Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Undur hafdjúpanna: Líf og atferli hvala

Ritstjórn Vísindavefsins

Hvaða hvalategundir lifa í sjónum við Ísland? Hver er munurinn á þessum tegundum? Hvernig er daglegt líf hvala? Hvernig hegða hvalir sér í sjónum og hvað borða þeir? Lifa þeir saman í fjölskylduhópum? Geta hvalir talað saman? Hversu langt berast hvalahljóð? Eru hvalir meðal klárustu dýra í heimi? Þessum og fleiri spurningum verður leitast við að svara á námskeiðinu Undur Hafdjúpanna.

Skíðishvalskýr og kálfur.

Hvalir hafa löngum skipað sérstakan sess í hugum manna og ekki síst Íslendinga. Allt í kringum Ísland lifir fjöldi hvalategunda og er Ísland einn af bestu stöðum í heiminum til að sjá hvali. Hvalir eru eini hópur spendýra sem lifir alfarið í sjónum og lengi vel var lítið vitað um þá og líf þeirra. Vísindamenn eru hins vegar sífellt að læra meira um þessar mikilfenglegu skepnur með bættri tækni og háþróaðri rannsóknaraðferðum. En hvað vitum við þá um hvali í dag og hvað gerir þá svona sérstaka?

Á þessu námskeiði ætlar Edda Elísabet Magnúsdóttir að fara með okkur niður í hafdjúpin og kynna okkur fyrir hvölunum í kringum Ísland bæði í máli og myndum, segja okkur allt frá lífi þeirra og jafnvel kenna okkur að tala tungumálið þeirra. Komdu með okkur í neðansjávarferðalag!

Námskeiðið fer fram í húsnæði Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1.

Útgáfudagur

26.4.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Undur hafdjúpanna: Líf og atferli hvala.“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2010, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70825.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 26. apríl). Undur hafdjúpanna: Líf og atferli hvala. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70825

Ritstjórn Vísindavefsins. „Undur hafdjúpanna: Líf og atferli hvala.“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2010. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70825>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Undur hafdjúpanna: Líf og atferli hvala
Hvaða hvalategundir lifa í sjónum við Ísland? Hver er munurinn á þessum tegundum? Hvernig er daglegt líf hvala? Hvernig hegða hvalir sér í sjónum og hvað borða þeir? Lifa þeir saman í fjölskylduhópum? Geta hvalir talað saman? Hversu langt berast hvalahljóð? Eru hvalir meðal klárustu dýra í heimi? Þessum og fleiri spurningum verður leitast við að svara á námskeiðinu Undur Hafdjúpanna.

Skíðishvalskýr og kálfur.

Hvalir hafa löngum skipað sérstakan sess í hugum manna og ekki síst Íslendinga. Allt í kringum Ísland lifir fjöldi hvalategunda og er Ísland einn af bestu stöðum í heiminum til að sjá hvali. Hvalir eru eini hópur spendýra sem lifir alfarið í sjónum og lengi vel var lítið vitað um þá og líf þeirra. Vísindamenn eru hins vegar sífellt að læra meira um þessar mikilfenglegu skepnur með bættri tækni og háþróaðri rannsóknaraðferðum. En hvað vitum við þá um hvali í dag og hvað gerir þá svona sérstaka?

Á þessu námskeiði ætlar Edda Elísabet Magnúsdóttir að fara með okkur niður í hafdjúpin og kynna okkur fyrir hvölunum í kringum Ísland bæði í máli og myndum, segja okkur allt frá lífi þeirra og jafnvel kenna okkur að tala tungumálið þeirra. Komdu með okkur í neðansjávarferðalag!

Námskeiðið fer fram í húsnæði Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1. ...