780.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2008, 21. janúar). Undur vísindanna: Vísindi á verði bíóferðar!. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70780

Ritstjórn Vísindavefsins. „Undur vísindanna: Vísindi á verði bíóferðar!.“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2008. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70780>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Undur vísindanna: Vísindi á verði bíóferðar!
Námskeiðsröð með það að markmiði að höfða sérstaklega til ungs fólks á aldrinum 8 til 12 ára og vekja með þeim áhuga á vísindum og fræðum. Þarna koma fram fræðimenn úr samfélaginu og fjalla um vísindin á lifandi og skemmtilega hátt. Miðað er við að efnið sé fjölskylduvænt þannig að í stað þess að fara til dæmis í bíó á laugardegi, fá fjölskyldur þarna tækifæri til að eiga saman góða stund og fá í leiðinni innsýn í heim vísindanna!

Eftirtalin námskeið verða haldin í ár:

Undur orkunnar (16. feb)

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ og

Einar Gunnlaugsson, forstöðumaður rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Hvað er orka? Hver er munurinn á efni og orku? Hvernig verður orka sólarinnar til? Hvaðan kemur orkan í eldgosum? Hvaðan kemur orka jarðhitans? Hvernig verður olían til? Ef olía hefur orðið til jafnt og þétt í jörðinni í mörg hundruð milljón ár, hvernig stendur þá á því að haldið er að olían muni klárast á næstu öld? Hvers vegna er sumar orkulindir endurnýtanlegar og aðrar ekki? Í námskeiðinu verður þessu spurningum varpað fram og svara leitað á skemmtilegan og lifandi hátt. Ýmis dæmi um orkuframleiðslu verða skoðuð, meðal annars verður skoðað vatnsorkuver og jarðhitavirkjun auk þess sem þátttakendur fá tækifæri til að framleiða sína eigin raforku.

Undur efnafræðinnar (23. feb)

Sigurður V. Smárason, dósent í efnafræði við HÍ

Margvíslegum spurningum verður svarað í námskeiðinu, til dæmis: Hvernig er hægt að láta kvikna í leikurum án þess að þeir brenni sig? Úr hverju er andrúmsloftið? Hvað er mikil orka í einum gúmmíbangsa? Af hverju er sagt að vetni sé góður orkugjafi? Hvernig virka kolsýru slökkvitæki?

Öll framkvæmum við og verðum vitni að efnafræði á hverjum einasta degi, oftast án þess að taka sérstaklega eftir því. Okkur finnst sjálfsagt að elda mat, keyra bíl og horfa á hasarmyndir svo eitthvað sé nefnt. Án efnafræði væri hins vegar ekkert af þessu hægt. Þetta námskeið mun leitast við að benda á efnafræðina á bak við hversdagslegar athafnir ásamt því að sýna nokkur efnahvörf af óvenjulegra tagi. Þáttakendum er einnig boðið upp á að framkvæma eigin efnafræðitilraunir, svo sem að búa til ís án þess að nota frysti og leysa morðgátu. Allar tilraunirnar verða gerðar með efnum og tækjum sem hægt er að nálgast í matvöruverslunum eða apóteki. Mælst er til þess að allir mæti með vettlinga sem vilja búa til ís.

Undur jarðar: Þróun lífs og jarðar (1. mars)

Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við HÍ

Hvernig urðu meginlöndin til? Hver er saga lífs á jörðinni? Hvað hefur valdið útdauðabylgjum hjá lífverum? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í námskeiðinu þar sem stiklað verður á stóru um sögu jarðar frá upphafi. Jörðin hefur allt frá því hún myndaðist fyrir 4500 milljón árum verið að þróast og breytast. Það sama gildir um allt líf á jörðinni, það hefur þróast frá frumstæðum gerlum til flókinna lífvera eins og mannsins. Jarðsagan geymir því spennandi atburðarás, þar sem hægfara rek meginlanda hefur stjórnað forsendum veðurfars og þróunar lífs. Stórfelldar náttúruhamfarir, svo sem árekstrar við loftsteina og gríðarlega mikil eldgos hafa svo dunið yfir hvað eftir annað og haft áhrif á þróun lífs og jarðar.

Undur tölvuleikjanna (8. mars)

Halldór Fannar Guðjónsson, eðlisfræðingur og framkvæmdastjóri tæknisviðs CCP

Hvernig eru tölvuleikir búnir til? Hverjir búa til tölvuleiki? Hvaða vísindi og lögmál eru lögð til grundvallar þegar leikir eru búnir til? Hvernig er umhorfs innan í heimilis- eða leikjatölvunni minni og hvað gera allir þessir hlutir?

Farið verður yfir ýmsa þætti í tölvuleikjagerð og sýnd ljóslifandi dæmi. Einnig verður stiklað á stóru í sögu tölvuleikjanna, sýnt hvernig tækninni fleygir fram og sérstaklega farið ofan í nýjustu þróun í þessum efnum, þar á meðal fjölspilunarleiki eins og EVE Online....