Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Íslenskt stjörnukort fyrir nóvembermánuð

Ritstjórn Vísindavefsins

Á Stjörnufræðivefnum er hægt að nálgast íslenskt stjörnukort ásamt leiðarvísi fyrir byrjendur í stjörnuskoðun. Kortið miðast við himininn yfir Íslandi eins og hann lítur út á kvöldin í október. Á vefnum er einnig stjörnukort af himninum sem uppfærist í rauntíma.

Margt er að sjá á næturhimninum í nóvember á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar. Hátt á himni er lítið en bjart stjörnumerki sem nefnist Kassíópeia. Það er auðþekkt á því að skærustu stjörnurnar raðast upp í mynstur sem lítur út eins og bókstafurinn W.


Sjöstirnið er auðþekktasta stjörnuþyrpingin á næturhimninum.

Sjöstirnið sést á austurhimni en það er án nokkurs vafa auðþekktasta stjörnuþyrpingin á næturhimninum. Það er stórt og bjart og lítur út eins og glitrandi stjörnuský. Með berum augum má sjá um 6-8 stjörnur en í handsjónauka og stjörnusjónauka koma í ljós margfalt fleiri stjörnur í þyrpingunni.

Þegar líður á kvöldið rís stjörnumerkið Óríon upp á næturhimininn. Óríon var veiðimaður í grískum goðsögum og er auðþekktur á þremur björtum stjörnum í belti hans sem oft eru nefndar Fjósakonurnar. Fyrir neðan Fjósakonurnar er sverð Óríons. Í miðju þess er Óríonþokan sem sést með berum augum og er auðvelt að skoða í handsjónauka eða stjörnusjónauka.

Útgáfudagur

6.11.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Íslenskt stjörnukort fyrir nóvembermánuð.“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2009, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70809.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2009, 6. nóvember). Íslenskt stjörnukort fyrir nóvembermánuð. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70809

Ritstjórn Vísindavefsins. „Íslenskt stjörnukort fyrir nóvembermánuð.“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2009. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70809>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Íslenskt stjörnukort fyrir nóvembermánuð
Á Stjörnufræðivefnum er hægt að nálgast íslenskt stjörnukort ásamt leiðarvísi fyrir byrjendur í stjörnuskoðun. Kortið miðast við himininn yfir Íslandi eins og hann lítur út á kvöldin í október. Á vefnum er einnig stjörnukort af himninum sem uppfærist í rauntíma.

Margt er að sjá á næturhimninum í nóvember á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar. Hátt á himni er lítið en bjart stjörnumerki sem nefnist Kassíópeia. Það er auðþekkt á því að skærustu stjörnurnar raðast upp í mynstur sem lítur út eins og bókstafurinn W.


Sjöstirnið er auðþekktasta stjörnuþyrpingin á næturhimninum.

Sjöstirnið sést á austurhimni en það er án nokkurs vafa auðþekktasta stjörnuþyrpingin á næturhimninum. Það er stórt og bjart og lítur út eins og glitrandi stjörnuský. Með berum augum má sjá um 6-8 stjörnur en í handsjónauka og stjörnusjónauka koma í ljós margfalt fleiri stjörnur í þyrpingunni.

Þegar líður á kvöldið rís stjörnumerkið Óríon upp á næturhimininn. Óríon var veiðimaður í grískum goðsögum og er auðþekktur á þremur björtum stjörnum í belti hans sem oft eru nefndar Fjósakonurnar. Fyrir neðan Fjósakonurnar er sverð Óríons. Í miðju þess er Óríonþokan sem sést með berum augum og er auðvelt að skoða í handsjónauka eða stjörnusjónauka....