Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Afmælismálþing Vísindavefsins

Vísindavefur HÍ er tíu ára í dag. Á afmælisdaginn verður haldið málþing um vísindamiðlun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Málþingið fer fram þann 29.1.2010 frá klukkan 14-16.

Dagskráin er þessi:
  • Vísinda- hvað?, Guðrún Bachmann, kynningarstjóri HÍ
  • Að hugsa á íslensku - um fræðin, Sigurður Svavarsson, útgefandi hjá Opnu
  • Vísinda- og rannsóknamiðlun til almennings: Þáttur HÍ og fjölmiðla, Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði
  • Vísindi efla alla dáð - en eiga þau erindi í fréttir?, Valgerður Jóhannsdóttir, aðjúnkt við meistaranám í blaða- og fréttamennsku
  • Vísindamiðlun og ungt fólk: Tölum við sama tungumálið?, Margrét Björk Sigurðardóttir, líffræðingur og starfsmaður Vísindavefsins
Málþingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir.

Þeir sem lifa og hrærast á Fasbók geta fengið nánari upplýsingar um málþingið á þessari Fasbókar-síðu. Þar er einnig hægt að tilkynna komu sína á málþingið.Fyrirlestrarnir voru hluti af 10 ára afmæli Vísindavefsins og lokahátíð YOSCIWEB-verkefnisins

Útgáfudagur

22.1.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Ritstjórn

ritstjórn Vísindavefsins

Tilvísun

Ritstjórn. „Afmælismálþing Vísindavefsins.“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2010. Sótt 20. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=70816.

Ritstjórn. (2010, 22. janúar). Afmælismálþing Vísindavefsins. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70816

Ritstjórn. „Afmælismálþing Vísindavefsins.“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2010. Vefsíða. 20. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70816>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kjarnorka

Kjarnorka er langöflugasta náttúrulega orkulindin sem til er. Hún á upptök sín í atómkjörnunum. Kjarnorka sólarinnar gerir líf á jörðinni mögulegt. Menn hafa nýtt kjarnorku á ýmsa vegu. Í kjarnorkuverum er keðjuverkandi kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem er síðan látin knýja hverfla til rafmagnsframleiðslu. Kjarnorka verður annars vegar til við klofnun þyngstu atómkjarna og hins vegar við samruna léttustu kjarnanna.