Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:24 • Sest 08:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:12 í Reykjavík

Sjór, súrnun og straumar

Ritstjórn Vísindavefsins

Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, fjóra laugardaga í röð.

Fyrirlestrarnir verða í sal 132 í Öskju og hefjast kl. 13:00.

Fjórði og síðasti fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 20. febrúar. Þá mun Jón Ólafsson, prófessor í haffræði við HÍ, flytja erindið Sjór, súrnun og straumar.

Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um fyrirlesturinn á þessari Fasbókar-síðu. Þar er líka hægt að tilkynna komu sína á erindið.

Höfin þekja um 70% jarðarinnar og í samspili við lofthjúpinn miðla þau sólarorku um hnöttinn. Flestir hafa heyrt getið um hnattræna hlýnum sem afleiðingu notkunar manna á jarðefnaeldsneyti (kolum, gasi og olíu). Höfin taka upp koltvíoxíð úr lofti, dágóðan hluta þess sem því berst vegna bruna á jarðefnaeldsneyti, sementsframleiðslu og við eyðingu skóga.

Ef ekki nyti hafsins við væri koltvíoxíðstyrkur í lofti mun hærri en raun ber vitni og afleiðingar hnattrænnar hlýnunar öfgafyllri. En binding koltvíoxíðs breytir sýrustigi sjávar og áhrif þess á kalkmyndandi lífverur verða mjög neikvæð.

Hér verður einkum fjallað um heimaslóð, Norður-Atlantshafið, og greint hvort vísbendingar séu um breytingar á sjó, hafstraumum og vistkerfum.


Fyrirlesturinn var hluti af 10 ára afmæli Vísindavefsins og lokahátíð YOSCIWEB-verkefnisins

Útgáfudagur

15.2.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Sjór, súrnun og straumar.“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2010. Sótt 29. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70820.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 15. febrúar). Sjór, súrnun og straumar. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70820

Ritstjórn Vísindavefsins. „Sjór, súrnun og straumar.“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2010. Vefsíða. 29. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70820>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Sjór, súrnun og straumar
Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, fjóra laugardaga í röð.

Fyrirlestrarnir verða í sal 132 í Öskju og hefjast kl. 13:00.

Fjórði og síðasti fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 20. febrúar. Þá mun Jón Ólafsson, prófessor í haffræði við HÍ, flytja erindið Sjór, súrnun og straumar.

Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um fyrirlesturinn á þessari Fasbókar-síðu. Þar er líka hægt að tilkynna komu sína á erindið.

Höfin þekja um 70% jarðarinnar og í samspili við lofthjúpinn miðla þau sólarorku um hnöttinn. Flestir hafa heyrt getið um hnattræna hlýnum sem afleiðingu notkunar manna á jarðefnaeldsneyti (kolum, gasi og olíu). Höfin taka upp koltvíoxíð úr lofti, dágóðan hluta þess sem því berst vegna bruna á jarðefnaeldsneyti, sementsframleiðslu og við eyðingu skóga.

Ef ekki nyti hafsins við væri koltvíoxíðstyrkur í lofti mun hærri en raun ber vitni og afleiðingar hnattrænnar hlýnunar öfgafyllri. En binding koltvíoxíðs breytir sýrustigi sjávar og áhrif þess á kalkmyndandi lífverur verða mjög neikvæð.

Hér verður einkum fjallað um heimaslóð, Norður-Atlantshafið, og greint hvort vísbendingar séu um breytingar á sjó, hafstraumum og vistkerfum.


Fyrirlesturinn var hluti af 10 ára afmæli Vísindavefsins og lokahátíð YOSCIWEB-verkefnisins...