Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fékk fyrst Ig-Nóbelinn og núna alvöru Nóbelsverðlaun!

Handhafar Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði árið 2010 eru vísindamennirnir Andre Geim og Konstantin Novoselov. Þeir hljóta verðlaunin fyrir rannsóknir á ákveðinni gerð kolefnis sem er aðeins ein frumeind að þykkt.

Geim er reyndar einnig kunnur fyrir það að vinna hinn svonefnda Ig-Nóbel, en hann fá fræðimenn fyrir hálfgerð furðuvísindi. Einkennisorð þeirra verðlauna eru: ,,Vísindi sem fá fólk til að skella upp úr en koma mönnum svo til að hugsa."Mynd af froski sem svífur um í lausu lofti.

Geim fékk Ig-Nóbelinn árið 2000 að láta frosk svífa um í segulsviði. Hægt er að sjá myndband af froskinum með því að smella hér.

Heimild og mynd:

Útgáfudagur

7.10.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Fékk fyrst Ig-Nóbelinn og núna alvöru Nóbelsverðlaun!.“ Vísindavefurinn, 7. október 2010. Sótt 19. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=70843.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 7. október). Fékk fyrst Ig-Nóbelinn og núna alvöru Nóbelsverðlaun!. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70843

Ritstjórn Vísindavefsins. „Fékk fyrst Ig-Nóbelinn og núna alvöru Nóbelsverðlaun!.“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2010. Vefsíða. 19. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70843>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gunnhildur Óskarsdóttir

1959

Gunnhildur Óskarsdóttir er dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun.