Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:24 • Sest 08:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:12 í Reykjavík

Jöklar hopa, land rís

Ritstjórn Vísindavefsins

Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, fjóra laugardaga í röð.

Fyrirlestrarnir verða í sal 132 í Öskju og hefjast kl. 13:00.

Þriðji fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 13. febrúar. Þá mun Freysteinn Sigmundsson, Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskólans, flytja erindið Jöklar hopa, land rís.

Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um fyrirlesturinn á þessari Fasbókar-síðu. Þar er líka hægt að tilkynna komu sína á erindið.

Veruleg rýrnun jökla á sér nú stað á Íslandi líkt og víða annars staðar í heiminum vegna hlýnandi loftslags. Hér á landi hefur þetta ferli staðið yfir síðan um 1890 og á þeim tíma hefur Vatnajökull rýrnað um yfir 400 rúmkílómetra, eða yfir 10% af heildarrúmmáli sem er um 3000 rúmkílómetrar. Á síðasta áratug lætur nærri að jökullinn hafi að meðaltali þynnst um einn metra á ári. Á næstu áratugum má búast við enn hraðari breytingum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvaða afleiðingar þessar breytingar hafa á jarðskorpu og undirlög Íslands.

Nákvæmar GPS-landmælingar hafa nú sýnt hvernig víðtækt landris er umhverfis jökla landsins og á miðhálendinu öllu sem tengja má við flotjafnvægishreyfingar vegna jöklaþynningarinnar. Kortlagðar hafa verið bæði lóðréttar og láréttar hreyfingar. Land við jaðar Vatnajökuls rís nú um 9-25 mm/ári, og láréttar hreyfingar nema um 3-4 mm/ári. Vísbendingar eru um að hraði landrissins sé að aukast. Hvannadalshnúkur hækkar því á hverju ári og aðstæður breytast við suðausturströnd landsins, meðal annars á Breiðamerkursandi og við Höfn í Hornafirði.

Líkanreikningar hjálpa til við að skilja þær breytingar sem eiga sér stað. Köld og stinn jarðskorpa næst yfirborði hegðar sér líkt og fjaðrandi efni (eins og gormur), en þegar neðar dregur eykst hiti og efnishegðun breytist. Þannig getur neðri hluti jarðskorpu og möttull hnigið áfram eins og deigt eða seigfjaðrandi efni (eins og dempari). Hraði hreyfinga til lengri tíma stjórnast af seigju efnisins. Reiknilíkan með svona efnishegðun (plata úr fjaðrandi efni sem liggur ofan á seigfjaðrandi efni) hefur verið fellt að niðurstöðum GPS-mælinga við Vatnajökul.

Rýrnun jökulsins veldur ekki aðeins tilfærslum í jarðskorpu og möttli. Samtímis verða einnig breytingar á kröftum og spennum. Þær breytingar geta valdið breytingum á eldvirkni. Þrýstiléttirinn hefur ekki aðeins áhrif á flutning kviku frá því hún myndast í jarðmöttlinum og upp í gegnum jarðskorpu, heldur getur einnig myndast ný kvika. Óvissa er þó hvernig og hvenær hún skilar sér til yfirborðs, en segja má þó að hlýnandi veðurfar hafi ekki aðeins þau áhrif að jöklar bráðni – jörðin sjálf bráðnar að nokkru marki djúpt undir Íslandi vegna þessara ferla.


Fyrirlesturinn var hluti af 10 ára afmæli Vísindavefsins og lokahátíð YOSCIWEB-verkefnisins

Útgáfudagur

9.2.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Jöklar hopa, land rís.“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2010. Sótt 29. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70819.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 9. febrúar). Jöklar hopa, land rís. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70819

Ritstjórn Vísindavefsins. „Jöklar hopa, land rís.“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2010. Vefsíða. 29. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70819>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Jöklar hopa, land rís
Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, fjóra laugardaga í röð.

Fyrirlestrarnir verða í sal 132 í Öskju og hefjast kl. 13:00.

Þriðji fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 13. febrúar. Þá mun Freysteinn Sigmundsson, Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskólans, flytja erindið Jöklar hopa, land rís.

Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um fyrirlesturinn á þessari Fasbókar-síðu. Þar er líka hægt að tilkynna komu sína á erindið.

Veruleg rýrnun jökla á sér nú stað á Íslandi líkt og víða annars staðar í heiminum vegna hlýnandi loftslags. Hér á landi hefur þetta ferli staðið yfir síðan um 1890 og á þeim tíma hefur Vatnajökull rýrnað um yfir 400 rúmkílómetra, eða yfir 10% af heildarrúmmáli sem er um 3000 rúmkílómetrar. Á síðasta áratug lætur nærri að jökullinn hafi að meðaltali þynnst um einn metra á ári. Á næstu áratugum má búast við enn hraðari breytingum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvaða afleiðingar þessar breytingar hafa á jarðskorpu og undirlög Íslands.

Nákvæmar GPS-landmælingar hafa nú sýnt hvernig víðtækt landris er umhverfis jökla landsins og á miðhálendinu öllu sem tengja má við flotjafnvægishreyfingar vegna jöklaþynningarinnar. Kortlagðar hafa verið bæði lóðréttar og láréttar hreyfingar. Land við jaðar Vatnajökuls rís nú um 9-25 mm/ári, og láréttar hreyfingar nema um 3-4 mm/ári. Vísbendingar eru um að hraði landrissins sé að aukast. Hvannadalshnúkur hækkar því á hverju ári og aðstæður breytast við suðausturströnd landsins, meðal annars á Breiðamerkursandi og við Höfn í Hornafirði.

Líkanreikningar hjálpa til við að skilja þær breytingar sem eiga sér stað. Köld og stinn jarðskorpa næst yfirborði hegðar sér líkt og fjaðrandi efni (eins og gormur), en þegar neðar dregur eykst hiti og efnishegðun breytist. Þannig getur neðri hluti jarðskorpu og möttull hnigið áfram eins og deigt eða seigfjaðrandi efni (eins og dempari). Hraði hreyfinga til lengri tíma stjórnast af seigju efnisins. Reiknilíkan með svona efnishegðun (plata úr fjaðrandi efni sem liggur ofan á seigfjaðrandi efni) hefur verið fellt að niðurstöðum GPS-mælinga við Vatnajökul.

Rýrnun jökulsins veldur ekki aðeins tilfærslum í jarðskorpu og möttli. Samtímis verða einnig breytingar á kröftum og spennum. Þær breytingar geta valdið breytingum á eldvirkni. Þrýstiléttirinn hefur ekki aðeins áhrif á flutning kviku frá því hún myndast í jarðmöttlinum og upp í gegnum jarðskorpu, heldur getur einnig myndast ný kvika. Óvissa er þó hvernig og hvenær hún skilar sér til yfirborðs, en segja má þó að hlýnandi veðurfar hafi ekki aðeins þau áhrif að jöklar bráðni – jörðin sjálf bráðnar að nokkru marki djúpt undir Íslandi vegna þessara ferla.


Fyrirlesturinn var hluti af 10 ára afmæli Vísindavefsins og lokahátíð YOSCIWEB-verkefnisins...