Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar kemst ég í Háskólalestina?

Háskóli Íslands er skóli allrar þjóðarinnar og verður aldarafmælinu fagnað víða um land. Þar verður Háskólalestin í fararbroddi en að henni standa Vísindavefurinn, Háskóli unga fólksins og rannsóknasetur Háskóla Íslands á landsbyggðinni.

Háskólalestin mun heimsækja níu áfangastaði á tímabilinu frá apríl og fram í ágúst, í nánu samstarfi við grunnskóla, sveitarfélög og marga fleiri. Í lestinni verða fræði og fjör úr Háskóla unga fólksins, vísindi og viðburðir af Vísindavefnum, tilraunasmiðjur, örfyrirlestrar og alls kyns óvæntar uppákomur – eitthvað fyrir alla, á öllum aldri.

Háskólalestin mun hafa viðkomu á níu stöðum á landinu.

Háskólalestin nemur staðar í heimabyggð allra rannsóknasetra Háskóla Íslands sem á sama tíma opna sín hús upp á gátt, ásamt sínum samstarfsaðilum. Að auki slást rannsóknasetrin í för með Háskólalestinni um landið, með fjölbreyttan farangur úr náttúru og sögu landsins.

Ferðáætlun og dagskrá Háskólalestarinnar verður öllum aðgengileg á Vísindavefnum og á www.hi.is.

Áfangastaðir Háskólalestarinnar 2011

Útgáfudagur

6.1.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvar kemst ég í Háskólalestina?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2011. Sótt 19. júlí 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=70846.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 6. janúar). Hvar kemst ég í Háskólalestina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70846

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvar kemst ég í Háskólalestina?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2011. Vefsíða. 19. júl. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70846>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hundaæði

Hundaæði er heilabólga sem orsakast af veiru sem smitast með dýrabiti, oftast biti hunds eða leðurblöku. Einkenni eru rugl, æsingur eða æðisköst, ofskynjanir, krampar, slef, skert meðvitund, lömun og erfiðleikar við að kyngja. Komi einkenni frá taugakerfi fram er sjúkdómurinn oftast banvænn. Franski efna- og örverufræðingurinn Louis Pasteur varð fyrstur til að þróa bóluefni gegn hundaæði.