Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

NASA birtir nýjar myndir af tunglinu

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt nýjar myndir af yfirborði tunglsins á heimasíðu sinni. Myndirnar voru teknar af gervitungli sem er nýkomið á sporbraut um tunglið og eru í hærri gæðum en allar myndir síðustu áratuga. Á þeim má sjá lendingarstaði fimm af sex Apolló geimfarana sem lentu á tunglinu á árunum 1969 til 1972.


Lendingarstaður Apolló 14. Merkingarnar á myndinni eru frá NASA.

Gervitunglinu var skotið á loft 18. júní og komst á sporbaug um tunglið viku seinna. Þessar fyrstu myndir voru teknar til þess að stilla myndavél gervitunglsins, en þegar að því verður lokið búast starfsmenn NASA við að geta tekið myndir í mun hærri upplausn en hingað til.

Gervitunglið er fyrsti hluturinn sem að Bandaríkjamenn senda til tunglsins í meira en tíu ár. Verkefni þess er að taka ítarlegar myndir af yfirborði tunglsins næsta árið, meðal annars til þess að kortleggja tunglið betur, leita að vatni á pólum tunglsins, og finna hentuga lendingarstaði fyrir mannaða geimfarið Óríon 15 sem Bandaríkjamenn vilja senda til tunglsins árið 2019. Ef að Óríon 15 lendir á tunglinu verða geimfarar þess fyrstu mennirnir sem ganga á tunglinu í 47 ár.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

20.7.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Ritstjórn

ritstjórn Vísindavefsins

Tilvísun

Ritstjórn. „NASA birtir nýjar myndir af tunglinu.“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2009. Sótt 24. nóvember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=70805.

Ritstjórn. (2009, 20. júlí). NASA birtir nýjar myndir af tunglinu. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70805

Ritstjórn. „NASA birtir nýjar myndir af tunglinu.“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70805>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Fallhlíf

Fallhlíf er útbúnaður sem dregur úr fallhraða manns eða hlutar í lofti. Fyrstu fallhlífarnar urðu til í lok 18. aldar og þá varð fallhlífarstökk úr loftbelgjum vinsælt sýningaratriði. Fallhlífar hafa einnig verið notaðar til að draga úr hraða geimfara og flugvéla í lendingu en þær er ekki hægt að nota þar sem ekkert loft er, eins og t.d. á tunglinu.