Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vísindavaka 2008

Vísindavaka Rannís verður haldin með pompi og prakt föstudaginn 26. september 2008 á degi Evrópska Vísindamannsins. Hátíðin fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu og hefjast hátíðahöldin kl. 17 og lýkur kl. 22.

Vísindavefurinn verður að sjálfsögðu á staðnum og ætlar meðal annars að segja frá því hvort sterkeindahraðall CERN geti valdið heimsendi, hvort maginn í manni geti sprungið ef maður borðar Mentos og drekkur kók með og einnig verður gestum leyft að spreyta sig á því hvort þeir geti fundið lausn við þrautinni óleysanlegu. Að auki verður gestum boðið upp á fróðleiksmola sem veita bæði orku og visku og gera alla klára í að taka þátt í spurningakeppni Vísindavefsins, þar sem vegleg verðlaun eru í boði.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest milli 17-22 í Hafnarhúsinu á föstudaginn.

Útgáfudagur

25.9.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavaka 2008.“ Vísindavefurinn, 25. september 2008. Sótt 14. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=70798.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2008, 25. september). Vísindavaka 2008. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70798

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavaka 2008.“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2008. Vefsíða. 14. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70798>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ólöf Guðný Geirsdóttir

1968

Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Meginviðfangsefni hennar eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á áhrifum næringar á farsæla öldrun.