Sólin Sólin Rís 07:24 • sest 19:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:32 • Sest 03:13 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:22 í Reykjavík

Hvað get ég gert í Háskólalestinni?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þeir sem taka þátt í Háskólalestinni með Vísindavefnum fá að setja saman fjölbreytt og skemmtilegt efni um vísindi. Starfsfólk Vísindavefsins aðstoðar kennara og nemendur í verkefninu.

Bekkirnir og sveitarfélögin sem taka þátt í verkefninu eignast sinn sérstaka flokk á Vísindavefnum og þar verður efninu safnað saman.

Flokkarnir eru nefndir eftir sveitarfélögunum sem Háskólalestin heimsækir. Hér er hægt að skoða flokkana alla.

Bekkirnir spyrja!

Fyrsta verkefnið felst í því að einn bekkur eða valinn hópur nemenda fær að senda inn spurningar um vísindi sem Vísindavefurinn tekur að sér að svara, því sem næst samstundis.

Hver nemandi getur lagt inn eina til þrjár spurningar um hvað sem er sem tengist vísindum, en miðað er við að einni af þessum spurningum verði svarað. Öll svörin fara í flokkinn sem sveitarfélagið eignast á Vísindavefnum.

Fjölmargir grunnskólar í Reykjavík hafa áður tekið þátt í sams konar verkefni.

Setjið saman ykkar eigin vefnámskeið

Sami hópur nemenda fær síðan að setja saman 2-4 vefnámskeið að eigin vali. Vefnámskeiðin geta til dæmis tengst einhverju sem þið eruð að læra í skólanum eða einhverju sem þið vitið af í umhverfi ykkar. Til dæmis mætti hugsa sér að einn bekkur setti saman vefnámskeið um vatn. Þar væri hægt að raða saman efni um það hvaðan vatnið á jörðinni kemur, af hverju vatn frjósi og af hvernig eigi að reikna út hversu mikið vatn fari í baðkarið heima hjá manni!

Búið til ykkar eigin vísindamyndbönd og Podcast

Síðasta verkefnið felst í því að þið fáið að búa til ykkar eigin vísindamyndband eða vísindahlaðvarp og setja inn á Vísindavefinn. Hver bekkur getur unnið 2-4 svona verkefni. Vísindamyndbandið gæti fjallað um sama efni og einhver vefnámskeiðin ykkar eða um eitthvað af því sem þið hafið spurt Vísindavefinn um.

Útgáfudagur

28.2.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað get ég gert í Háskólalestinni?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2011. Sótt 27. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=70848.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 28. febrúar). Hvað get ég gert í Háskólalestinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70848

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað get ég gert í Háskólalestinni?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2011. Vefsíða. 27. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70848>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað get ég gert í Háskólalestinni?
Þeir sem taka þátt í Háskólalestinni með Vísindavefnum fá að setja saman fjölbreytt og skemmtilegt efni um vísindi. Starfsfólk Vísindavefsins aðstoðar kennara og nemendur í verkefninu.

Bekkirnir og sveitarfélögin sem taka þátt í verkefninu eignast sinn sérstaka flokk á Vísindavefnum og þar verður efninu safnað saman.

Flokkarnir eru nefndir eftir sveitarfélögunum sem Háskólalestin heimsækir. Hér er hægt að skoða flokkana alla.

Bekkirnir spyrja!

Fyrsta verkefnið felst í því að einn bekkur eða valinn hópur nemenda fær að senda inn spurningar um vísindi sem Vísindavefurinn tekur að sér að svara, því sem næst samstundis.

Hver nemandi getur lagt inn eina til þrjár spurningar um hvað sem er sem tengist vísindum, en miðað er við að einni af þessum spurningum verði svarað. Öll svörin fara í flokkinn sem sveitarfélagið eignast á Vísindavefnum.

Fjölmargir grunnskólar í Reykjavík hafa áður tekið þátt í sams konar verkefni.

Setjið saman ykkar eigin vefnámskeið

Sami hópur nemenda fær síðan að setja saman 2-4 vefnámskeið að eigin vali. Vefnámskeiðin geta til dæmis tengst einhverju sem þið eruð að læra í skólanum eða einhverju sem þið vitið af í umhverfi ykkar. Til dæmis mætti hugsa sér að einn bekkur setti saman vefnámskeið um vatn. Þar væri hægt að raða saman efni um það hvaðan vatnið á jörðinni kemur, af hverju vatn frjósi og af hvernig eigi að reikna út hversu mikið vatn fari í baðkarið heima hjá manni!

Búið til ykkar eigin vísindamyndbönd og Podcast

Síðasta verkefnið felst í því að þið fáið að búa til ykkar eigin vísindamyndband eða vísindahlaðvarp og setja inn á Vísindavefinn. Hver bekkur getur unnið 2-4 svona verkefni. Vísindamyndbandið gæti fjallað um sama efni og einhver vefnámskeiðin ykkar eða um eitthvað af því sem þið hafið spurt Vísindavefinn um.

...