Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Árið 2009 er alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar

Ritstjórn Vísindavefsins

Á ári stjörnufræðinnar er haldið upp á það, að liðin verða 400 ár frá einum mikilvægasta atburði í sögu raunvísinda, þegar Galíleó Galíleí beitti sjónauka fyrstur manna til rannsókna á himingeimnum. Fyrr á árinu 1609 hafði Jóhannes Kepler gefið út bókina Astronomia nova (Ný stjörnufræði) þar sem hann setur fram tvö fyrstu lögmál sín um hreyfingar reikistjarna í sólkerfinu. Verk þeirra Galíleós og Keplers urðu upphafið að sögu stórkostlegra uppgötvana í stjörnufræði og komu af stað vísindabyltingu sem hafði djúpstæð áhrif á hugmyndir manna um alheiminn.

Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 er fyrst og fremst hugsað sem vettvangur fyrir hinn almenna jarðarbúa þar sem áhersla er lögð á persónulega upplifun og ánægjuna við það að deila með öðrum þekkingu á alheimi og stöðu mannsins í honum. Þá er lögð áhersla á mikilvægi vísindalegrar hugsunar með það að leiðarljósi að hún sé ómetanleg auðlind fyrir allt mannkyn.

Útgáfudagur

5.1.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Árið 2009 er alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar.“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70800.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2009, 5. janúar). Árið 2009 er alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70800

Ritstjórn Vísindavefsins. „Árið 2009 er alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar.“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70800>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Árið 2009 er alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar
Á ári stjörnufræðinnar er haldið upp á það, að liðin verða 400 ár frá einum mikilvægasta atburði í sögu raunvísinda, þegar Galíleó Galíleí beitti sjónauka fyrstur manna til rannsókna á himingeimnum. Fyrr á árinu 1609 hafði Jóhannes Kepler gefið út bókina Astronomia nova (Ný stjörnufræði) þar sem hann setur fram tvö fyrstu lögmál sín um hreyfingar reikistjarna í sólkerfinu. Verk þeirra Galíleós og Keplers urðu upphafið að sögu stórkostlegra uppgötvana í stjörnufræði og komu af stað vísindabyltingu sem hafði djúpstæð áhrif á hugmyndir manna um alheiminn.

Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 er fyrst og fremst hugsað sem vettvangur fyrir hinn almenna jarðarbúa þar sem áhersla er lögð á persónulega upplifun og ánægjuna við það að deila með öðrum þekkingu á alheimi og stöðu mannsins í honum. Þá er lögð áhersla á mikilvægi vísindalegrar hugsunar með það að leiðarljósi að hún sé ómetanleg auðlind fyrir allt mannkyn....