Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fönix finnur vatn á Mars

Ritstjórn Vísindavefsins

Vélmennið Fönix, sem lenti á Mars þann 25. maí 2008, hefur fundið vatn í ísformi í jarðveginum á Mars. Áður hafa önnur geimför gefið óbeinar vísbendingar um vatn á Mars, en þetta er í fyrsta skipti sem beinharðar sannanir fyrir tilvist vatns finnast þar.



Fönix er búinn lítilli skóflu sem getur tekið upp sýni af jarðveginum á Mars og fært þau í litla efnagreiningaraðstöðu í vélmenninu. Ísinn sem um ræðir var í einu slíku sýni og er nú í efnagreiningu, en lokaniðurstöðu úr henni er ekki að vænta fyrr en eftir einhverjar vikur.

Rennandi vatn er ein undirstaða lífs eins og við þekkjum það, en á yfirborði Mars er það kalt, og loftþrýstingur það lágur, að þar er talið að vatn geti aðeins verið í ís- eða gufuformi. Vísindamenn hafa ástæðu til að ætla að aðstæður á Mars hafi verið aðrar fyrir milljónum ára, og að þá hafi vatn runnið um plánetuna.

Nánar um Mars og líf í alheimi á Vísindavefnum:Mynd:

Útgáfudagur

6.8.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Fönix finnur vatn á Mars.“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2008, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70795.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2008, 6. ágúst). Fönix finnur vatn á Mars. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70795

Ritstjórn Vísindavefsins. „Fönix finnur vatn á Mars.“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2008. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70795>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fönix finnur vatn á Mars
Vélmennið Fönix, sem lenti á Mars þann 25. maí 2008, hefur fundið vatn í ísformi í jarðveginum á Mars. Áður hafa önnur geimför gefið óbeinar vísbendingar um vatn á Mars, en þetta er í fyrsta skipti sem beinharðar sannanir fyrir tilvist vatns finnast þar.



Fönix er búinn lítilli skóflu sem getur tekið upp sýni af jarðveginum á Mars og fært þau í litla efnagreiningaraðstöðu í vélmenninu. Ísinn sem um ræðir var í einu slíku sýni og er nú í efnagreiningu, en lokaniðurstöðu úr henni er ekki að vænta fyrr en eftir einhverjar vikur.

Rennandi vatn er ein undirstaða lífs eins og við þekkjum það, en á yfirborði Mars er það kalt, og loftþrýstingur það lágur, að þar er talið að vatn geti aðeins verið í ís- eða gufuformi. Vísindamenn hafa ástæðu til að ætla að aðstæður á Mars hafi verið aðrar fyrir milljónum ára, og að þá hafi vatn runnið um plánetuna.

Nánar um Mars og líf í alheimi á Vísindavefnum:Mynd:...