Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008

Ritstjórn Vísindavefsins

Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er þegar tunglið hylur sólina algerlega, en næst frá Íslandi verður hægt að sjá almyrkva þann 20. mars árið 2015.

Við á Vísindavefnum hvetjum alla sem geta til að fylgjast með sólmyrkvanum á morgun og sjá gang himintunglanna í verki, og ef veður leyfir mun Stjörnuskoðunarfélag Setjarnarness standa fyrir sólskoðun á Austurvelli í Reykjavík meðan á sólmyrkvanum stendur.

Deildarmyrkvi á sólu.

Mikilvægt er að gæta öryggis þegar fylgst er með sólinni en ekki má undir neinum kringumstæðum horfa á hana með berum augum eða gegnum sjónauka, án þess að hafa réttan hlífðarbúnað. Alls ekki nota sólgleraugu, ljósmyndafilmur, reyklitað gler, röntgenfilmur, ljósmyndasíur eða diskettufilmur. Þó svo að þessir hlutir dragi úr birtu sólar, draga þeir ekki úr ósýnilegri innrauðri eða útfjólublárri geislun sem skaðar augun á fremur skömmum tíma.

Meira efni um sólmyrkva:

Mynd:

Útgáfudagur

31.7.2008

Síðast uppfært

21.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008.“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2008, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70794.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2008, 31. júlí). Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70794

Ritstjórn Vísindavefsins. „Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008.“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2008. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70794>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008
Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er þegar tunglið hylur sólina algerlega, en næst frá Íslandi verður hægt að sjá almyrkva þann 20. mars árið 2015.

Við á Vísindavefnum hvetjum alla sem geta til að fylgjast með sólmyrkvanum á morgun og sjá gang himintunglanna í verki, og ef veður leyfir mun Stjörnuskoðunarfélag Setjarnarness standa fyrir sólskoðun á Austurvelli í Reykjavík meðan á sólmyrkvanum stendur.

Deildarmyrkvi á sólu.

Mikilvægt er að gæta öryggis þegar fylgst er með sólinni en ekki má undir neinum kringumstæðum horfa á hana með berum augum eða gegnum sjónauka, án þess að hafa réttan hlífðarbúnað. Alls ekki nota sólgleraugu, ljósmyndafilmur, reyklitað gler, röntgenfilmur, ljósmyndasíur eða diskettufilmur. Þó svo að þessir hlutir dragi úr birtu sólar, draga þeir ekki úr ósýnilegri innrauðri eða útfjólublárri geislun sem skaðar augun á fremur skömmum tíma.

Meira efni um sólmyrkva:

Mynd:...